Íslenskt verðlaunalið selur klósettpappír upp í ferð á stórmót Aron Guðmundsson skrifar 13. október 2024 09:02 Andrea Sif Pétursdóttir er landsliðsfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum og er með mikla stórmótareynslu. Vísir/Einar Landsliðsfólk okkar í hópfimleikum hefur þurft að fjármagna þátttöku sína á stórmótum með sölu á klósettpappír, lakkrís og túlípönum svo eitthvað sé nefnt. „Auka álag sem maður á ekki að þurfa að pæla í,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, landsliðsfyrirliði. Fimleikasamband Íslands sendir fimm landslið til leiks á komandi Evrópumót í hópfimleikum í Bakú sem hefst í næstu viku. Fulltrúar Íslands héldu af landi brott til Aserbaísjan í nótt. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er eitt þeirra liða sem keppir í Bakú en liðið hefur átt frábæru gengi að fagna undanfarin ár. Til að mynda vann það til gullverðlauna á Evrópumótinu árið 2021 og nældi í silfurverðlaun árið 2022. Í raun ætti að vera óhætt að segja að liðið sé eitt þeirra landsliða frá Íslandi sem oftast hefur átt sæti á verðlaunapalli á stórmótum undanfarin ár. Það kunna því margir að reka upp stór augu þegar að þeir frétta af því að landsliðsfólk Íslands þarf að borga með sér fyrir þátttöku á stórmótum. Kemur þetta meðal annars til af lægri styrks til Fimleikasambands Íslands úr afrekssjóði ÍSÍ milli ára sem og hækkun kostnaðar fyrir sambandið. „Sú stefna var sett fyrir einhverju síðan að við, sem myndum landsliðið í fullorðins flokki, ættum ekki að þurfa borga með okkur í landsliðsverkefni,“ segir Andrea í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En af því að við fengum ekki jafnmikið úr afrekssjóði ÍSÍ erum við að borga einhvern hluta af ferðinni sjálf. Það hefur alltaf verið þannig. Mér finnst það frábær stefna hjá Fimleikasambandi Íslands að þú séu að reyna koma til móts við okkur en svo þegar að sambandið fer ekki þá fjármuni sem það hafði reiknað með þá breytist það náttúrulega.“ Þá sé lítið annað hægt að gera en að fara í fjáröflun. „Selja klósettpappír, lakkrís eða túlípana. Við höfum gert það. Labbað á milli húsa. Af því að það eiga ekkert allir efni á því að taka þetta upp úr eigin vasa.“ Er þetta stór upphæð sem hver og einn þarf að safna? „Já. Sérstaklega í unglingaflokkunum. Svo erum við með nokkra tvíbura sem eru að fara á þessi mót. Fyrir þær fjölskyldur er þetta rosa mikill pakki. Fullorðins liðin eru að borga eitthvað undir hundrað þúsund kall á mann. Unglingaliðin nokkur hundruð þúsund á mann.“ Og stendur landsliðsfólk okkar í hópfimleikum ekki eitt í þessu stappi en áður hefur verið sagt frá landsliðsfólki sem þarf að borga með sér í landsliðsferðum í bæði handbolta og körfubolta og án efa er hægt að taka dæmi úr fleiri íþróttagreinum. Á sama tíma hefur forysta ÍSÍ á sama tíma kallað eftir hærra framlagi frá ríkinu til afrekssjóðs. Þetta getur ekki átt að vera svona? „Nei. Það fylgir þessu smá auka stress. Auka álag sem maður á ekki alveg að vera pæla í. Við erum ekki að fá borgað á neinn hátt fyrir að æfa íþróttina eða að keppa. Svo þurfum við aukalega að borga fyrir þetta. Það er smá súrt.“ EM í hópfimleikum Fimleikar ÍSÍ Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira
Fimleikasamband Íslands sendir fimm landslið til leiks á komandi Evrópumót í hópfimleikum í Bakú sem hefst í næstu viku. Fulltrúar Íslands héldu af landi brott til Aserbaísjan í nótt. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er eitt þeirra liða sem keppir í Bakú en liðið hefur átt frábæru gengi að fagna undanfarin ár. Til að mynda vann það til gullverðlauna á Evrópumótinu árið 2021 og nældi í silfurverðlaun árið 2022. Í raun ætti að vera óhætt að segja að liðið sé eitt þeirra landsliða frá Íslandi sem oftast hefur átt sæti á verðlaunapalli á stórmótum undanfarin ár. Það kunna því margir að reka upp stór augu þegar að þeir frétta af því að landsliðsfólk Íslands þarf að borga með sér fyrir þátttöku á stórmótum. Kemur þetta meðal annars til af lægri styrks til Fimleikasambands Íslands úr afrekssjóði ÍSÍ milli ára sem og hækkun kostnaðar fyrir sambandið. „Sú stefna var sett fyrir einhverju síðan að við, sem myndum landsliðið í fullorðins flokki, ættum ekki að þurfa borga með okkur í landsliðsverkefni,“ segir Andrea í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En af því að við fengum ekki jafnmikið úr afrekssjóði ÍSÍ erum við að borga einhvern hluta af ferðinni sjálf. Það hefur alltaf verið þannig. Mér finnst það frábær stefna hjá Fimleikasambandi Íslands að þú séu að reyna koma til móts við okkur en svo þegar að sambandið fer ekki þá fjármuni sem það hafði reiknað með þá breytist það náttúrulega.“ Þá sé lítið annað hægt að gera en að fara í fjáröflun. „Selja klósettpappír, lakkrís eða túlípana. Við höfum gert það. Labbað á milli húsa. Af því að það eiga ekkert allir efni á því að taka þetta upp úr eigin vasa.“ Er þetta stór upphæð sem hver og einn þarf að safna? „Já. Sérstaklega í unglingaflokkunum. Svo erum við með nokkra tvíbura sem eru að fara á þessi mót. Fyrir þær fjölskyldur er þetta rosa mikill pakki. Fullorðins liðin eru að borga eitthvað undir hundrað þúsund kall á mann. Unglingaliðin nokkur hundruð þúsund á mann.“ Og stendur landsliðsfólk okkar í hópfimleikum ekki eitt í þessu stappi en áður hefur verið sagt frá landsliðsfólki sem þarf að borga með sér í landsliðsferðum í bæði handbolta og körfubolta og án efa er hægt að taka dæmi úr fleiri íþróttagreinum. Á sama tíma hefur forysta ÍSÍ á sama tíma kallað eftir hærra framlagi frá ríkinu til afrekssjóðs. Þetta getur ekki átt að vera svona? „Nei. Það fylgir þessu smá auka stress. Auka álag sem maður á ekki alveg að vera pæla í. Við erum ekki að fá borgað á neinn hátt fyrir að æfa íþróttina eða að keppa. Svo þurfum við aukalega að borga fyrir þetta. Það er smá súrt.“
EM í hópfimleikum Fimleikar ÍSÍ Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Sjá meira