Innlent

Ríkis­stjórn í vanda stödd

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Fréttatíminn hefst á slaginu 12.
Fréttatíminn hefst á slaginu 12.

Formaður Framsóknar telur óheppilegt að félagsmálaráðherra hafi haft samband við ríkislögreglustjóra að næturlagi, svo fresta mætti brottvísun fatlaðs drengs frá Palestínu. Formaður Vinstri grænna stendur hins vegar með samflokksmanni sínum og segir hann hafa gert það rétta í stöðunni. Hún viðurkennir þó að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Rætt verður við ráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Viðskiptasendinefndin sem fylgdi Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í fyrstu opinberu heimsókn hennar til Danmerkur er líklega sú stærsta frá upphafi að sögn forstöðumanns hjá Íslandsstofu. Farið verður yfir málið í hádegisfréttum.

Þá verður rætt við öryggissérfræðing hjá Ferðamálastofu sem segir fjölda banaslysa á liðnum mánuðum sýna fram á að huga þurfi betur að upplýsingagjöf auk þess sem við heyrum í oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem furðar sig á framgöngu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi virkjanaleyfi fyrir vindorkuver.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 11. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×