Þú finnur Íslendinga út um allan heim í fluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2024 10:50 Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. Sigurjón Ólason „Þetta er dálítið magnað hvað þú rekst á Íslendinga víða í þessum alþjóðlega flugrekstri. Þeir eru eiginlega út um allt. Þú rekst á Íslendinga ótrúlega víða,“ segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. Hann er í hópi viðmælenda í sjötta þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2 sem ber yfirskriftina Fólkið í fluginu. Þar rýnum við í flugáhugann á Íslandi, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Hér má sjö mínútna myndskeið úr þættinum: „Við höfum náttúrlega verið mjög ævintýragjarnir. Við höfum verið að fljúga fyrir hina og þessa út um allan heim. Og íslenskt starfsfólk er bara duglegt fólk,“ segir Kristinn Halldórsson flugvélaverkfræðingur, sonur Halldórs Sigurjónssonar, fyrsta flugvirkja Loftleiða. Kristinn Halldórsson flugvélaverkfræðingur starfaði lengst af hjá Icelandair/Flugleiðum og þar áður hjá Cargolux. Hann varðveitir flugmyndasafn föður síns, Halldórs Sigurjónssonar, fyrsta flugvirkja Loftleiða.Egill Aðalsteinsson „Það er gríðarleg þekking og sérhæfing á flugi hérna heima. Ég efast um að það séu mörg lönd þar sem þú ert með fleiri flugvélar skráðar. Ef við tölum um þessa frægu höfðatölu þá efast ég um að það séu fleiri flugvélar víða heldur en hér heima. Og þú finnur Íslendinga eiginlega út um allt. Og orðsporið á þeim, sem líka bara hjálpar okkur, orðsporið er gott. Við erum lausnamiðaðir, við erum harðduglegir, og þetta hefur bara skilað okkur ansi vel áfram í gegnum tíðina,“ segir Baldvin Már. Guðlaugur Ingi Sigurðsson, flugstjóri hjá Air Atlanta, flýgur júmbó-þotum um allan heim.Egill Aðalsteinsson Þegar við spyrjum hversvegna Íslendingar urðu svona öflug flugþjóð er skýring flestra: Við búum á afskekktri eyju í norðanverðu Atlantshafi fjarri öðrum löndum. En fleira þurfti til: Útrásarþrá, ævintýragirni, hugrekki, sjálfsbjargarviðleitni og frumkvöðlaeðli eru þættir sem einnig eru nefndir. Rafn Þór Rafnsson, yfirflugvirki hjá Air Atlanta, er dæmi um Íslendinga í fluginu sem starfa erlendis. Hann stýrir viðhaldsstöð félagsins á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu.Egill Aðalsteinsson Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag, 13. október, klukkan 17:00. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina: Flugþjóðin Fréttir af flugi Air Atlanta Icelandair Play WOW Air Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. 8. október 2024 10:55 Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Hann er í hópi viðmælenda í sjötta þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2 sem ber yfirskriftina Fólkið í fluginu. Þar rýnum við í flugáhugann á Íslandi, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Hér má sjö mínútna myndskeið úr þættinum: „Við höfum náttúrlega verið mjög ævintýragjarnir. Við höfum verið að fljúga fyrir hina og þessa út um allan heim. Og íslenskt starfsfólk er bara duglegt fólk,“ segir Kristinn Halldórsson flugvélaverkfræðingur, sonur Halldórs Sigurjónssonar, fyrsta flugvirkja Loftleiða. Kristinn Halldórsson flugvélaverkfræðingur starfaði lengst af hjá Icelandair/Flugleiðum og þar áður hjá Cargolux. Hann varðveitir flugmyndasafn föður síns, Halldórs Sigurjónssonar, fyrsta flugvirkja Loftleiða.Egill Aðalsteinsson „Það er gríðarleg þekking og sérhæfing á flugi hérna heima. Ég efast um að það séu mörg lönd þar sem þú ert með fleiri flugvélar skráðar. Ef við tölum um þessa frægu höfðatölu þá efast ég um að það séu fleiri flugvélar víða heldur en hér heima. Og þú finnur Íslendinga eiginlega út um allt. Og orðsporið á þeim, sem líka bara hjálpar okkur, orðsporið er gott. Við erum lausnamiðaðir, við erum harðduglegir, og þetta hefur bara skilað okkur ansi vel áfram í gegnum tíðina,“ segir Baldvin Már. Guðlaugur Ingi Sigurðsson, flugstjóri hjá Air Atlanta, flýgur júmbó-þotum um allan heim.Egill Aðalsteinsson Þegar við spyrjum hversvegna Íslendingar urðu svona öflug flugþjóð er skýring flestra: Við búum á afskekktri eyju í norðanverðu Atlantshafi fjarri öðrum löndum. En fleira þurfti til: Útrásarþrá, ævintýragirni, hugrekki, sjálfsbjargarviðleitni og frumkvöðlaeðli eru þættir sem einnig eru nefndir. Rafn Þór Rafnsson, yfirflugvirki hjá Air Atlanta, er dæmi um Íslendinga í fluginu sem starfa erlendis. Hann stýrir viðhaldsstöð félagsins á flugvellinum í Jedda í Sádí-Arabíu.Egill Aðalsteinsson Þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag, 13. október, klukkan 17:00. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Air Atlanta Icelandair Play WOW Air Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. 8. október 2024 10:55 Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. 8. október 2024 10:55
Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Flugáhöfn Air Atlanta á hringferð um Afríku upplifði það að sjá ljón tvívegis ráðast á og drepa dýr í þjóðgarði skammt frá hóteli sínu. Áhöfnin var í hvíldarstoppi í borginni Nairobi í Kenýa. 6. október 2024 07:47
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42