„Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2024 14:02 Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi Vísir/Getty Jón Daði Böðvarsson var ekki spenntur fyrir því að spila í Bestu deildinni þegar samningur hans við Bolton Wanderers rann út í sumar en útilokar þó ekki að gera það næsta sumar. Hann er með hugann við að finna lið í janúar. Jón Daði hefur verið án liðs síðan samningur hans við Bolton á Englandi rann út í lok júní. Samningamál hans eru í lausu lofti eins og sakir standa. „Staðan er sú að ég er samningslaus og hef verið að halda mér í standi. Þetta er smá spurningamerki eins og er. Ég veit ekki alveg hvað er fram undan,“ segir Jón Daði í samtali við Jóhann Skúla Jónsson í hlaðvarpinu Draumaliðið. Hann leitist eftir því að finna sér nýtt lið þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. „Ég fókusa bara á janúar, það er það eina sem er í boði. Ég get í rauninni samið hvar sem er vegna þess að ég er án liðs. Það er miklu erfiðara þegar glugginn er lokaður af því að flestöll lið eru ekki að leita sér að styrkingu,“ segir Jón Daði. Með slökkt á símanum Jón Daði var orðaður við lið hér á landi í sumar og æfði meðal annars með KR. Hann segist ekki hafa verið spenntur fyrir hugmyndinni að spila heima þá en fjölskyldunnar vegna sé styttra en lengra í að hann flytji alfarið heim. „Ég loka aldrei neinum dyrum. Til að byrja með var ég ekki mjög hrifinn af því vegna þess að maður vill halda sér úti sem lengst. Ísland kallar alltaf til manns, líka bara út af fjölskyldunni og aðallega börnunum mínum,“ Draumaliðið · Jón Daði Böðvarsson „Stelpan mín fer bráðum að verða sex ára og ég vil fyrr en síðar að hún byrji fyrr en síðar á Íslandi í skóla. Ég loka ekki neinum dyrum,“ segir Jón Daði. Hann hafi þá haft gott af því að taka sér smá pásu í sumar. „Maður er líka hálfpartinn búinn að vera með slökkt á símanum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hef verið svolítið leiðinlegur að svara ekki. Ég held það sé í lagi að viðurkenna það að maður var orðinn svolítið andlega lúinn,“ segir Jón Daði. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Jón Daði hefur verið án liðs síðan samningur hans við Bolton á Englandi rann út í lok júní. Samningamál hans eru í lausu lofti eins og sakir standa. „Staðan er sú að ég er samningslaus og hef verið að halda mér í standi. Þetta er smá spurningamerki eins og er. Ég veit ekki alveg hvað er fram undan,“ segir Jón Daði í samtali við Jóhann Skúla Jónsson í hlaðvarpinu Draumaliðið. Hann leitist eftir því að finna sér nýtt lið þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. „Ég fókusa bara á janúar, það er það eina sem er í boði. Ég get í rauninni samið hvar sem er vegna þess að ég er án liðs. Það er miklu erfiðara þegar glugginn er lokaður af því að flestöll lið eru ekki að leita sér að styrkingu,“ segir Jón Daði. Með slökkt á símanum Jón Daði var orðaður við lið hér á landi í sumar og æfði meðal annars með KR. Hann segist ekki hafa verið spenntur fyrir hugmyndinni að spila heima þá en fjölskyldunnar vegna sé styttra en lengra í að hann flytji alfarið heim. „Ég loka aldrei neinum dyrum. Til að byrja með var ég ekki mjög hrifinn af því vegna þess að maður vill halda sér úti sem lengst. Ísland kallar alltaf til manns, líka bara út af fjölskyldunni og aðallega börnunum mínum,“ Draumaliðið · Jón Daði Böðvarsson „Stelpan mín fer bráðum að verða sex ára og ég vil fyrr en síðar að hún byrji fyrr en síðar á Íslandi í skóla. Ég loka ekki neinum dyrum,“ segir Jón Daði. Hann hafi þá haft gott af því að taka sér smá pásu í sumar. „Maður er líka hálfpartinn búinn að vera með slökkt á símanum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég hef verið svolítið leiðinlegur að svara ekki. Ég held það sé í lagi að viðurkenna það að maður var orðinn svolítið andlega lúinn,“ segir Jón Daði.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira