Réðst á fyrrverandi kærustur og aðstoðarslökkviliðsstjóra Jón Þór Stefánsson skrifar 9. október 2024 11:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Austurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Austurlands fyrir brot gegn tveimur fyrrverandi kærustum sínum og gegn slökkviliðsmanni. Þó að hann hafi hlotið skilorðsbundna refsingu er dómurinn bundinn því skilyrði að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar. Ákæran á hendur manninum varðaði fimm atvik. Eitt þeirra átti sér stað árið 2022, en öll hin í fyrra, árið 2023. Hann var sakfelldur í fjórum af fimm ákæruliðum. Dró hana aftur inn í íbúðina Karlmanninum var gefið að sök að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð einnar fyrrverandi kærustu sinnar með líkamlegu ofbeldi og ólögmætri nauðung þann 9. júlí 2022 á heimili hennar. Í ákæru segir að hann hafi slegið hana í andlitið, rifið í hár hennar, hent henni í gólfið, haldið höndum hennar, og meinað henni útgöngu úr íbúðinni. Hann hafi króað hana af um tíma og staðið fyrir útidyrahurðinni. Fram kemur að konan hafi komist úr íbúðinni en hann dregið hana aftur inn í hana. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar á líkama. Reif í hár og þrengdi að öndunarvegi Manninum var líka gefið að sök að slá aðra fyrrverandi kærustu sína í andlitið og rífa í hár hennar þann 17. mars 2023 þannig að hárflygsur losnuðu af höfði hennar. Einnig var hann ákærður fyrir að sparka í þá konu, kýla hana í höfuðið og rífa í hár hennar þann 12. september 2023. Í beinu framhaldi hafi hann haldið konunni niðri með taki annarrar handar á heldi hennar og taki hinnar handar á andliti hennar. Síðan hafi hann fært báðar hendur að hálsi og þrengt að öndunarvegi hennar. Ákæruliðurinn sem maðurinn var sýknaður af varðaði einnig meint brot gegn þeirri konu. Þar var honum gefið að sök að skella útidyrahurð á heimili konunar á hana þann 6. september 2023 þannig að hún klemmdist milli hurðar og veggjar. Skömmu síðar var hann sagður hafa ruðst inn á heimili hennar með því að sparka upp hurðinni, farið inn í eldhús tekið upp stór og kastað í konuna, en hann hafi endað í öxl hennar. Réðst á slökkviliðsmann og hótaði Karlmaðurinn var líka ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að sparka í fótlegg manns, sem þá var aðstoðarslökkviliðsstjóri ótilgreinds slökkviliðs. Maðurinn hafi síðan slegið slökkviliðsmanninn í bringuna og hótað honum og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum. Það brot átti sér líka stað þann 6. september, en þá var slökkviliðsmaðurinn í hlutverki sjúkraflutningamanns að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi, vegna atviksins sem maðurinn var sýknaður fyrir. Vitni hafði eftirfarandi orð eftir manninum í garð slökkviliðsmannsins: „Ég læt senda einhvern heim til þín, ég hóta þeim sem að mér sýnistog ég lætfara í fjölskyldunaþína.“ Maðurinn játaði sök varðandi brotið gegn fyrrnefndu fyrrverandi kærustu sinni, en neitaði annars vegar sök. Líferni snúist til betri vegar Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Í dómnum segir að brot hans hafi verið alvarlegs eðlis, þau væru framin í skjóli trúnaðartrausts. Og þá bæri háttsemin merki um einbeittan brotavilja. Þrátt fyrir það yrði að líta til viðhorfsbreytingar mannsins sem hafi orðið undanfarin misseri, en fram kemur að líferni hans hafi snúist til betri vegar. Hann hafi þegið sálgæslu og sé í fastri vinnu. Honum er gert að greiða konunum 850 þúsund krónur hvorri um sig. Þá þarf hann að greiða þrjá fjórðu sakarkostnaðar málsins sem hleypur á tæpum 3,5 milljónum króna. Dómsmál Slökkvilið Heimilisofbeldi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þó að hann hafi hlotið skilorðsbundna refsingu er dómurinn bundinn því skilyrði að hann sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón Fangelsismálastofnunar. Ákæran á hendur manninum varðaði fimm atvik. Eitt þeirra átti sér stað árið 2022, en öll hin í fyrra, árið 2023. Hann var sakfelldur í fjórum af fimm ákæruliðum. Dró hana aftur inn í íbúðina Karlmanninum var gefið að sök að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð einnar fyrrverandi kærustu sinnar með líkamlegu ofbeldi og ólögmætri nauðung þann 9. júlí 2022 á heimili hennar. Í ákæru segir að hann hafi slegið hana í andlitið, rifið í hár hennar, hent henni í gólfið, haldið höndum hennar, og meinað henni útgöngu úr íbúðinni. Hann hafi króað hana af um tíma og staðið fyrir útidyrahurðinni. Fram kemur að konan hafi komist úr íbúðinni en hann dregið hana aftur inn í hana. Fyrir vikið hlaut konan áverka víðs vegar á líkama. Reif í hár og þrengdi að öndunarvegi Manninum var líka gefið að sök að slá aðra fyrrverandi kærustu sína í andlitið og rífa í hár hennar þann 17. mars 2023 þannig að hárflygsur losnuðu af höfði hennar. Einnig var hann ákærður fyrir að sparka í þá konu, kýla hana í höfuðið og rífa í hár hennar þann 12. september 2023. Í beinu framhaldi hafi hann haldið konunni niðri með taki annarrar handar á heldi hennar og taki hinnar handar á andliti hennar. Síðan hafi hann fært báðar hendur að hálsi og þrengt að öndunarvegi hennar. Ákæruliðurinn sem maðurinn var sýknaður af varðaði einnig meint brot gegn þeirri konu. Þar var honum gefið að sök að skella útidyrahurð á heimili konunar á hana þann 6. september 2023 þannig að hún klemmdist milli hurðar og veggjar. Skömmu síðar var hann sagður hafa ruðst inn á heimili hennar með því að sparka upp hurðinni, farið inn í eldhús tekið upp stór og kastað í konuna, en hann hafi endað í öxl hennar. Réðst á slökkviliðsmann og hótaði Karlmaðurinn var líka ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að sparka í fótlegg manns, sem þá var aðstoðarslökkviliðsstjóri ótilgreinds slökkviliðs. Maðurinn hafi síðan slegið slökkviliðsmanninn í bringuna og hótað honum og fjölskyldu hans líkamsmeiðingum. Það brot átti sér líka stað þann 6. september, en þá var slökkviliðsmaðurinn í hlutverki sjúkraflutningamanns að bregðast við tilkynningu um heimilisofbeldi, vegna atviksins sem maðurinn var sýknaður fyrir. Vitni hafði eftirfarandi orð eftir manninum í garð slökkviliðsmannsins: „Ég læt senda einhvern heim til þín, ég hóta þeim sem að mér sýnistog ég lætfara í fjölskyldunaþína.“ Maðurinn játaði sök varðandi brotið gegn fyrrnefndu fyrrverandi kærustu sinni, en neitaði annars vegar sök. Líferni snúist til betri vegar Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Í dómnum segir að brot hans hafi verið alvarlegs eðlis, þau væru framin í skjóli trúnaðartrausts. Og þá bæri háttsemin merki um einbeittan brotavilja. Þrátt fyrir það yrði að líta til viðhorfsbreytingar mannsins sem hafi orðið undanfarin misseri, en fram kemur að líferni hans hafi snúist til betri vegar. Hann hafi þegið sálgæslu og sé í fastri vinnu. Honum er gert að greiða konunum 850 þúsund krónur hvorri um sig. Þá þarf hann að greiða þrjá fjórðu sakarkostnaðar málsins sem hleypur á tæpum 3,5 milljónum króna.
Dómsmál Slökkvilið Heimilisofbeldi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira