Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2024 09:01 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Aðsend Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar. Í ályktuninni segir einnig að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu fram undan. Landsfundurinn telji að takast verði á við þau á félagslegum grunni. „Ég get svarað þessu eins og ég svaraði því þegar ég var spurð fyrst þegar Svandís setti þetta fram. Þetta er eitthvað sem þau leggja fram og allir hafa rétt á, en samtalið er á milli formannanna þriggja.“ Hún segir ályktunina í takt við það sem Svandís hefur áður sagt og því komi ekki á óvart að hún hafi verið samþykkt svona. Það hefði komið meira á óvart ef upprunaleg tillaga um að slíta samstarfinu núna hefði verið samþykkt. Það væri ekki í takt við orðræðu nýs formanns. „Það er eðlilegt að flokkurinn fylgi nýjum formanni. En að því sögðu þá er ábyrgðarhluti að vera í ríkisstjórn og það er formannanna þriggja að taka þetta samtal.“ Augljóst að samstarfið sé komið að leiðarlokum Hvað varðar orðalag í ályktuninni um að samstarfið sé komið að leiðarlokum segir Ingibjörg það augljóst. „Þetta er eitthvað sem liggur í augum uppi. Það er ár eftir að kjörtímabilinu. Þetta er kosningavetur og fyrir mér eru þetta ekki nýjar fréttir. Það er að koma að leiðarlokum,“ segir Ingibjörg. Sjá einnig: Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Hún segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Það séu verkefni fram undan sem séu mikilvæg fyrir samfélagið allt. „Það er það sem við horfum á og vinnum eftir.“ Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05 Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Í ályktuninni segir einnig að ríkisstjórnin hafi verið upphaflega mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og þannig hafi komist á festa í stjórnmálum undir forystu Vinstri grænna. Síðan þá hafi hreyfingin náð fram mörgum mikilvægum málum en að brýn verkefni séu fram undan. Landsfundurinn telji að takast verði á við þau á félagslegum grunni. „Ég get svarað þessu eins og ég svaraði því þegar ég var spurð fyrst þegar Svandís setti þetta fram. Þetta er eitthvað sem þau leggja fram og allir hafa rétt á, en samtalið er á milli formannanna þriggja.“ Hún segir ályktunina í takt við það sem Svandís hefur áður sagt og því komi ekki á óvart að hún hafi verið samþykkt svona. Það hefði komið meira á óvart ef upprunaleg tillaga um að slíta samstarfinu núna hefði verið samþykkt. Það væri ekki í takt við orðræðu nýs formanns. „Það er eðlilegt að flokkurinn fylgi nýjum formanni. En að því sögðu þá er ábyrgðarhluti að vera í ríkisstjórn og það er formannanna þriggja að taka þetta samtal.“ Augljóst að samstarfið sé komið að leiðarlokum Hvað varðar orðalag í ályktuninni um að samstarfið sé komið að leiðarlokum segir Ingibjörg það augljóst. „Þetta er eitthvað sem liggur í augum uppi. Það er ár eftir að kjörtímabilinu. Þetta er kosningavetur og fyrir mér eru þetta ekki nýjar fréttir. Það er að koma að leiðarlokum,“ segir Ingibjörg. Sjá einnig: Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Hún segir Framsóknarflokkinn stefna að því að ljúka kjörtímabilinu. Það séu verkefni fram undan sem séu mikilvæg fyrir samfélagið allt. „Það er það sem við horfum á og vinnum eftir.“
Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05 Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08 Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
„Kveður við nýjan tón í samstarfinu sem er efnislega lokið“ Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram, þrátt fyrir að óvíst sé hvenær kosið yrði. 6. október 2024 12:05
Sigmundur og hvolpurinn gleðjast yfir fylgi Miðflokksins „Ég skal viðurkenna að eftir allt sem á undan er gengið var á vissan hátt ánægjulegt að sjá könnun þar sem Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn til samans og nánast jafnmikið og stjórnarflokkarnir allir samanlagt.“ 5. október 2024 23:08
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents. 5. október 2024 08:54