Ótrúlegir vítadómar í Þýskalandi: Tóku boltann upp tvisvar í sama leiknum Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 08:29 Daniel Heber tók boltann upp með höndum og þá varð að dæma víti. Skjáskot/Bundesliga „Þetta er handboltadeildin,“ grínaðist Gummi Ben á Twitter þegar hann deildi myndbandi af hreint ótrúlegum leik í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Tvö víti voru dæmd í leiknum vegna þess að menn tóku boltann upp með höndum. Leikurinn var á milli Magdeburg og Greuther Fürth og endaði með 2-2 jafntefli eftir afar óvenjulega vítaspyrnudóma, sem sjá má á myndbandinu hér að neðan. It’s the handball league https://t.co/cjzF3f1TgF— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) October 7, 2024 Fyrst fékk Magdeburg víti, þegar varnarmaður Fürth, Gideon Jung, tók boltann upp með höndum eftir að markvörðurinn hafði rúllað honum til hans. Jung virtist halda að hann ætti að taka markspyrnu en sú var ekki raunin og því ekki annað í stöðunni en að dæma vítaspyrnu. Nahuel Noll varði reyndar vítið en Mohammed El Hankouri náði að skora í kjölfarið. Martijn Kaars kom svo Magdeburg í 2-0 skömmu síðar og útlitið gott fyrir heimamenn. Þá varð hins vegar aftur stórfurðulegt atvik. Roberto Massimo nálgaðist vítateig Magdeburg þegar Jean Hugonet tæklaði hann. Daniel Heber, varnarmaður Magdeburg, var svo viss um að aukaspyrna hefði verið dæmd að hann tók boltann upp með höndum. Þá varð að dæma aftur víti sem Julian Green skoraði úr. Gestirnir nýttu sér þetta og náðu svo að jafna með marki frá Noel Futkeu. Þýski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Leikurinn var á milli Magdeburg og Greuther Fürth og endaði með 2-2 jafntefli eftir afar óvenjulega vítaspyrnudóma, sem sjá má á myndbandinu hér að neðan. It’s the handball league https://t.co/cjzF3f1TgF— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) October 7, 2024 Fyrst fékk Magdeburg víti, þegar varnarmaður Fürth, Gideon Jung, tók boltann upp með höndum eftir að markvörðurinn hafði rúllað honum til hans. Jung virtist halda að hann ætti að taka markspyrnu en sú var ekki raunin og því ekki annað í stöðunni en að dæma vítaspyrnu. Nahuel Noll varði reyndar vítið en Mohammed El Hankouri náði að skora í kjölfarið. Martijn Kaars kom svo Magdeburg í 2-0 skömmu síðar og útlitið gott fyrir heimamenn. Þá varð hins vegar aftur stórfurðulegt atvik. Roberto Massimo nálgaðist vítateig Magdeburg þegar Jean Hugonet tæklaði hann. Daniel Heber, varnarmaður Magdeburg, var svo viss um að aukaspyrna hefði verið dæmd að hann tók boltann upp með höndum. Þá varð að dæma aftur víti sem Julian Green skoraði úr. Gestirnir nýttu sér þetta og náðu svo að jafna með marki frá Noel Futkeu.
Þýski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira