Það er alltaf von að vekja fólk til vitundar um mikilvægi geðheilbrigðis Ellen Calmon skrifar 10. október 2024 14:00 Vitundarvakningarátaki Píeta samtakanna „Það er alltaf von!“ var hrint úr vör í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum framhaldskólanemum. Átakið var sett af stað í tengslum við Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn sem er í dag þann 10. október. Í ár leggur Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) áherslu á mikilvæg tengsl geðheilbrigðis og vinnu. Stjórnvöld, vinnuveitendur og samtök launafólks eru hvött til að ýta undir verndandi þætti á vinnustöðum til að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi getur verið verndandi þáttur fyrir andlega heilsu. Vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti þrífast svo sem fordómar, mismunun og áreitni geta haft áhrif á geðheilsu og almenn lífsgæði sem svo getur leitt af sér minni framleiðni í starfi og félagslegri virkni. Stofnunin segir á heimasíðu sinni „Með 60% jarðarbúa í vinnu er brýnt að grípa til aðgerða til að tryggja að vinna komi í veg fyrir áhættu fyrir geðheilbrigði og verndar og styður geðheilbrigði á vinnustað.“ Með átakinu „Það er alltaf von!“ vilja Píeta samtökin beina sjónum sínum að unga fólkinu og forvörnum. Átakið var sett af stað í gær að viðstöddum framhaldsskólanemum þar sem lögð var áhersla á að skólar eru einnig vinnustaðir og það sé mikilvægt að ýta undir þessa verndandi þætti geðheilbrigðis í skólaumhverfinu sem vinnustað. Píeta samtökin vilja hvetja opinberar stofnanir sem og aðra vinnuveitendur að huga að verndandi þáttum í vinnuumhverfinu og ekki síst þar sem börn og ungmenni eiga aðild að. Þá telja samtökin brýnt að lagðir séu enn frekari kraftar og fjármagn í almennar geðheilbrigðisforvarnir og sjálfsvígsforvarnir með gagnreyndum nálgunum svo tryggt sé að öll fái jöfn tækifæri til að dafna í leik og starfi. Til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn og munum að það er er alltaf von! Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vitundarvakningarátaki Píeta samtakanna „Það er alltaf von!“ var hrint úr vör í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum framhaldskólanemum. Átakið var sett af stað í tengslum við Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn sem er í dag þann 10. október. Í ár leggur Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) áherslu á mikilvæg tengsl geðheilbrigðis og vinnu. Stjórnvöld, vinnuveitendur og samtök launafólks eru hvött til að ýta undir verndandi þætti á vinnustöðum til að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi getur verið verndandi þáttur fyrir andlega heilsu. Vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti þrífast svo sem fordómar, mismunun og áreitni geta haft áhrif á geðheilsu og almenn lífsgæði sem svo getur leitt af sér minni framleiðni í starfi og félagslegri virkni. Stofnunin segir á heimasíðu sinni „Með 60% jarðarbúa í vinnu er brýnt að grípa til aðgerða til að tryggja að vinna komi í veg fyrir áhættu fyrir geðheilbrigði og verndar og styður geðheilbrigði á vinnustað.“ Með átakinu „Það er alltaf von!“ vilja Píeta samtökin beina sjónum sínum að unga fólkinu og forvörnum. Átakið var sett af stað í gær að viðstöddum framhaldsskólanemum þar sem lögð var áhersla á að skólar eru einnig vinnustaðir og það sé mikilvægt að ýta undir þessa verndandi þætti geðheilbrigðis í skólaumhverfinu sem vinnustað. Píeta samtökin vilja hvetja opinberar stofnanir sem og aðra vinnuveitendur að huga að verndandi þáttum í vinnuumhverfinu og ekki síst þar sem börn og ungmenni eiga aðild að. Þá telja samtökin brýnt að lagðir séu enn frekari kraftar og fjármagn í almennar geðheilbrigðisforvarnir og sjálfsvígsforvarnir með gagnreyndum nálgunum svo tryggt sé að öll fái jöfn tækifæri til að dafna í leik og starfi. Til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn og munum að það er er alltaf von! Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar