Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 20:32 Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag færslu á Facebook þar sem hún tjáði sig um mál Yazan Tamimi og að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við málið. Hún eyddi færslunni nokkrum klukkutímum eftir birtingu þegar hún vakti hörð viðbrögð í athugasemdakerfinu. Í færslunni gagnrýndi Dagbjört það að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra þann 16. september í því skyni að afla upplýsinga um nóttina sem senda átti Yazan og fjölskyldu hans úr landi. Guðmundur sagði fyrr í dag að hann hafi ekki farið fram á að ríkislögreglustjóri stöðvaði brottflutninginn og að ekkert óeðlilegt hafi verið við símtalið. Líkir málinu við Lekamálið og Íslandsbankasöluna Í færslunni spurði Dagbjört hvort að við sem samfélag vildum setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. „Við verðum að geta sett þetta mál í samhengi við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið eða bara Íslandsbankasöluna, sem voru mál sem öll áttu það sameiginlegt að ráðherrar höfðu óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni,“ sagði í færslunni. Sakar ráðherra um dyggðaskreytingu Dagbjört ítrekaði þá að það væri mennska fólgin í því að treysta stjórnvöldum fyrir því að allir séu jafnir fyrir lögum. Hún tók fram að þegar ákvarðanir væru teknar um rétt fólks út frá lögum landsins ætti persónulegur vilji ekki að hafa þýðingu. „Við eigum ekki að sætta okkur við svona dyggðaskreytingu af hálfu ráðherra, og hún er í raun algerlega óboðleg. Við tökum ekki stjórnsýslulögin úr sambandi þegar það hentar okkur. Ég vona að umboðsmaður Alþingis taki málið til frumkvæðisathugunar og að samskipti ráðherra við ríkislögreglustjóra þessa nótt verði öllum ljós. Svona stjórnleysi má aldrei endurtaka sig,“ sagði í færslunni. Færslan gagnrýnd og „ömurleg stefna“ Segja má að færslan hafi fallið í grýttan jarðveg en þegar að þrjár klukkustundir voru liðnar frá því að færslan var birt höfðu nítján manns brugðist við henni og margar athugasemdir verið birtar við færsluna þar sem þingkonan var gagnrýnd fyrir málflutning sinn. „Ömurleg stefna sem „jafnaðarflokkurinn“ er að stefna, mennskan er öll farin svo lengi sem þau fá sæti í ríkisstjórn,“ skrifaði einn Facebook-notandi við færsluna. Aðrir veltu því upp hvort að Guðmundur ætti ekki að hafa heimild til að skipta sér af málinu þar sem málaflokkur fatlaðs fólks fellur undir hans ráðuneyti. „Ef þið viljið berja ykkur á brjóst og tala um óeðlileg afskipti af stjórnsýslu legg ég til að þið skoðið undanfara þess að barnið var sótt inn á spítala. Það átti að gera fordæmi úr honum, svona: Hér er engin miskunn sýnd,“ sagði Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur í athugasemd og tók fram að öll atburðarásin sem átti sér stað þegar það átti að flytja Yazan úr landi hafi verið gagnrýnisverð. „Talar eins og sjálfhverfur popúlisti“ „Orðræðan sem þú beitir sýnir að hvorki þú né nokkur annar á Alþingi ætlið að taka á þeirri staðreynd að Guðrún Hafsteins beitir regluverkinu þannig að það stangast á við mannréttindi, landslög og alþjóðalög. Þetta er „double speak“ af verstu gerð og algjört rof við raunveruleikann. Það er vandræðalegt fyrir þig að skrifa svona opinberlega, því þú ert ekki að tala fyrir almannaheill, mannrettindum eða raunverulegri ábyrgð í stjórnsýslu. Þú talar eins og sjálfhverfur popúlisti,“ sagði í enn annarri athugasemd. Fjölmargir fleiri lýstu því yfir að afstaða Dagbjartar í málinu væri dapurleg en stuttu síðar fjarlægði hún færsluna af Facebook. Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í færslunni gagnrýndi Dagbjört það að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra þann 16. september í því skyni að afla upplýsinga um nóttina sem senda átti Yazan og fjölskyldu hans úr landi. Guðmundur sagði fyrr í dag að hann hafi ekki farið fram á að ríkislögreglustjóri stöðvaði brottflutninginn og að ekkert óeðlilegt hafi verið við símtalið. Líkir málinu við Lekamálið og Íslandsbankasöluna Í færslunni spurði Dagbjört hvort að við sem samfélag vildum setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. „Við verðum að geta sett þetta mál í samhengi við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið eða bara Íslandsbankasöluna, sem voru mál sem öll áttu það sameiginlegt að ráðherrar höfðu óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni,“ sagði í færslunni. Sakar ráðherra um dyggðaskreytingu Dagbjört ítrekaði þá að það væri mennska fólgin í því að treysta stjórnvöldum fyrir því að allir séu jafnir fyrir lögum. Hún tók fram að þegar ákvarðanir væru teknar um rétt fólks út frá lögum landsins ætti persónulegur vilji ekki að hafa þýðingu. „Við eigum ekki að sætta okkur við svona dyggðaskreytingu af hálfu ráðherra, og hún er í raun algerlega óboðleg. Við tökum ekki stjórnsýslulögin úr sambandi þegar það hentar okkur. Ég vona að umboðsmaður Alþingis taki málið til frumkvæðisathugunar og að samskipti ráðherra við ríkislögreglustjóra þessa nótt verði öllum ljós. Svona stjórnleysi má aldrei endurtaka sig,“ sagði í færslunni. Færslan gagnrýnd og „ömurleg stefna“ Segja má að færslan hafi fallið í grýttan jarðveg en þegar að þrjár klukkustundir voru liðnar frá því að færslan var birt höfðu nítján manns brugðist við henni og margar athugasemdir verið birtar við færsluna þar sem þingkonan var gagnrýnd fyrir málflutning sinn. „Ömurleg stefna sem „jafnaðarflokkurinn“ er að stefna, mennskan er öll farin svo lengi sem þau fá sæti í ríkisstjórn,“ skrifaði einn Facebook-notandi við færsluna. Aðrir veltu því upp hvort að Guðmundur ætti ekki að hafa heimild til að skipta sér af málinu þar sem málaflokkur fatlaðs fólks fellur undir hans ráðuneyti. „Ef þið viljið berja ykkur á brjóst og tala um óeðlileg afskipti af stjórnsýslu legg ég til að þið skoðið undanfara þess að barnið var sótt inn á spítala. Það átti að gera fordæmi úr honum, svona: Hér er engin miskunn sýnd,“ sagði Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur í athugasemd og tók fram að öll atburðarásin sem átti sér stað þegar það átti að flytja Yazan úr landi hafi verið gagnrýnisverð. „Talar eins og sjálfhverfur popúlisti“ „Orðræðan sem þú beitir sýnir að hvorki þú né nokkur annar á Alþingi ætlið að taka á þeirri staðreynd að Guðrún Hafsteins beitir regluverkinu þannig að það stangast á við mannréttindi, landslög og alþjóðalög. Þetta er „double speak“ af verstu gerð og algjört rof við raunveruleikann. Það er vandræðalegt fyrir þig að skrifa svona opinberlega, því þú ert ekki að tala fyrir almannaheill, mannrettindum eða raunverulegri ábyrgð í stjórnsýslu. Þú talar eins og sjálfhverfur popúlisti,“ sagði í enn annarri athugasemd. Fjölmargir fleiri lýstu því yfir að afstaða Dagbjartar í málinu væri dapurleg en stuttu síðar fjarlægði hún færsluna af Facebook.
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Vinstri græn Samfylkingin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira