Viðskipti innlent

Af­lýsa flugi til og frá Orlando

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki verður flogið til Orlando í dag og á morgun.
Ekki verður flogið til Orlando í dag og á morgun. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun.

Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Ástæðan er fellibylurinn Milton í Mexíkóflóa sem nálgast nú óðfluga Flórídaskagann og er reiknað með að komi til með að valda miklu tjóni á vesturströnd skagans.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við mbl í gærkvöldi að flugi til og frá Orlando hafi einnig verið aflýst á fimmtudag. Þá var flugi frá Orlando til Íslands í gærkvöldi sömuleiðis flýtt.

Hann segir að flugfélagið haldi viðskiptavinum sem eiga bókað flug upplýstum með smáskilaboðum.


Tengdar fréttir

Milton safnar aftur krafti

Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir.

Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton

Meira en þrjár milljónir manna búa á Tampa-svæðinu á vesturströnd Flórída þangað sem fellibylurinn stefnir nú. Fólk er byrjað að koma sér undan þar en innan við tvær vikur eru frá því að fellibylurinn Helena olli eyðileggingu í Flórída og víðar.

Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring

Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×