Að draga línu í sjóinn – segjum nei við sjókvíaeldi Gísli Rafn Ólafsson og Halldóra Mogensen skrifa 12. október 2024 06:31 Í fjögur ár hefur verið ljóst að meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er andvígur sjókvíaeldi í firðinum. Árið 2023 mældist sú andstaða 75 prósent í skoðanakönnun Múlaþings. Þessi andstaða hefur verið virt að vettugi, að mati Seyðfirðinga. Í dag, 12. október kl 18 verður því haldinn, samstöðufundur á Seyðisfirði gegn sjókvíaeldi. Meirihluti Seyðfirðinga vill „draga línu í sjóinn“ og lýsa yfir vernd fjarðarins. Píratar styðja Seyðfirðinga og mæta á samstöðufundinn því við teljum nauðsynlegt að leyfa náttúrunni að njóta vafans. Sá skaði sem nú þegar er orðinn af völdum eldis í opnum kvíum er óafturkræfur og gæti orðið mun meiri. Því er nauðsynlegt að taka afstöðu og styðja við náttúru og vistkerfi Íslands og íbúa landsins sem berjast gegn sjókvíaeldi. Meirihluti landsmanna andvígur sjókvíaeldi Sjókvíaeldi hefur verið gríðarlega umdeilt hér á landi síðustu ár og ekki er að undra. Afleiðingar sjókvíaeldis eru feikimiklar og þekktar og nú þegar hefur orðið mikill og óafturkræfur skaði á náttúru Íslands þar sem erfðablandaður lax hefur fundist víða. Með öllu er óvíst hver langtímaáhrif á vistkerfi landsins verða. Meirihluti landsmanna er andvígur sjókvíaeldi og hefur hlutfall þeirra sem eru á móti slíku eldi aukist mikið frá árinu 2021. Í könnun á vegum Gallup síðla árs 2023 kom í ljós að 75,8 prósent landsmanna töldu að villtir laxastofnar væru í töluverðri eða afar mikilli hættu vegna fiskeldis í opnum sjókvíum og 57,5 prósent töldu að fiskeldi í opnum sjókvíum ætti að vera bannað. Augljós umhverfisáhrif Það þarf ekki að deila um áhrif sjókvíaeldis á umhverfið, þau liggja fyrir. Erfðablandaður lax hefur fundist víða, til að mynda í Blönduá, Laxá í Aðaldal, Hofsá í Vopnafirði og víðs vegar um Vestfirði og Norðvesturland. Upprunagreining Matvælastofnunar hefur leitt í ljós að eldislaxinn er frá Arctic Sea Farm í Patreksfirði en þar sluppu dýr út um göt á netapokum sjókvía. Hafrannsóknastofnun tók sýni úr erfðaefni laxfiska í 89 ám hringinn í kringum landið á árunum 2014 til 2019 þegar eldið nam 6.900 tonnum. Sýnin bentu til þess að blöndun hefði orðið þá þegar. Þegar eldislax sleppur er nánast ógerningur að ná honum áður en hann gengur í ár og blandast villtum stofni. Norskir kafarar eltu uppi eldislax víða um land sumarið 2023 eftir að allt að 3.500 dýr sluppu úr kvíum Arctic Sea Farm í Patreksfirði. Sem dæmi um útbreiðslu eldislax má nefna Hrútafjarðará. Þar veiddu norskir kafarar 31 lax og er það um fimmtungur af fjölda villtra laxa sem veiddust í ánni það sumar. Ljóst er að ekki var unnt að kemba allar ár eða ná öllum dýrum sem sluppu. En umhverfisáhrifin af sjókvíaeldi eru mun víðtækari en einungis erfðablöndun. Þar má nefna úrgang á borð við míkróplast úr fóðurröri – leifar sem verða eftir í sjónum og menga mikið. Einnig er vert að benda á að lyfið sem notað er til að drepa laxalúsina hefur mikil og víðtæk áhrif á vistkerfið, til dæmis á aðra hryggleysingja, krabbadýr og rækju. Lyfið á einungis að nota sem neyðarúrræði en þrátt fyrir að eitrið skuli bara nota í neyð þá hefur það verið notað víða. Dýravelferð skiptir einnig máli Fleiri þættir spila inn í, til að mynda áhrif á laxinn sjálfan. Laxalús í eldislaxi veldur miklum skaða og étur hann lifandi, í orðsins fyllstu merkingu, og getur valdið miklum þjáningum og dauða. Ekki er hægt að koma alfarið í veg fyrir lús í sjókvíum. Sú meðferð sem beitt er við aflúsun er ekki leyfð á neinum öðrum dýrum á Íslandi. Sjúkdómurinn blóðþorri greindist í fyrsta skipti á Austfjörðum árið 2021 og hefur vírusinn sem veldur sjúkdómi þessum því borist til Íslands. Slíkir vírusar og laxalús berast með affalli út í hafið og í aðrar tegundir, villta laxastofninn, sjóbirting og sjóbleikju. Til að sporna við lús þarf lax að undirgangast harkalega meðhöndlun. Mikil notkun lyfja í fiskeldi getur einnig leitt til ónæmis sníkjudýranna. Óvíst er hvaða áhrif mikil lyfjanotkun hefur á gæði þeirrar afurðar sem eldið skilar á matardiskinn. Þá má einnig nefna að eldislaxar vaxa mun hraðar en eðlilegt er í náttúrunni með þeim afleiðingum að hjarta þeirra er töluvert stærra en í villtum laxi. Getur það leitt til ýmissa kvilla og jafnvel til þess að hjartað springi. Mikilvægt er að líta til þessara þátta þegar rætt er um sjókvíaeldi með dýravelferð í huga. Atvinnulíf þarf að vera fjölbreytt Í umræðunni hefur því verið haldið á lofti að sjókvíaeldi sé nauðsynlegt fyrir byggðaþróun og atvinnuöryggi þeirra svæða þar sem eldið er stundað. Það má hins vegar ekki gleyma því að neikvæðar afleiðingar sjókvíaeldis á byggðaþróun gætu orðið margfaldar í samanburði við jákvæðar afleiðingar þegar villtir laxastofnar hnigna óumflýjanlega og deyja síðan út. Það hefði fyrirsjáanlegar afleiðingar á þær tekjur og atvinnu sem lax- og silungsveiði skilar af sér, sem og til afleiddra greina, svo sem veitingageirans og ferðaþjónustu. Tekjur af stangveiði á Vesturlandi eru nú 69 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Því er ekki hægt að horfa á tölur tengdar auknum íbúafjölda vegna fiskeldis í opnum sjókvíum í tómarúmi, heldur hver heildaráhrifin verða á samfélagið allt og umhverfið til lengri tíma. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin tryggi atvinnuöryggi með margskonar hætti á svæðum sem eiga undir högg að sækja á landsbyggðinni og að lögð verði sérstök áhersla á að efla græna atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og aðrar lausnir til frambúðar. Við í Pírötum viljum að byggðir landsins blómstri og að það þyki eftirsóknarvert að búa úti á landi. Til þess þarf pólitískan vilja – og aðgerðir. Höfundar eru þingmenn Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Gísli Rafn Ólafsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Píratar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjögur ár hefur verið ljóst að meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er andvígur sjókvíaeldi í firðinum. Árið 2023 mældist sú andstaða 75 prósent í skoðanakönnun Múlaþings. Þessi andstaða hefur verið virt að vettugi, að mati Seyðfirðinga. Í dag, 12. október kl 18 verður því haldinn, samstöðufundur á Seyðisfirði gegn sjókvíaeldi. Meirihluti Seyðfirðinga vill „draga línu í sjóinn“ og lýsa yfir vernd fjarðarins. Píratar styðja Seyðfirðinga og mæta á samstöðufundinn því við teljum nauðsynlegt að leyfa náttúrunni að njóta vafans. Sá skaði sem nú þegar er orðinn af völdum eldis í opnum kvíum er óafturkræfur og gæti orðið mun meiri. Því er nauðsynlegt að taka afstöðu og styðja við náttúru og vistkerfi Íslands og íbúa landsins sem berjast gegn sjókvíaeldi. Meirihluti landsmanna andvígur sjókvíaeldi Sjókvíaeldi hefur verið gríðarlega umdeilt hér á landi síðustu ár og ekki er að undra. Afleiðingar sjókvíaeldis eru feikimiklar og þekktar og nú þegar hefur orðið mikill og óafturkræfur skaði á náttúru Íslands þar sem erfðablandaður lax hefur fundist víða. Með öllu er óvíst hver langtímaáhrif á vistkerfi landsins verða. Meirihluti landsmanna er andvígur sjókvíaeldi og hefur hlutfall þeirra sem eru á móti slíku eldi aukist mikið frá árinu 2021. Í könnun á vegum Gallup síðla árs 2023 kom í ljós að 75,8 prósent landsmanna töldu að villtir laxastofnar væru í töluverðri eða afar mikilli hættu vegna fiskeldis í opnum sjókvíum og 57,5 prósent töldu að fiskeldi í opnum sjókvíum ætti að vera bannað. Augljós umhverfisáhrif Það þarf ekki að deila um áhrif sjókvíaeldis á umhverfið, þau liggja fyrir. Erfðablandaður lax hefur fundist víða, til að mynda í Blönduá, Laxá í Aðaldal, Hofsá í Vopnafirði og víðs vegar um Vestfirði og Norðvesturland. Upprunagreining Matvælastofnunar hefur leitt í ljós að eldislaxinn er frá Arctic Sea Farm í Patreksfirði en þar sluppu dýr út um göt á netapokum sjókvía. Hafrannsóknastofnun tók sýni úr erfðaefni laxfiska í 89 ám hringinn í kringum landið á árunum 2014 til 2019 þegar eldið nam 6.900 tonnum. Sýnin bentu til þess að blöndun hefði orðið þá þegar. Þegar eldislax sleppur er nánast ógerningur að ná honum áður en hann gengur í ár og blandast villtum stofni. Norskir kafarar eltu uppi eldislax víða um land sumarið 2023 eftir að allt að 3.500 dýr sluppu úr kvíum Arctic Sea Farm í Patreksfirði. Sem dæmi um útbreiðslu eldislax má nefna Hrútafjarðará. Þar veiddu norskir kafarar 31 lax og er það um fimmtungur af fjölda villtra laxa sem veiddust í ánni það sumar. Ljóst er að ekki var unnt að kemba allar ár eða ná öllum dýrum sem sluppu. En umhverfisáhrifin af sjókvíaeldi eru mun víðtækari en einungis erfðablöndun. Þar má nefna úrgang á borð við míkróplast úr fóðurröri – leifar sem verða eftir í sjónum og menga mikið. Einnig er vert að benda á að lyfið sem notað er til að drepa laxalúsina hefur mikil og víðtæk áhrif á vistkerfið, til dæmis á aðra hryggleysingja, krabbadýr og rækju. Lyfið á einungis að nota sem neyðarúrræði en þrátt fyrir að eitrið skuli bara nota í neyð þá hefur það verið notað víða. Dýravelferð skiptir einnig máli Fleiri þættir spila inn í, til að mynda áhrif á laxinn sjálfan. Laxalús í eldislaxi veldur miklum skaða og étur hann lifandi, í orðsins fyllstu merkingu, og getur valdið miklum þjáningum og dauða. Ekki er hægt að koma alfarið í veg fyrir lús í sjókvíum. Sú meðferð sem beitt er við aflúsun er ekki leyfð á neinum öðrum dýrum á Íslandi. Sjúkdómurinn blóðþorri greindist í fyrsta skipti á Austfjörðum árið 2021 og hefur vírusinn sem veldur sjúkdómi þessum því borist til Íslands. Slíkir vírusar og laxalús berast með affalli út í hafið og í aðrar tegundir, villta laxastofninn, sjóbirting og sjóbleikju. Til að sporna við lús þarf lax að undirgangast harkalega meðhöndlun. Mikil notkun lyfja í fiskeldi getur einnig leitt til ónæmis sníkjudýranna. Óvíst er hvaða áhrif mikil lyfjanotkun hefur á gæði þeirrar afurðar sem eldið skilar á matardiskinn. Þá má einnig nefna að eldislaxar vaxa mun hraðar en eðlilegt er í náttúrunni með þeim afleiðingum að hjarta þeirra er töluvert stærra en í villtum laxi. Getur það leitt til ýmissa kvilla og jafnvel til þess að hjartað springi. Mikilvægt er að líta til þessara þátta þegar rætt er um sjókvíaeldi með dýravelferð í huga. Atvinnulíf þarf að vera fjölbreytt Í umræðunni hefur því verið haldið á lofti að sjókvíaeldi sé nauðsynlegt fyrir byggðaþróun og atvinnuöryggi þeirra svæða þar sem eldið er stundað. Það má hins vegar ekki gleyma því að neikvæðar afleiðingar sjókvíaeldis á byggðaþróun gætu orðið margfaldar í samanburði við jákvæðar afleiðingar þegar villtir laxastofnar hnigna óumflýjanlega og deyja síðan út. Það hefði fyrirsjáanlegar afleiðingar á þær tekjur og atvinnu sem lax- og silungsveiði skilar af sér, sem og til afleiddra greina, svo sem veitingageirans og ferðaþjónustu. Tekjur af stangveiði á Vesturlandi eru nú 69 prósent af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði. Því er ekki hægt að horfa á tölur tengdar auknum íbúafjölda vegna fiskeldis í opnum sjókvíum í tómarúmi, heldur hver heildaráhrifin verða á samfélagið allt og umhverfið til lengri tíma. Nauðsynlegt er að ríkisstjórnin tryggi atvinnuöryggi með margskonar hætti á svæðum sem eiga undir högg að sækja á landsbyggðinni og að lögð verði sérstök áhersla á að efla græna atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og aðrar lausnir til frambúðar. Við í Pírötum viljum að byggðir landsins blómstri og að það þyki eftirsóknarvert að búa úti á landi. Til þess þarf pólitískan vilja – og aðgerðir. Höfundar eru þingmenn Pírata.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar