Þetta er búið. Kjósum! Sigmar Guðmundsson skrifar 13. október 2024 08:02 Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Þessa pólitíska mælieining hefur samt eiginlega öðlast nýja merkingu í þeim feigðardansi sem stigin er í stjórnarráðinu dag og nótt, viku eftir viku. Við takmarkaða hrifningu landsmanna. Enda segir það sig sjálft að það er ekki hægt að ætlast til þess af venjulegu fólki og fyrirtækjum, sem eru að sligast undan ofurþunga íslensku okurvaxtanna, að vera klappstýrur í þessum hrunadansi sem endar vonandi fyrr en síðar með því að einhver stjórnarflokkanna öðlast frelsi frá óttanum við kjósendur. Og að boðað verði til kosninga sem fyrst. Við þessar aðstæður er hver vika ekkert annað en heil eilífð hjá fólki sem horfir á lán og afborganir hækka um hver mánaðamót. Það á auðvitað þá réttmætu kröfu að ríkisstjórnin vinni samhent í því verki að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í stað þess að eyða orku og tíma í innbyrðis átök sem skilar engu fyrir vaxtapínda þjóð. Á einni viku hefur þetta gerst: VG stillir hinum flokkunum upp við vegg með kröfu um kosningar í vor. Sjálfstæðisflokkur svarar með því krefjast þess að VG samþykki aðgerðir í útlendinga og orkumálum, ella verði slitið. Sigurður Ingi, langþreyttur á rifrildi jaðarflokkanna, yfirtrompar svo afarkostapartíið með því að gefa Bjarna og Svandísi örfáa daga til sættast. Það er erfitt að sjá það gerast, jafnvel þótt vika sé langur tími í pólitík. Það sér það hver maður að þetta er búið. Ríkisstjórnarsamstarf með endurteknum hótunum um stjórnarslit skapar ekki forsendur fyrir stöðuga hagstjórn. Gagnkvæmir afarkostir skrúfa ekki niður verðbólguvæntingar, heldur þvert á móti. Þetta ástand gerir ekkert annað en að lengja tímabil hávaxtanna og reikninginn borgum við öll. Í beinhörðum peningum. Þessi ríkisstjórn var mynduð á sínum tíma með hástemmdum yfirlýsingum um að tryggja þyrfti pólitískan stöðugleika. Sjö árum síðar er staðan sú að pólitískur stöðugleiki fæst ekki nema sama ríkisstjórn fari frá. Við þurfum að kjósa til Alþingis sem fyrst. Ekki næsta haust, ekki næsta vor, heldur á næstu vikum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Þessa pólitíska mælieining hefur samt eiginlega öðlast nýja merkingu í þeim feigðardansi sem stigin er í stjórnarráðinu dag og nótt, viku eftir viku. Við takmarkaða hrifningu landsmanna. Enda segir það sig sjálft að það er ekki hægt að ætlast til þess af venjulegu fólki og fyrirtækjum, sem eru að sligast undan ofurþunga íslensku okurvaxtanna, að vera klappstýrur í þessum hrunadansi sem endar vonandi fyrr en síðar með því að einhver stjórnarflokkanna öðlast frelsi frá óttanum við kjósendur. Og að boðað verði til kosninga sem fyrst. Við þessar aðstæður er hver vika ekkert annað en heil eilífð hjá fólki sem horfir á lán og afborganir hækka um hver mánaðamót. Það á auðvitað þá réttmætu kröfu að ríkisstjórnin vinni samhent í því verki að ná niður verðbólgu og vöxtum. Í stað þess að eyða orku og tíma í innbyrðis átök sem skilar engu fyrir vaxtapínda þjóð. Á einni viku hefur þetta gerst: VG stillir hinum flokkunum upp við vegg með kröfu um kosningar í vor. Sjálfstæðisflokkur svarar með því krefjast þess að VG samþykki aðgerðir í útlendinga og orkumálum, ella verði slitið. Sigurður Ingi, langþreyttur á rifrildi jaðarflokkanna, yfirtrompar svo afarkostapartíið með því að gefa Bjarna og Svandísi örfáa daga til sættast. Það er erfitt að sjá það gerast, jafnvel þótt vika sé langur tími í pólitík. Það sér það hver maður að þetta er búið. Ríkisstjórnarsamstarf með endurteknum hótunum um stjórnarslit skapar ekki forsendur fyrir stöðuga hagstjórn. Gagnkvæmir afarkostir skrúfa ekki niður verðbólguvæntingar, heldur þvert á móti. Þetta ástand gerir ekkert annað en að lengja tímabil hávaxtanna og reikninginn borgum við öll. Í beinhörðum peningum. Þessi ríkisstjórn var mynduð á sínum tíma með hástemmdum yfirlýsingum um að tryggja þyrfti pólitískan stöðugleika. Sjö árum síðar er staðan sú að pólitískur stöðugleiki fæst ekki nema sama ríkisstjórn fari frá. Við þurfum að kjósa til Alþingis sem fyrst. Ekki næsta haust, ekki næsta vor, heldur á næstu vikum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun