Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 14:33 Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir allar framkvæmdir sem búa til aðgengi á jöklum þar sem það var ekki fyrir séu ólöglegar. Banaslys varð í íshellaferð Ice Pic Journeys á Breiðamerkurjökli í sumar. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. Þetta staðfestir Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mbl.is sagði fyrst frá kærunni og að Niflheimar fengju ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum í Breiðamerkurjökul. Öll leyfi til íshellaferða runnu út í september. Auk Niflheima fær Ice Pic Journeys leyfi sitt til íshellaferða ekki endurnýjað á meðan lögreglurannsókn á banaslysinu er enn í gangi, að sögn Ingibjargar. Ferðamaðurinn sem lést var í ferð á vegum Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann og konu hans sem var með barni. Konan slasaðist en komst lífs af. Ingibjörg segir þjóðgarðinn telja það að búa til nýjan íshelli eða ráðast í stórfelldar framkvæmdir á þeim varða við lög um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúrunverndarlög og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. „Allt sem snýr að því að búa til aðgengi sem er ekki til staðar fyrir, við teljum það óheimilt,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókninni á banaslysinu á Breiðamerkurjökli miði vel. Enginn sé með stöðu sakbornings í henni og hún beinist ekki að því að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Eftir eigi þó að fara yfir málið hjá ákærusviði lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið en Sveinn Kristjáns vonast til þess að það geti orðið fljótlega. Ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi Birgi Þór Júlíussyni, einum eigenda Niflheima, og Steinunni Hödd Harðardóttur, þjóðgarðsverði í Vatnajökulsþjóðgarði, bar ekki saman í frétt mbl um hvort að fyrirtækið hefði óskað eftir leyfi til þess að nota gasbrennara til þess að bæta aðgengi að svelgnum í jöklinum sem var markaðssettur sem íshellir. Birgir Þór sagðist hafa fengið munnlegt leyfi en Steinunn sagði vel geta verið að leyfi hefði verið veitt fyrir aðgengisvinnu en að hún myndi ekki eftir samskiptum um gasbrennara. Ingibjörg framkvæmdastjóri segir við Vísi að henni sé ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem kæran snýst um. Þjóðgarðurinn hafi ítrekað það við ferðaþjónustufyrirtækin að leyfi þurfi fyrir öllum framkvæmdum í jöklinum. „Okkar afstaða er alveg skýr með það. Ef að menn vilja fara í einhverja aðgengisvinnu sem snýr að því að höggva kannski einhver þrep eða eitthvað svoleiðis verða þeir að óska eftir því og bera það undir okkur. Við erum að búa til ferli fyrir það.“ Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Fleiri fréttir Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Sjá meira
Þetta staðfestir Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mbl.is sagði fyrst frá kærunni og að Niflheimar fengju ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum í Breiðamerkurjökul. Öll leyfi til íshellaferða runnu út í september. Auk Niflheima fær Ice Pic Journeys leyfi sitt til íshellaferða ekki endurnýjað á meðan lögreglurannsókn á banaslysinu er enn í gangi, að sögn Ingibjargar. Ferðamaðurinn sem lést var í ferð á vegum Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann og konu hans sem var með barni. Konan slasaðist en komst lífs af. Ingibjörg segir þjóðgarðinn telja það að búa til nýjan íshelli eða ráðast í stórfelldar framkvæmdir á þeim varða við lög um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúrunverndarlög og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. „Allt sem snýr að því að búa til aðgengi sem er ekki til staðar fyrir, við teljum það óheimilt,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókninni á banaslysinu á Breiðamerkurjökli miði vel. Enginn sé með stöðu sakbornings í henni og hún beinist ekki að því að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Eftir eigi þó að fara yfir málið hjá ákærusviði lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið en Sveinn Kristjáns vonast til þess að það geti orðið fljótlega. Ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi Birgi Þór Júlíussyni, einum eigenda Niflheima, og Steinunni Hödd Harðardóttur, þjóðgarðsverði í Vatnajökulsþjóðgarði, bar ekki saman í frétt mbl um hvort að fyrirtækið hefði óskað eftir leyfi til þess að nota gasbrennara til þess að bæta aðgengi að svelgnum í jöklinum sem var markaðssettur sem íshellir. Birgir Þór sagðist hafa fengið munnlegt leyfi en Steinunn sagði vel geta verið að leyfi hefði verið veitt fyrir aðgengisvinnu en að hún myndi ekki eftir samskiptum um gasbrennara. Ingibjörg framkvæmdastjóri segir við Vísi að henni sé ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem kæran snýst um. Þjóðgarðurinn hafi ítrekað það við ferðaþjónustufyrirtækin að leyfi þurfi fyrir öllum framkvæmdum í jöklinum. „Okkar afstaða er alveg skýr með það. Ef að menn vilja fara í einhverja aðgengisvinnu sem snýr að því að höggva kannski einhver þrep eða eitthvað svoleiðis verða þeir að óska eftir því og bera það undir okkur. Við erum að búa til ferli fyrir það.“
Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Fleiri fréttir Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Sjá meira
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50
Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31