Hægt að hafa vinnufrið „ef engin er vinnan“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2024 12:22 Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki geta horft framhjá yfirlýsingu Vinstri grænna um að ákveðin mál stjórnarsáttmálans muni ekki klárast. Það sé vissulega hægt að hafa vinnufrið á meðan vinnan sé engin. Þetta segir Hildur um ákall Sigurðar Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins eftir vinnufriði innan ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi gaf samstarfsflokkunum Vinstri grænum og Sjálfsræðisflokki nokkurra sólarhringa frest til að sættast um áframhaldandi samstarf. Mikil óvissa ríkir því um framtíð ríkisstjórnarinnar. Eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins á föstudag hafa þingmenn flokksins lítið sem ekkert viljað tjá sig við fjölmiðla. Hildur segir nýjustu vendingar, yfirlýsingar Vinstri grænna um að ekki verði gengið lengra í útlendinga- og orkumálum, gefa flokknum enn ríkari ástæðu til að hafa áhyggjur af samstarfinu. „Ég var aðeins hugsi yfir þessu með þennan vinnufrið. Það er vissulega hægt að hafa mjög mikinn frið ef engin er vinnan. Í mínum huga kristallast þetta í áherslumun flokkanna og við Sjálfstæðismenn erum mjög skýr með þá ábyrgð okkar að þetta snúist um að klára mál, segir Hildur Sverrisdóttir sem ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Grundvallarágreiningur hefur verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum og orkumálum. Hildur segir yfirlýsingar VG gefa flokknum tilefni til að endurmeta stöðuna. „Stíga inn og gera það öllum ljóst að við munum ekki sitja á þessum stólum til að sitjá þessum stólum í friði og ró.“ „Það sem er nýtt í þessari stöðu núna er að það sé álitið sem ábyrgðarhluti hjá okkur að það megi ekki horfa framhjá því, þegar það er búið að setja það í orð. Að ákveðin mál, sem við teljum mikilvæg fyrir samfélagið, muni ekki klárast,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hlusta má á viðtalið við hana á Sprengisandi í spilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10 Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Þetta segir Hildur um ákall Sigurðar Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins eftir vinnufriði innan ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi gaf samstarfsflokkunum Vinstri grænum og Sjálfsræðisflokki nokkurra sólarhringa frest til að sættast um áframhaldandi samstarf. Mikil óvissa ríkir því um framtíð ríkisstjórnarinnar. Eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins á föstudag hafa þingmenn flokksins lítið sem ekkert viljað tjá sig við fjölmiðla. Hildur segir nýjustu vendingar, yfirlýsingar Vinstri grænna um að ekki verði gengið lengra í útlendinga- og orkumálum, gefa flokknum enn ríkari ástæðu til að hafa áhyggjur af samstarfinu. „Ég var aðeins hugsi yfir þessu með þennan vinnufrið. Það er vissulega hægt að hafa mjög mikinn frið ef engin er vinnan. Í mínum huga kristallast þetta í áherslumun flokkanna og við Sjálfstæðismenn erum mjög skýr með þá ábyrgð okkar að þetta snúist um að klára mál, segir Hildur Sverrisdóttir sem ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Grundvallarágreiningur hefur verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum og orkumálum. Hildur segir yfirlýsingar VG gefa flokknum tilefni til að endurmeta stöðuna. „Stíga inn og gera það öllum ljóst að við munum ekki sitja á þessum stólum til að sitjá þessum stólum í friði og ró.“ „Það sem er nýtt í þessari stöðu núna er að það sé álitið sem ábyrgðarhluti hjá okkur að það megi ekki horfa framhjá því, þegar það er búið að setja það í orð. Að ákveðin mál, sem við teljum mikilvæg fyrir samfélagið, muni ekki klárast,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hlusta má á viðtalið við hana á Sprengisandi í spilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10 Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10
Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01