Kæra ferðaþjónustufyrirtæki fyrir framkvæmdir í íshellum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2024 14:33 Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir allar framkvæmdir sem búa til aðgengi á jöklum þar sem það var ekki fyrir séu ólöglegar. Banaslys varð í íshellaferð Ice Pic Journeys á Breiðamerkurjökli í sumar. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Niflheima til lögreglu fyrir framkvæmdir í íshellum í garðinum. Fyrirtækið hélt meðal annars við svelg í Breiðamerkurjökli þar sem erlendur ferðamaður lést í sumar. Þetta staðfestir Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mbl.is sagði fyrst frá kærunni og að Niflheimar fengju ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum í Breiðamerkurjökul. Öll leyfi til íshellaferða runnu út í september. Auk Niflheima fær Ice Pic Journeys leyfi sitt til íshellaferða ekki endurnýjað á meðan lögreglurannsókn á banaslysinu er enn í gangi, að sögn Ingibjargar. Ferðamaðurinn sem lést var í ferð á vegum Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann og konu hans sem var með barni. Konan slasaðist en komst lífs af. Ingibjörg segir þjóðgarðinn telja það að búa til nýjan íshelli eða ráðast í stórfelldar framkvæmdir á þeim varða við lög um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúrunverndarlög og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. „Allt sem snýr að því að búa til aðgengi sem er ekki til staðar fyrir, við teljum það óheimilt,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókninni á banaslysinu á Breiðamerkurjökli miði vel. Enginn sé með stöðu sakbornings í henni og hún beinist ekki að því að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Eftir eigi þó að fara yfir málið hjá ákærusviði lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið en Sveinn Kristjáns vonast til þess að það geti orðið fljótlega. Ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi Birgi Þór Júlíussyni, einum eigenda Niflheima, og Steinunni Hödd Harðardóttur, þjóðgarðsverði í Vatnajökulsþjóðgarði, bar ekki saman í frétt mbl um hvort að fyrirtækið hefði óskað eftir leyfi til þess að nota gasbrennara til þess að bæta aðgengi að svelgnum í jöklinum sem var markaðssettur sem íshellir. Birgir Þór sagðist hafa fengið munnlegt leyfi en Steinunn sagði vel geta verið að leyfi hefði verið veitt fyrir aðgengisvinnu en að hún myndi ekki eftir samskiptum um gasbrennara. Ingibjörg framkvæmdastjóri segir við Vísi að henni sé ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem kæran snýst um. Þjóðgarðurinn hafi ítrekað það við ferðaþjónustufyrirtækin að leyfi þurfi fyrir öllum framkvæmdum í jöklinum. „Okkar afstaða er alveg skýr með það. Ef að menn vilja fara í einhverja aðgengisvinnu sem snýr að því að höggva kannski einhver þrep eða eitthvað svoleiðis verða þeir að óska eftir því og bera það undir okkur. Við erum að búa til ferli fyrir það.“ Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Þetta staðfestir Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mbl.is sagði fyrst frá kærunni og að Niflheimar fengju ekki endurnýjað leyfi fyrir íshellaferðum í Breiðamerkurjökul. Öll leyfi til íshellaferða runnu út í september. Auk Niflheima fær Ice Pic Journeys leyfi sitt til íshellaferða ekki endurnýjað á meðan lögreglurannsókn á banaslysinu er enn í gangi, að sögn Ingibjargar. Ferðamaðurinn sem lést var í ferð á vegum Ice Pic Journeys þegar ís hrundi ofan á hann og konu hans sem var með barni. Konan slasaðist en komst lífs af. Ingibjörg segir þjóðgarðinn telja það að búa til nýjan íshelli eða ráðast í stórfelldar framkvæmdir á þeim varða við lög um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúrunverndarlög og stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. „Allt sem snýr að því að búa til aðgengi sem er ekki til staðar fyrir, við teljum það óheimilt,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rannsókninni á banaslysinu á Breiðamerkurjökli miði vel. Enginn sé með stöðu sakbornings í henni og hún beinist ekki að því að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Eftir eigi þó að fara yfir málið hjá ákærusviði lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið en Sveinn Kristjáns vonast til þess að það geti orðið fljótlega. Ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi Birgi Þór Júlíussyni, einum eigenda Niflheima, og Steinunni Hödd Harðardóttur, þjóðgarðsverði í Vatnajökulsþjóðgarði, bar ekki saman í frétt mbl um hvort að fyrirtækið hefði óskað eftir leyfi til þess að nota gasbrennara til þess að bæta aðgengi að svelgnum í jöklinum sem var markaðssettur sem íshellir. Birgir Þór sagðist hafa fengið munnlegt leyfi en Steinunn sagði vel geta verið að leyfi hefði verið veitt fyrir aðgengisvinnu en að hún myndi ekki eftir samskiptum um gasbrennara. Ingibjörg framkvæmdastjóri segir við Vísi að henni sé ekki kunnugt um að Niflheimar hafi óskað eftir leyfi fyrir þeim framkvæmdum sem kæran snýst um. Þjóðgarðurinn hafi ítrekað það við ferðaþjónustufyrirtækin að leyfi þurfi fyrir öllum framkvæmdum í jöklinum. „Okkar afstaða er alveg skýr með það. Ef að menn vilja fara í einhverja aðgengisvinnu sem snýr að því að höggva kannski einhver þrep eða eitthvað svoleiðis verða þeir að óska eftir því og bera það undir okkur. Við erum að búa til ferli fyrir það.“
Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. 25. september 2024 19:50
Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31