Innlent

Mikil leynd yfir skyndi­legum þing­flokks­fundi Sjálf­stæðis­flokks

Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa
Óli Björn Kárason á leið til fundar fyrir skömmu.
Óli Björn Kárason á leið til fundar fyrir skömmu. Vísir/Vilhelm

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan og við verðum í beinni við Valhöll.

Þetta herma heimildir Vísis en mbl.is greindi fyrst frá fundinum, sem hófst klukkan 15:30. Erfiðlega hefur gengið að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa svarað kváðust ekkert kannast við fundinn.

Í spilaranum hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Valhöll:

Reikna má með því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni ræða ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í vikunni að hann teldi að framganga Vinstri grænna væri með þeim hætti að útilokað væri að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn

Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að ýta á F5:




Fleiri fréttir

Sjá meira
×