Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 06:40 Efnt var til mótmæla í borginni Sidon í Líbanon í gær, af því tilefni að ár er liðið frá því að átökin á svæðinu brutust út í kjölfar árásar Hamas. AP/Mohammed Zaatari Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. Á sama tíma skutu Hezbollah um 190 eldflaugum í átt að skotmörkum í Ísrael, flestum nyrst í landinu en samtökin sögðu einnig hafa ráðist gegn hernaðarinnviðum umhverfis Tel Aviv. Ísraelsher hefur gefið út fjölda viðvarana vegna átakanna, bæði til íbúa í norðurhluta Ísrael en einnig til íbúa í suðurhluta Líbanon. Engu að síður hafa 1.400 látist frá því að herinn hóf aðgerðir sínar og réðist inn í landið, þeirra á meðal almennir borgarar og heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefur fjöldi viðbragðsaðila dáið, þeirra á meðal tíu slökkviliðsmenn sem létust í árás á sunnudag. Ísraelsher hefur einnig gefið út viðvörun til íbúa í norðurhluta Gasa um að forða sér og er sagður hafa umkringt Jabalia flóttamannabúðirnar. „Við erum í nýjum fasa stríðsins,“ sagði á blöðum sem dreift var á svæðinu. „Þessi svæði eru hættuleg átakasvæði.“ Stjórnvöld í Ísrael minntust þess í gær að ár var liðið frá árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael, sem urðu til þess að Ísrael ákvað að ráðast inn á Gasa. Forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hét því í ávarpi að halda ótrauður áfram og koma í veg fyrir fleiri árásir gegn þjóðinni. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas komu saman við aðsetur Netanyahu í Jerúsalem í mótmælaskyni. Talið er að 97 gíslar séu enn á Gasa, þar af 34 sem Ísraelsher telur látna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Isaac Herzog, forseta Ísrael, í gær og fordæmdi bæði árás Hamas 7. október 2023 og aukna fordóma gegn gyðingum í Bandaríkjunum. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Á sama tíma skutu Hezbollah um 190 eldflaugum í átt að skotmörkum í Ísrael, flestum nyrst í landinu en samtökin sögðu einnig hafa ráðist gegn hernaðarinnviðum umhverfis Tel Aviv. Ísraelsher hefur gefið út fjölda viðvarana vegna átakanna, bæði til íbúa í norðurhluta Ísrael en einnig til íbúa í suðurhluta Líbanon. Engu að síður hafa 1.400 látist frá því að herinn hóf aðgerðir sínar og réðist inn í landið, þeirra á meðal almennir borgarar og heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefur fjöldi viðbragðsaðila dáið, þeirra á meðal tíu slökkviliðsmenn sem létust í árás á sunnudag. Ísraelsher hefur einnig gefið út viðvörun til íbúa í norðurhluta Gasa um að forða sér og er sagður hafa umkringt Jabalia flóttamannabúðirnar. „Við erum í nýjum fasa stríðsins,“ sagði á blöðum sem dreift var á svæðinu. „Þessi svæði eru hættuleg átakasvæði.“ Stjórnvöld í Ísrael minntust þess í gær að ár var liðið frá árásum Hamas-liða á byggðir í Ísrael, sem urðu til þess að Ísrael ákvað að ráðast inn á Gasa. Forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu hét því í ávarpi að halda ótrauður áfram og koma í veg fyrir fleiri árásir gegn þjóðinni. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas komu saman við aðsetur Netanyahu í Jerúsalem í mótmælaskyni. Talið er að 97 gíslar séu enn á Gasa, þar af 34 sem Ísraelsher telur látna. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Isaac Herzog, forseta Ísrael, í gær og fordæmdi bæði árás Hamas 7. október 2023 og aukna fordóma gegn gyðingum í Bandaríkjunum.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira