Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 14:53 Þetta bílastæði er við ströndina. Rauðu svæðin eru göngusvæði. Mynd/Íris Guðnadóttir Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir nýju bílastæðin bæta umferðaröryggi við þennan vinsæla ferðamannastað til muna. Búið er að malbika bílastæðin og merkja gönguleiðir á bílastæðin sjálf. Þá er einnig búið að gera göngustíg á milli bílastæða en um 300 metrar eru á milli. „Nú er bara eftir lokafrágangur sem hefur ekki áhrif á umferð. Verkið gekk allt vel og við landeigendur þökkum tillitssemi og samstarfsvilja gesta og ferðaþjónustuaðila. Einnig þökkum við okkar frábæru verktökum: Framrás, Malbiksstöðinni, EFLU og Vegmálun GÍH,“ segir Íris í færslu á Facebook-síðu sinni. Mikill fjöldi heimsækir Reynisfjöru daglega. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu er meðalfjöldi ólíkur eftir mánuðum en í júlí voru þær til dæmis um 2.200 og 1.300 í maí. Í fyrra voru í heildina 538.608 heimsóknir í fjöruna og það sem af er ári, fram til september, hafa heimsóknirnar verið 376.650. Loka þurfti bílastæðinu í tvo daga á meðan það var malbikað.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þetta er mikil öryggisbót. Það eru núna merktar gönguleiðir og fólk þarf núna bara að krossa akbraut einu sinni,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. Landeigendur tóku sig saman í vor og ákváðu í sameiningu að fara í þessar framkvæmdir. Vinna hófst í september og lauk að mestu síðasta mánudag. Aðeins þurfti að loka bílastæðinu í tvo daga á meðan malbikun fór fram þar. „Efla hjálpaði að hanna planið og við horfðum mikið til þess að bæta aðgengi gangandi vegfarenda og aðkomu fatlaðra. Það eru bílastæði fyrir hreyfihamlaða og bætt aðkoma fyrir fólk í hjólastól,“ segir Íris og að byggður hafi verið útsýnispallur við fjörukambinn. Þetta bílastæði er í um 300 metra fjarlægð frá hinu sem er við ströndina.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þar er nóg pláss og hægt að fara á hjólastól. Það er svo í rauninni staðurinn þar sem fólk á að stoppa þegar það er rautt ljós. Það er magnaður staður til að horfa á því þá sérðu ölduna fara í stuðlabergið. Það er góður staður fyrir myndatöku.“ Íris segir nær alla heimsækja Reynisfjöru í björtu og því sé ekki lýsing á bílastæðunum. „Það er glit í málningunni á götunum þannig þú getur keyrt í burtu.“ Á myndinni má sjá bæði bílastæðin og göngustíginn sem liggur á milli.Mynd/Íris Guðnadóttir Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Bílastæði Tengdar fréttir Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33 Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Nú er bara eftir lokafrágangur sem hefur ekki áhrif á umferð. Verkið gekk allt vel og við landeigendur þökkum tillitssemi og samstarfsvilja gesta og ferðaþjónustuaðila. Einnig þökkum við okkar frábæru verktökum: Framrás, Malbiksstöðinni, EFLU og Vegmálun GÍH,“ segir Íris í færslu á Facebook-síðu sinni. Mikill fjöldi heimsækir Reynisfjöru daglega. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu er meðalfjöldi ólíkur eftir mánuðum en í júlí voru þær til dæmis um 2.200 og 1.300 í maí. Í fyrra voru í heildina 538.608 heimsóknir í fjöruna og það sem af er ári, fram til september, hafa heimsóknirnar verið 376.650. Loka þurfti bílastæðinu í tvo daga á meðan það var malbikað.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þetta er mikil öryggisbót. Það eru núna merktar gönguleiðir og fólk þarf núna bara að krossa akbraut einu sinni,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. Landeigendur tóku sig saman í vor og ákváðu í sameiningu að fara í þessar framkvæmdir. Vinna hófst í september og lauk að mestu síðasta mánudag. Aðeins þurfti að loka bílastæðinu í tvo daga á meðan malbikun fór fram þar. „Efla hjálpaði að hanna planið og við horfðum mikið til þess að bæta aðgengi gangandi vegfarenda og aðkomu fatlaðra. Það eru bílastæði fyrir hreyfihamlaða og bætt aðkoma fyrir fólk í hjólastól,“ segir Íris og að byggður hafi verið útsýnispallur við fjörukambinn. Þetta bílastæði er í um 300 metra fjarlægð frá hinu sem er við ströndina.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þar er nóg pláss og hægt að fara á hjólastól. Það er svo í rauninni staðurinn þar sem fólk á að stoppa þegar það er rautt ljós. Það er magnaður staður til að horfa á því þá sérðu ölduna fara í stuðlabergið. Það er góður staður fyrir myndatöku.“ Íris segir nær alla heimsækja Reynisfjöru í björtu og því sé ekki lýsing á bílastæðunum. „Það er glit í málningunni á götunum þannig þú getur keyrt í burtu.“ Á myndinni má sjá bæði bílastæðin og göngustíginn sem liggur á milli.Mynd/Íris Guðnadóttir
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Bílastæði Tengdar fréttir Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33 Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33
Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36