Segir aðför Eflingar með ólíkindum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2024 12:22 Frá mótmælum Eflingar í september. Elvar harðneitar fyrir að vera launaþjófur. Vísir/Vilhelm Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. Greint var frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið, Ítalgest ehf., hafði verið starfrækt frá árinu 1992. Í mars á þessu ári keypti veitingamaðurinn Elvar Ingimarsson staðinn og flutti hann af Laugavegi og yfir á Frakkastíg. Í september boðuðu svo Eflingarmenn til mótmæla við staðinn vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Sökuðu Eflingarliðar hann um launaþjófnað og kjarasamningsbrot. Stéttarfélagið lagði svo sendiferðabíl fyrir utan staðinn sem var merktur með skilaboðum um að fólk ætti ekki að borða á staðnum. Elvar hefur viðurkennt að hann hafi glímt við smávægilega erfiðleika við launagreiðslur og að hann hafi verið að semja við lífeyrissjóði um greiðslur þangað þegar aðgerðir Eflingar hófust. Aðgerðirnar hafi hins vegar verið langt frá því að vera réttmætar. „Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ segir Elvar. Staðurinn hefur lokað og starfsfólk þess misst vinnuna. Hins vegar hafi aðgerðirnar skaðað Eflingu mest. „Þetta er ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins. Trúverðugleiki Eflingar hlítur að fara út um gluggann með þessa konu í brúnni. Það er ekki hægt að tjónka við henni,“ segir Elvar og meinar þá Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er formaður Eflingar. Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02 Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Greint var frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið, Ítalgest ehf., hafði verið starfrækt frá árinu 1992. Í mars á þessu ári keypti veitingamaðurinn Elvar Ingimarsson staðinn og flutti hann af Laugavegi og yfir á Frakkastíg. Í september boðuðu svo Eflingarmenn til mótmæla við staðinn vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Sökuðu Eflingarliðar hann um launaþjófnað og kjarasamningsbrot. Stéttarfélagið lagði svo sendiferðabíl fyrir utan staðinn sem var merktur með skilaboðum um að fólk ætti ekki að borða á staðnum. Elvar hefur viðurkennt að hann hafi glímt við smávægilega erfiðleika við launagreiðslur og að hann hafi verið að semja við lífeyrissjóði um greiðslur þangað þegar aðgerðir Eflingar hófust. Aðgerðirnar hafi hins vegar verið langt frá því að vera réttmætar. „Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ segir Elvar. Staðurinn hefur lokað og starfsfólk þess misst vinnuna. Hins vegar hafi aðgerðirnar skaðað Eflingu mest. „Þetta er ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins. Trúverðugleiki Eflingar hlítur að fara út um gluggann með þessa konu í brúnni. Það er ekki hægt að tjónka við henni,“ segir Elvar og meinar þá Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er formaður Eflingar.
Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02 Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02
Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20