Innlent

Kafarar á leið að Stuðlagili vegna slyss

Lovísa Arnardóttir skrifar
Tvær þyrlur hafa verið sendar að Stuðlagili vegna slyss. Í annarri þeirra eru kafarar.
Tvær þyrlur hafa verið sendar að Stuðlagili vegna slyss. Í annarri þeirra eru kafarar. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt eftir klukkan 15 í dag vegna slyss í ánni Jöklu við Stuðlagil. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar er þyrlan á leiðinni en hún lagði af stað um korter yfir 15.

 Stuttu síðar óskaði Lögreglan á Austurlandi eftir aðstoð kafara og var því send af stað önnur þyrla.

„Seinni þyrlan var kölluð út til að ferja kafara frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ásgeir.

Ekki liggur fyrir hvernig slysið varð eða hversu margir eru slasaðir. Stuðlagil er í Efri-Jökuldal á Fljótsdalshéraði

Staðsetning Stuðlagils.Vísir/Tótla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×