Stofnun Félags Hafnarverkamanna: Ástæður og áhrif Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 10. október 2024 16:01 Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Hugmyndir um stofnun sérstaks félags eða deildar höfðu verið í umræðunni meðal hafnarverkamanna frá því að Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu árið 1998. Þessi sameining hafði leitt til þess að hafnarverkamenn fundu fyrir þörf á sérstakri hagsmunagæslu sem myndi einblína á þeirra sérstöku aðstæður og starfsskilyrði. Þegar farið var af stað, voru strax settar í gang viðræður við Sjómannafélag Íslands um að verða deild innan þeirra vébanda. Þær viðræður gengu afar vel, enda er Sjómannafélagið með fraktmenn skipafélaganna. Einnig sóttust stofnendur félagsins eftir tengingu við ITF, eða International Transport Workers' Federation, sem eru alþjóðleg samtök sem sameina verkalýðsfélög starfsmanna í flutningageiranum, þar á meðal hafnarverkamenn, sjómenn, flugfélagastarfsmenn, járnbrautarstarfsmenn og fleiri. ITF vinnur að því að bæta réttindi og starfsskilyrði flutningaverkamanna um allan heim með því að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og hagsmunagæslu. Þrátt fyrir að félagið hafi orðið að deild innan Sjómannafélagsins í desember 2022, var baráttunni ekki lokið. Það þurfti að fara þrisvar sinnum fyrir félagsdóm. Hafnarverkamenn hafa lengi verið mikilvægur hluti af íslensku atvinnulífi, en starfsskilyrði þeirra hafa oft verið erfið og óstöðug. Á undanförnum árum hafa þeir staðið frammi fyrir auknum áskorunum, þar á meðal breytingum í skipulagi hafna, tækniframförum og aukinni samkeppni. Þessar breytingar hafa leitt til þess að hafnarverkamenn hafa þurft að berjast fyrir réttindum sínum og betri starfsskilyrðum. Félag Hafnarverkamanna setti sér skýr markmið og hlutverk við stofnunina:Bæta Starfsskilyrði: Félagið vinnur að því að bæta starfsskilyrði hafnarverkamanna, þar á meðal launakjör, vinnuumhverfi og öryggi.Fræðsla og Þjálfun: Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjálfun hafnarverkamanna til að tryggja að þeir séu vel undirbúnir fyrir breytingar í starfsemi hafna.Hagsmunagæsla: Félagið stendur vörð um réttindi hafnarverkamanna og tryggir að þeir fái sanngjörn kjör og meðferð. Stofnun Félags Hafnarverkamanna var sett upp sem sameining hafnarverkamanna um allt land, ekki bara í Reykjavík. Verkefni næstu ára er að kynna félagið og baráttuna fyrir öðrum starfsmönnum hafna um allt land. Félagið hefur fengið hvatningu frá hafnarverkamönnum um allt land og er mikill áhugi á að taka þátt í baráttunni. Launamál, aðstaða og öryggi hafa verið aðal málin hjá hafnarverkamönnum um allt land, enda er þetta hættuleg vinna sem felur í sér stór tæki sem flytja þunga gáma og hættulegan varning eins og sprengiefni og ætandi sýrur. Slys á svæðunum skipafélagana eru sem betur fer ekki mörg, en því miður hafa orðið alvarleg slys undanfarin tvö ár, sem ég mun ræða í næstu skoðanagrein. Stofnun Félags Hafnarverkamanna árið 2022 mun marka tímamót í baráttunni fyrir betri starfsskilyrðum og réttindum hafnarverkamanna á Íslandi. Með skýrum markmiðum og sterkri hagsmunagæslu mun félagið hafa veruleg áhrif á starfsskilyrði og framtíð hafnarverkamanna. Næstu skref fyrir félagið felast í því að halda áfram að vinna að betri starfsskilyrðum og tryggja að hafnarverkamenn fái sanngjörn kjör og meðferð. SAMAN ERUM VIÐ STERK OG SAMSTAÐA SKILAR ÁRANGRI Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarmál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Hugmyndir um stofnun sérstaks félags eða deildar höfðu verið í umræðunni meðal hafnarverkamanna frá því að Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu árið 1998. Þessi sameining hafði leitt til þess að hafnarverkamenn fundu fyrir þörf á sérstakri hagsmunagæslu sem myndi einblína á þeirra sérstöku aðstæður og starfsskilyrði. Þegar farið var af stað, voru strax settar í gang viðræður við Sjómannafélag Íslands um að verða deild innan þeirra vébanda. Þær viðræður gengu afar vel, enda er Sjómannafélagið með fraktmenn skipafélaganna. Einnig sóttust stofnendur félagsins eftir tengingu við ITF, eða International Transport Workers' Federation, sem eru alþjóðleg samtök sem sameina verkalýðsfélög starfsmanna í flutningageiranum, þar á meðal hafnarverkamenn, sjómenn, flugfélagastarfsmenn, járnbrautarstarfsmenn og fleiri. ITF vinnur að því að bæta réttindi og starfsskilyrði flutningaverkamanna um allan heim með því að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og hagsmunagæslu. Þrátt fyrir að félagið hafi orðið að deild innan Sjómannafélagsins í desember 2022, var baráttunni ekki lokið. Það þurfti að fara þrisvar sinnum fyrir félagsdóm. Hafnarverkamenn hafa lengi verið mikilvægur hluti af íslensku atvinnulífi, en starfsskilyrði þeirra hafa oft verið erfið og óstöðug. Á undanförnum árum hafa þeir staðið frammi fyrir auknum áskorunum, þar á meðal breytingum í skipulagi hafna, tækniframförum og aukinni samkeppni. Þessar breytingar hafa leitt til þess að hafnarverkamenn hafa þurft að berjast fyrir réttindum sínum og betri starfsskilyrðum. Félag Hafnarverkamanna setti sér skýr markmið og hlutverk við stofnunina:Bæta Starfsskilyrði: Félagið vinnur að því að bæta starfsskilyrði hafnarverkamanna, þar á meðal launakjör, vinnuumhverfi og öryggi.Fræðsla og Þjálfun: Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjálfun hafnarverkamanna til að tryggja að þeir séu vel undirbúnir fyrir breytingar í starfsemi hafna.Hagsmunagæsla: Félagið stendur vörð um réttindi hafnarverkamanna og tryggir að þeir fái sanngjörn kjör og meðferð. Stofnun Félags Hafnarverkamanna var sett upp sem sameining hafnarverkamanna um allt land, ekki bara í Reykjavík. Verkefni næstu ára er að kynna félagið og baráttuna fyrir öðrum starfsmönnum hafna um allt land. Félagið hefur fengið hvatningu frá hafnarverkamönnum um allt land og er mikill áhugi á að taka þátt í baráttunni. Launamál, aðstaða og öryggi hafa verið aðal málin hjá hafnarverkamönnum um allt land, enda er þetta hættuleg vinna sem felur í sér stór tæki sem flytja þunga gáma og hættulegan varning eins og sprengiefni og ætandi sýrur. Slys á svæðunum skipafélagana eru sem betur fer ekki mörg, en því miður hafa orðið alvarleg slys undanfarin tvö ár, sem ég mun ræða í næstu skoðanagrein. Stofnun Félags Hafnarverkamanna árið 2022 mun marka tímamót í baráttunni fyrir betri starfsskilyrðum og réttindum hafnarverkamanna á Íslandi. Með skýrum markmiðum og sterkri hagsmunagæslu mun félagið hafa veruleg áhrif á starfsskilyrði og framtíð hafnarverkamanna. Næstu skref fyrir félagið felast í því að halda áfram að vinna að betri starfsskilyrðum og tryggja að hafnarverkamenn fái sanngjörn kjör og meðferð. SAMAN ERUM VIÐ STERK OG SAMSTAÐA SKILAR ÁRANGRI Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun