„Þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. október 2024 18:16 Ólafur Ingi Skúlason á hliðarlínunni í leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta karla, var vitanlega vonsvikinn eftir 2-0 tap liðsins gegn Litáen í undankeppni EM 2025 á Víkingsvelli í dag. Úrslitin þýða að íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppnina. „Þetta eru mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við klárlega vera sterkari aðilinn í þesssum leik. Þess vegna eru úrslitin mjög svekkjandi. Við vorum ekki alveg nógu sterkir inni á síðasta þriðjung vallarins og þeir fá tvö móment sem þeir ná að nýta," sagði Ólafur Ingi að leik loknum. „Þeir eru að ég held með þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn. Við gerðum okkar seka um mistök í varnarleiknum og fengum svo sannarlega að gjalda fyrir það. Mér fannst við samt sem áður svara ágætlega eftir að við lentum undir en við náðum bara ekki að nýta þær stöður og færi sem við vorum að skapa," sagði Ólafur Ingi enn fremur. „Við töpuðum aldrei trúnni á að geta komið til baka og ég er stoltur af strákunum fyrir það. Við reyndum og reyndum að ná inn marki en það bara gekk ekki því miður. Því fór sem fór. Þeir náðu tveimur skyndisóknum í fyrri hálfleik en við löguðum stöðuna á okkur þegar við misstum boltann í þeim seinni," sagði þjálfarinn um lærisveina sína. „Það er klárt mál að við ætluðum okkur að búa til úrslitleik við Dani og setja þá undir pressu á þeirra heimavelli. Nú er bara ljóst að það verður ekki. Það er samt alltaf eitthvað undir þegar þú spilar landsleik. Það eru nokkrir leikmenn að leika sinn síðasta U-21 landsleik og ég er viss um að þeir leikmenn, sem og bara allt liðið, vill klára þessa vegferð með sóma," sagði Ólafur Ingi um framhaldið. Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira
„Þetta eru mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að mér fannst við klárlega vera sterkari aðilinn í þesssum leik. Þess vegna eru úrslitin mjög svekkjandi. Við vorum ekki alveg nógu sterkir inni á síðasta þriðjung vallarins og þeir fá tvö móment sem þeir ná að nýta," sagði Ólafur Ingi að leik loknum. „Þeir eru að ég held með þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn. Við gerðum okkar seka um mistök í varnarleiknum og fengum svo sannarlega að gjalda fyrir það. Mér fannst við samt sem áður svara ágætlega eftir að við lentum undir en við náðum bara ekki að nýta þær stöður og færi sem við vorum að skapa," sagði Ólafur Ingi enn fremur. „Við töpuðum aldrei trúnni á að geta komið til baka og ég er stoltur af strákunum fyrir það. Við reyndum og reyndum að ná inn marki en það bara gekk ekki því miður. Því fór sem fór. Þeir náðu tveimur skyndisóknum í fyrri hálfleik en við löguðum stöðuna á okkur þegar við misstum boltann í þeim seinni," sagði þjálfarinn um lærisveina sína. „Það er klárt mál að við ætluðum okkur að búa til úrslitleik við Dani og setja þá undir pressu á þeirra heimavelli. Nú er bara ljóst að það verður ekki. Það er samt alltaf eitthvað undir þegar þú spilar landsleik. Það eru nokkrir leikmenn að leika sinn síðasta U-21 landsleik og ég er viss um að þeir leikmenn, sem og bara allt liðið, vill klára þessa vegferð með sóma," sagði Ólafur Ingi um framhaldið.
Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sjá meira