Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby í dag en leikurinn fór fram á heimavelli Fortuna Hjörring. Fyrir leikinn var Bröndby í þriðja sæti deildarinnar og var tveimur stigum á eftir Fortuna Hjörring og tíu stigum á eftir Nordsjælland sem var í toppsætinu.
Anastasia Pobegaylo kom Fortuna yfir á 39. mínútu en Nanna Christiansen jafnaði metin aðeins mínútu síðar og sá til þess að staðan var 1-1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik kom Celine Nergard Bröndby í forystu en á lokamínútu leiksins jafnaði Fortuna Hjörring metin og tryggði sér 2-2 jafntefli.
Hafrún Rakel og Ingibjörg léku báðar allan leikinn með Bröndby í dag en Hafrún Rakel er á sínu öðru tímabili með félaginu. Ingibjörg kom til Bröndby í byrjun mánaðarins frá þýska liðinu Duisburg.