Þetta er allt að koma... Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. október 2024 12:47 „Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland. Ríkisstjórnin heldur áfram að hella olíu á eldinn með óábyrgri fjárlagagerð á meðan Seðlabankinn sér um að valda gjaldþroti heimila landsins. Hvað segja talsmenn þessarar ríkisstjórnar þegar þeir standa á sviðinni jörð þar sem allir málaflokkar liggja í rústum? „Þetta er allt að koma“. Yfir 9% stýrivextir í heilt ár og „Þetta er allt að koma“. Nýjustu tölur sýna 20,1% aukningu í alvarlegum vanskilum heimila, „Þetta er allt að koma“. Kjör öryrkja hafa versnað um 11%, fjöldi aldraðra á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum hefur aukist um 30% og biðtími eftir aðgerðum hefur lengst um 19%. Neyðarástand hefur ríkt á bráðamóttöku Landspítalans, hlutfall nemenda með ófullnægjandi lesskilning hefur hækkað um 34%, fátækt íslenskra barna hefur aukist um 44% og vaxtagjöld ríkissjóðs eru nú um 300.000 krónur á hvern Íslending á ári. Allt þetta hefur ríkisstjórnin afrekað á aðeins nokkrum árum. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja: „Þetta er allt að koma“ ættum við undirbúa okkur fyrir það versta, því ekkert gott er í vændum. Þann 3. október sl. birti Morgunblaðið grein eftir Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra Vinstrihreyfingarinnar-grænt framboð, þar sem hún hrósar ríkisstjórninni fyrir að lækka vexti úr 9,25% í 9,00%. Eftir heilt ár með 9,25% vöxtum telja sumir það mikið afrek að ná þeim niður um 0,25%. Kosningar færast nær og það er skiljanlega áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnarflokkana þar sem stjórnartíð þeirra hefur, vægt til orða tekið, verið hörmung. Áhugavert verður að fylgjast með þeim reyna að sannfæra þjóðina um að allt sé á réttri leið. Hvað segir maður við þjóðfélag sem hefur þurft að kljást við himinháa stýrivexti nánast allt kjörtímabilið? „Okkur tókst að lækka stýrivexti um 0,25% og nú eru þeir aðeins 9,00%. Og þetta er allt að koma!“ Í grein sinni talar Svandís um hvernig „stjórnmál snúast um almannahagsmuni“ og mikilvægi þess að vernda heimili landsins og millistéttina. Svandís Svavarsdóttir var ráðherra í svokallaðri „velferðarstjórn“ undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem komst til valda í kjölfar Hrunsins. Sú ríkisstjórn reisti útgjaldborg í kringum heimili landsins á meðan skjaldborg var reist um bankakerfi og fjármagnsöfl, allt á kostnað almennings. Heimilum landsins og millistéttinni var fórnað á blóðugu altari verðtryggingarinna og einnar mestu eignatilfærslu í sögunni frá milli- og lágtekjufólki. Talað var um skjaldborg en verkin leiddu til stórkostlegrar útgjaldaaukningar og gjaldþrotaborgar fyrir heimilin í landinu. Þetta var sami leikurinn og núverandi ríkisstjórn hefur leikið með þátttöku Svandísar, sem hefur setið í ráðherrastóli síðan 2017. Nú þegar kosningar nálgast hefur hún skyndilega áhyggjur af heimilum landsins og millistéttinni. Ég hefði ekki vitað af þessum áhyggjum ráðherra VG nema hún hefði lýst þeim í grein sinni. Verkin við völdin sýna annað. Öll þau ár sem hún hefur verið ráðherra hefur hún aldrei látið í ljós slíkar áhyggjur með gjörðum sínum. Þvert á móti benda aðgerðir hennar til þess að hana skipti engu máli um heimili landsins og millistéttina. Það er vanvirðing gagnvart kjósendum að ætlast til þess að við kyngjum þessu svona blöffi. Verk ríkissjórnarinnar í efnahagsmálum og málefnum heimilanna og þeirra tekjuminni tala sínu máli. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland. Ríkisstjórnin heldur áfram að hella olíu á eldinn með óábyrgri fjárlagagerð á meðan Seðlabankinn sér um að valda gjaldþroti heimila landsins. Hvað segja talsmenn þessarar ríkisstjórnar þegar þeir standa á sviðinni jörð þar sem allir málaflokkar liggja í rústum? „Þetta er allt að koma“. Yfir 9% stýrivextir í heilt ár og „Þetta er allt að koma“. Nýjustu tölur sýna 20,1% aukningu í alvarlegum vanskilum heimila, „Þetta er allt að koma“. Kjör öryrkja hafa versnað um 11%, fjöldi aldraðra á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum hefur aukist um 30% og biðtími eftir aðgerðum hefur lengst um 19%. Neyðarástand hefur ríkt á bráðamóttöku Landspítalans, hlutfall nemenda með ófullnægjandi lesskilning hefur hækkað um 34%, fátækt íslenskra barna hefur aukist um 44% og vaxtagjöld ríkissjóðs eru nú um 300.000 krónur á hvern Íslending á ári. Allt þetta hefur ríkisstjórnin afrekað á aðeins nokkrum árum. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja: „Þetta er allt að koma“ ættum við undirbúa okkur fyrir það versta, því ekkert gott er í vændum. Þann 3. október sl. birti Morgunblaðið grein eftir Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra Vinstrihreyfingarinnar-grænt framboð, þar sem hún hrósar ríkisstjórninni fyrir að lækka vexti úr 9,25% í 9,00%. Eftir heilt ár með 9,25% vöxtum telja sumir það mikið afrek að ná þeim niður um 0,25%. Kosningar færast nær og það er skiljanlega áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnarflokkana þar sem stjórnartíð þeirra hefur, vægt til orða tekið, verið hörmung. Áhugavert verður að fylgjast með þeim reyna að sannfæra þjóðina um að allt sé á réttri leið. Hvað segir maður við þjóðfélag sem hefur þurft að kljást við himinháa stýrivexti nánast allt kjörtímabilið? „Okkur tókst að lækka stýrivexti um 0,25% og nú eru þeir aðeins 9,00%. Og þetta er allt að koma!“ Í grein sinni talar Svandís um hvernig „stjórnmál snúast um almannahagsmuni“ og mikilvægi þess að vernda heimili landsins og millistéttina. Svandís Svavarsdóttir var ráðherra í svokallaðri „velferðarstjórn“ undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem komst til valda í kjölfar Hrunsins. Sú ríkisstjórn reisti útgjaldborg í kringum heimili landsins á meðan skjaldborg var reist um bankakerfi og fjármagnsöfl, allt á kostnað almennings. Heimilum landsins og millistéttinni var fórnað á blóðugu altari verðtryggingarinna og einnar mestu eignatilfærslu í sögunni frá milli- og lágtekjufólki. Talað var um skjaldborg en verkin leiddu til stórkostlegrar útgjaldaaukningar og gjaldþrotaborgar fyrir heimilin í landinu. Þetta var sami leikurinn og núverandi ríkisstjórn hefur leikið með þátttöku Svandísar, sem hefur setið í ráðherrastóli síðan 2017. Nú þegar kosningar nálgast hefur hún skyndilega áhyggjur af heimilum landsins og millistéttinni. Ég hefði ekki vitað af þessum áhyggjum ráðherra VG nema hún hefði lýst þeim í grein sinni. Verkin við völdin sýna annað. Öll þau ár sem hún hefur verið ráðherra hefur hún aldrei látið í ljós slíkar áhyggjur með gjörðum sínum. Þvert á móti benda aðgerðir hennar til þess að hana skipti engu máli um heimili landsins og millistéttina. Það er vanvirðing gagnvart kjósendum að ætlast til þess að við kyngjum þessu svona blöffi. Verk ríkissjórnarinnar í efnahagsmálum og málefnum heimilanna og þeirra tekjuminni tala sínu máli. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun