Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 09:03 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í íbúð í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Kona sem er ákærð fyrir að stinga mann ítrekað á heimili hennar í Mosfellsbæ um nótt í aprílmánuði árið 2021 viðurkenndi fyrir dómi að hún hefði stungið hann tvívegis. Þrátt fyrir það sagði hún að maðurinn hefði beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. „Ég veit ekki alveg hvað gekk á. Hann var búinn að vera hundleiðinlegur um kvöldið,“ sagði konan við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þau hafi verið í sambandi á þessum tíma en ekki búið saman. Hún hafi verið búin að biðja hann um að fara út úr íbúðinni umrætt kvöld en hann ekki gert það. Hann hafi tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Þá hafi hann grýtt henni í gólfið og byrjað að sparka í hana. Vegna þessa sagðist hún hafa óttast um líf sitt. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði hún. „Og þá greipstu til hnífsins?“ spurði verjandi hennar. Hún svaraði játandi. Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Sýndi rifinn samfestinginn Fyrir dómi sagðist konan hafa óttast verulega um líf sitt, en hún hafi verið með áverka víðs vegar á líkamanum eftir á. Fyrir dómi voru myndir af þessum áverkum sýndar þeim sem voru viðstaddir. Þá voru spiluð myndbönd sem konan tók um kvöldið, en þar heyrðist parið rífast, og hún saka hann um að beita hann ofbeldi. Verjandi konunnar sýndi viðstöddum bæði samfestinginn sem hún sagði að maðurinn hefði skorið sem og hárlokk sem hún sagði að maðurinn hefði losnað eftir að maðurinn reif í hár hennar. Saksóknari spurði hvort lögregla hefði lagt hald á þessa muni. Konan sagði svo ekki vera. Henni hafi verið meinað að skipta um föt þegar hún var handtekin vegna málsins og enn verið í rifnum samfestingnum. Þegar hún hafi komið heim hafi hárlokkurinn verið það fyrsta sem hún sá, hún hafi ekki haft vit á því að láta lögreglu vita af honum, en sagt lögmanni sínum frá honum. Konan er ákærð fyrir að leggja ítrekað til mannsins með hnífnum sem hafi verið með fimmtán sentímetra löngu blaði. Í ákæru segir að hann hafi hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug. Hann krefst fimm milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvað gekk á. Hann var búinn að vera hundleiðinlegur um kvöldið,“ sagði konan við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þau hafi verið í sambandi á þessum tíma en ekki búið saman. Hún hafi verið búin að biðja hann um að fara út úr íbúðinni umrætt kvöld en hann ekki gert það. Hann hafi tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Þá hafi hann grýtt henni í gólfið og byrjað að sparka í hana. Vegna þessa sagðist hún hafa óttast um líf sitt. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði hún. „Og þá greipstu til hnífsins?“ spurði verjandi hennar. Hún svaraði játandi. Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Sýndi rifinn samfestinginn Fyrir dómi sagðist konan hafa óttast verulega um líf sitt, en hún hafi verið með áverka víðs vegar á líkamanum eftir á. Fyrir dómi voru myndir af þessum áverkum sýndar þeim sem voru viðstaddir. Þá voru spiluð myndbönd sem konan tók um kvöldið, en þar heyrðist parið rífast, og hún saka hann um að beita hann ofbeldi. Verjandi konunnar sýndi viðstöddum bæði samfestinginn sem hún sagði að maðurinn hefði skorið sem og hárlokk sem hún sagði að maðurinn hefði losnað eftir að maðurinn reif í hár hennar. Saksóknari spurði hvort lögregla hefði lagt hald á þessa muni. Konan sagði svo ekki vera. Henni hafi verið meinað að skipta um föt þegar hún var handtekin vegna málsins og enn verið í rifnum samfestingnum. Þegar hún hafi komið heim hafi hárlokkurinn verið það fyrsta sem hún sá, hún hafi ekki haft vit á því að láta lögreglu vita af honum, en sagt lögmanni sínum frá honum. Konan er ákærð fyrir að leggja ítrekað til mannsins með hnífnum sem hafi verið með fimmtán sentímetra löngu blaði. Í ákæru segir að hann hafi hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug. Hann krefst fimm milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira