Fáránlegar hugmyndir Haraldur F. Gíslason skrifar 10. október 2024 07:01 Að öskra sig hásan er góð skemmtun eða þannig. Að segja sama hlutinn tíu milljón sinnum í áratugi er það líka eða þannig. Við höfum verið að hvetja samfélagið til að hugsa með okkur hvernig við getum fjárfest í kennurum, börnum til hagsbóta. Hér koma nokkrar fáránlegar hugmyndir sem við höfum í alvörunni fengið sendar: „Við þurfum ekkert háskólamenntað starfsfólk í leikskólum.“ Þessi hugmynd er lífseig og byggir í grunninn á forpokuðum fordómum um menntun barna. Að til þess þurfi bara góðhjartaðan einstakling, helst konu því í leikskólum er bara verið að passa börn. Menntunarfræði ungra barna er langt því frá ný fræðigrein og byggir á margra áratuga grunni rannsókna. Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki. Það er líka læknaskortur en okkur myndi aldrei detta í hug að segja að við þyrftum ekkert háskólamenntaða lækna. Að það væri bara nóg að hafa góðhjartaða einstaklinga og að það þyrftu helst konur því þær eru svo góðhjartaðar og úrræðagóðar. Þarna birtast rótgrónar staðalmyndir á því hvað samfélaginu finnst vera merkileg fræði og hvað ekki. Samkvæmt lögum er heimilt, ef kennari fæst ekki til starfa, að ráða leiðbeinendur. Samt gengur illa að fullmanna leikskóla á hverju hausti og í raun á mörgum stöðum allt árið í kring. Eins er það staðreynd að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri til að halda áfram í kennslu en annað starfsfólk leikskólanna. Háskólamenntun er því ekki vandamálið, heldur lausnin. „Við þurfum að taka út úr lögum að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Það er bara til trafala.“ Þetta er blautur draumur margra. Ég hef margoft á eigin skinni fengið að kynnast því að sveitarfélög hafa markvisst unnið að því að fá umrætt ákvæði úr lögum. Þeim finnst raunverulega óþægilegt að hafa þá kröfu á sér að í leikskólum eigi samkvæmt lögum að starfa vel menntað fólk sem hefur leyfisbréf til kennslu. Þó það sé bara krafa um að um 67% starfsfólks hafi leyfisbréf en ekki 100% sem væri eðlilegt og er raunin á öðrum skólastigum. Myndum við sætta okkur við að 67% lækna hefðu tilskylda menntun? „Markaðurinn á bara að sjá um þetta. Þá lagast allt“ Það eru fjölmargir sjálfstætt starfandi leikskólar í landinu og margir þeirra mjög góðir líkt og margir skólar reknir af sveitarfélögunum. Þeir að sjálfsögðu starfa eftir sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélagsskólarnir. Laun eru ekki hærri í sjálfstætt starfandi skólum. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum reknum af sveitarfélögunum er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Að kenna í leikskóla er ekki fáránleg hugmynd. Að kenna í leikskóla er fáránlega skemmtilegt. Það geta allir þeir sem kennt hafa á skólastiginu staðfest. Starfið er gefandi, skapandi, krefjandi og skilur mikið eftir sig á hverjum degi. Enginn dagur er eins og frelsið, til að hæfileikar hvers og eins kennara fái að njóta sín, mikið. Ef samfélagið vill gæða menntun fyrir öll börn og ná að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður það að vera reiðubúið að fjárfesta ríkulega í kennurum. Annars fetum við áfram einstig biðlista og manneklu í leikskólum landsins. Ég ætla vera með í fáránlega hugmyndapartíinu. Hér kemur fáránleg hugmynd. Hækkum laun kennara á morgun í 3 milljónir á mánuði, sköpum þeim starfsaðstæður sem þeir vilja starfa við og fyllum þannig alla háskóla af kennaranemum sem leiðir til þess að kennaraskortur verður enginn eftir 10 ár. Við fáum fleiri vel menntaða kennara, gæði náms eykst börnum til hagsbóta og hinn alræmdi biðlisti í leikskóla hverfur. Þetta er náttúrulega fáránlegasta hugmyndin af þeim öllum. Eða bíddu… gæti þetta kannski virkað? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Skoðun Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Að öskra sig hásan er góð skemmtun eða þannig. Að segja sama hlutinn tíu milljón sinnum í áratugi er það líka eða þannig. Við höfum verið að hvetja samfélagið til að hugsa með okkur hvernig við getum fjárfest í kennurum, börnum til hagsbóta. Hér koma nokkrar fáránlegar hugmyndir sem við höfum í alvörunni fengið sendar: „Við þurfum ekkert háskólamenntað starfsfólk í leikskólum.“ Þessi hugmynd er lífseig og byggir í grunninn á forpokuðum fordómum um menntun barna. Að til þess þurfi bara góðhjartaðan einstakling, helst konu því í leikskólum er bara verið að passa börn. Menntunarfræði ungra barna er langt því frá ný fræðigrein og byggir á margra áratuga grunni rannsókna. Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki. Það er líka læknaskortur en okkur myndi aldrei detta í hug að segja að við þyrftum ekkert háskólamenntaða lækna. Að það væri bara nóg að hafa góðhjartaða einstaklinga og að það þyrftu helst konur því þær eru svo góðhjartaðar og úrræðagóðar. Þarna birtast rótgrónar staðalmyndir á því hvað samfélaginu finnst vera merkileg fræði og hvað ekki. Samkvæmt lögum er heimilt, ef kennari fæst ekki til starfa, að ráða leiðbeinendur. Samt gengur illa að fullmanna leikskóla á hverju hausti og í raun á mörgum stöðum allt árið í kring. Eins er það staðreynd að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri til að halda áfram í kennslu en annað starfsfólk leikskólanna. Háskólamenntun er því ekki vandamálið, heldur lausnin. „Við þurfum að taka út úr lögum að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Það er bara til trafala.“ Þetta er blautur draumur margra. Ég hef margoft á eigin skinni fengið að kynnast því að sveitarfélög hafa markvisst unnið að því að fá umrætt ákvæði úr lögum. Þeim finnst raunverulega óþægilegt að hafa þá kröfu á sér að í leikskólum eigi samkvæmt lögum að starfa vel menntað fólk sem hefur leyfisbréf til kennslu. Þó það sé bara krafa um að um 67% starfsfólks hafi leyfisbréf en ekki 100% sem væri eðlilegt og er raunin á öðrum skólastigum. Myndum við sætta okkur við að 67% lækna hefðu tilskylda menntun? „Markaðurinn á bara að sjá um þetta. Þá lagast allt“ Það eru fjölmargir sjálfstætt starfandi leikskólar í landinu og margir þeirra mjög góðir líkt og margir skólar reknir af sveitarfélögunum. Þeir að sjálfsögðu starfa eftir sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélagsskólarnir. Laun eru ekki hærri í sjálfstætt starfandi skólum. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum reknum af sveitarfélögunum er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Að kenna í leikskóla er ekki fáránleg hugmynd. Að kenna í leikskóla er fáránlega skemmtilegt. Það geta allir þeir sem kennt hafa á skólastiginu staðfest. Starfið er gefandi, skapandi, krefjandi og skilur mikið eftir sig á hverjum degi. Enginn dagur er eins og frelsið, til að hæfileikar hvers og eins kennara fái að njóta sín, mikið. Ef samfélagið vill gæða menntun fyrir öll börn og ná að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður það að vera reiðubúið að fjárfesta ríkulega í kennurum. Annars fetum við áfram einstig biðlista og manneklu í leikskólum landsins. Ég ætla vera með í fáránlega hugmyndapartíinu. Hér kemur fáránleg hugmynd. Hækkum laun kennara á morgun í 3 milljónir á mánuði, sköpum þeim starfsaðstæður sem þeir vilja starfa við og fyllum þannig alla háskóla af kennaranemum sem leiðir til þess að kennaraskortur verður enginn eftir 10 ár. Við fáum fleiri vel menntaða kennara, gæði náms eykst börnum til hagsbóta og hinn alræmdi biðlisti í leikskóla hverfur. Þetta er náttúrulega fáránlegasta hugmyndin af þeim öllum. Eða bíddu… gæti þetta kannski virkað? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun