Seigla, trú og geðheilbrigði Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 13. október 2024 15:01 Angela Lee Duckworth hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir að ræða um seiglu og hversu mikilvægt það er að þjálfa seiglu í lífinu, sérstaklega hjá ungu fólki. Í vinsælum TED fyrirlestri segir Duckworth frá því að hún hafi sem ung kona sagt upp starfi í atvinnulífinu til að kenna börnum í 8. bekk stærðfræði. Í kennslu hafi hún uppgötvað að það sem aðgreinir nemendur eftir árangri væri ekki greind, enda geta flestir náð tökum á 8. bekkjar stærðfræði, heldur seigla (e. Grit). Duckworth dró þá ályktun að einn vandi skólakerfisins væri sú megináhersla sem lögð er á námsefnið sjálft, í stað þess að þjálfa markvisst listina að læra út frá sálfræðilegum þáttum – að þjálfa seiglu. Duckworth ákvað í kjölfarið að nema sálfræði og rannsakaði í sínu námi seiglu, m.a. hjá nemendum í herskólum og meðal barna sem taka þátt í upplestrar- og stafsetningarkeppnum í Bandaríkjunum. Hún er í dag prófessor í sálfræði við Háskólann í Pennsylvaníu og hefur skrifaði bækur um seiglu, bæði fyrir almenning og atvinnulífið. En hvað er seigla? Við þekkjum orðtök á íslensku sem lýsa dugnaði og þrautseigju er þróast hafa á því harðbýla bergi sem við erum brotin af. Orðtök eins og að „bíta á jaxlinn“, „herða upp hugann“ og „setja höfuðið undir sig“ í mótbyr. Þegar Duckworth lýsir seiglu, á hún ekki við slíka þrautseigju, þó hún sé gagnleg, heldur frekar þá innri hvatningu sem drífur fólk áfram til að skapa sér líf sem er farsælt. Hún segir: Seigla er að hafa ástríðu og þrautseigju til að ná langtímamarkmiðum. Seigla er að hafa úthald, að gefast ekki upp á framtíðarmarkmiðum og vinna að þeim daga, vikur, mánuði og ár, að leggja sig alla og allan fram til að láta drauma sína rætast. Seigla er að lifa lífinu eins og langhlaup, ekki eins og spretthlaup, og seigla er það sem skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem gefast upp. Í liðinni viku var alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn en hann er haldinn 10. október ár hvert og er ætlað að minna á mikilvægi þess að rækta geðræna heilsu. Kirkjan kemur að geðheilbrigðismálum beint með tvennskonar hætti, annarsvegar fáum við í fangið það verkefni að takast á við afleiðingar þess þegar geðheilbrigðiskerfið okkar hefur brugðist einstaklingum sem glíma við geðsjúkdóma, og hinsvegar felst í kirkjulegu starfi dýrmætur vettvangur til geðræktar. Staða mála er sú að það „loga öll ljós rauð í mælaborðinu“ í geðheilbrigðismálum á Íslandi, eins og Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar orðar það, og alvarlegast af öllu þykir mér „að færra ungt fólk metur líðan sína góða samanborið við sama hóp fyrir um 10 árum síðan“. Það er ekki vísir að bjartri framtíð. Seigla og trú eru ekki samheiti en þau tengjast órofaböndum. Við tölum um trú í tengslum við það að eiga þá heimsmynd að lífið sé gjöf og að lífið sé fyllt merkingu og tilgangi, og við tölum um trú í þeirri merkingu að hafa trú á sjálfum sér og því að maður geti byggt upp farsælt líf. Báðar merkingar tengjast seiglu og starf kirkjunnar, sunnudagaskólinn, fermingarfræðslan, athafnir og helgihald, hafa það að markmiði að boða trú og þjálfa seiglu. Aðferðafræði Angelu Lee Duckworth byggir á því að rækta seiglu með því að mæta á staðinn, að muna að iðkun er árangursríkara en hæfileikar, og að finna tilgang og von í draumum okkar. Til að svo megi verða þarf innra líf okkar að vera í lagi, við þurfum að finnast við elskuð og verðug, sem og ytri aðstæður, við þurfum að eiga samfélag sem styður við drauma okkar og hvetur okkur áfram. Áherslan á seiglu hefur vakið mikla athygli vestanhafs, meðal annars í atvinnulífinu eins og útgáfa viðskiptafræðideild Harvard háskóla ber vitni um, en hefur ekki verið óumdeild vegna þess að velferð snýst ekki einungis um einstaklingsárangur, heldur einnig aðstæður og möguleika. Þannig hefur seigla ekki einungis með persónulega þætti að gera, heldur það samfélag og þau innviði sem unga fólkið okkar býr við. Það hafa greinarhöfundar í nýju ritgerðarsafni bent á, sem gagnrýna of mikla áherslu á einstaklinginn og þætti á borð við seiglu og vilja líta á þætti á borð við efnahagslegar aðstæður og fordóma sem draga úr getu ungs fólks til að ná árangri. Þannig er það áfellisdómur yfir samfélagi okkar í hvert sinn sem ung manneskja gefst upp á skólakerfinu, en við höfum hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og ástæðan eru ójöfn tækifæri ungmenna sem búa við fátækt eða standa höllum fæti félagslega. Þó Ísland sé ríkt land, er fátækt staðreynd í íslensku samfélagi og yfir 9.000 börn á Íslandi búa við efnahagslegar aðstæður sem ógna velferð þeirra og framtíð. Það hefur Hjálparstarf kirkjunnar ítrekað vakið athygli á og styður barnafjölskyldur allt árið um kring til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundastarfs barna og unglinga. Seigla er að fylgja draumum sínum óhrædd við að gera mistök, enda er lífið langhlaup. Grunnurinn að seiglu er trú: trú á að lífið sé þess virði að lifa því, trú á að draumar geti ræst og trú á að við séum elskuð og tilheyrum samfélagi sem styður okkur til farsældar. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Angela Lee Duckworth hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir að ræða um seiglu og hversu mikilvægt það er að þjálfa seiglu í lífinu, sérstaklega hjá ungu fólki. Í vinsælum TED fyrirlestri segir Duckworth frá því að hún hafi sem ung kona sagt upp starfi í atvinnulífinu til að kenna börnum í 8. bekk stærðfræði. Í kennslu hafi hún uppgötvað að það sem aðgreinir nemendur eftir árangri væri ekki greind, enda geta flestir náð tökum á 8. bekkjar stærðfræði, heldur seigla (e. Grit). Duckworth dró þá ályktun að einn vandi skólakerfisins væri sú megináhersla sem lögð er á námsefnið sjálft, í stað þess að þjálfa markvisst listina að læra út frá sálfræðilegum þáttum – að þjálfa seiglu. Duckworth ákvað í kjölfarið að nema sálfræði og rannsakaði í sínu námi seiglu, m.a. hjá nemendum í herskólum og meðal barna sem taka þátt í upplestrar- og stafsetningarkeppnum í Bandaríkjunum. Hún er í dag prófessor í sálfræði við Háskólann í Pennsylvaníu og hefur skrifaði bækur um seiglu, bæði fyrir almenning og atvinnulífið. En hvað er seigla? Við þekkjum orðtök á íslensku sem lýsa dugnaði og þrautseigju er þróast hafa á því harðbýla bergi sem við erum brotin af. Orðtök eins og að „bíta á jaxlinn“, „herða upp hugann“ og „setja höfuðið undir sig“ í mótbyr. Þegar Duckworth lýsir seiglu, á hún ekki við slíka þrautseigju, þó hún sé gagnleg, heldur frekar þá innri hvatningu sem drífur fólk áfram til að skapa sér líf sem er farsælt. Hún segir: Seigla er að hafa ástríðu og þrautseigju til að ná langtímamarkmiðum. Seigla er að hafa úthald, að gefast ekki upp á framtíðarmarkmiðum og vinna að þeim daga, vikur, mánuði og ár, að leggja sig alla og allan fram til að láta drauma sína rætast. Seigla er að lifa lífinu eins og langhlaup, ekki eins og spretthlaup, og seigla er það sem skilur á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem gefast upp. Í liðinni viku var alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn en hann er haldinn 10. október ár hvert og er ætlað að minna á mikilvægi þess að rækta geðræna heilsu. Kirkjan kemur að geðheilbrigðismálum beint með tvennskonar hætti, annarsvegar fáum við í fangið það verkefni að takast á við afleiðingar þess þegar geðheilbrigðiskerfið okkar hefur brugðist einstaklingum sem glíma við geðsjúkdóma, og hinsvegar felst í kirkjulegu starfi dýrmætur vettvangur til geðræktar. Staða mála er sú að það „loga öll ljós rauð í mælaborðinu“ í geðheilbrigðismálum á Íslandi, eins og Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar orðar það, og alvarlegast af öllu þykir mér „að færra ungt fólk metur líðan sína góða samanborið við sama hóp fyrir um 10 árum síðan“. Það er ekki vísir að bjartri framtíð. Seigla og trú eru ekki samheiti en þau tengjast órofaböndum. Við tölum um trú í tengslum við það að eiga þá heimsmynd að lífið sé gjöf og að lífið sé fyllt merkingu og tilgangi, og við tölum um trú í þeirri merkingu að hafa trú á sjálfum sér og því að maður geti byggt upp farsælt líf. Báðar merkingar tengjast seiglu og starf kirkjunnar, sunnudagaskólinn, fermingarfræðslan, athafnir og helgihald, hafa það að markmiði að boða trú og þjálfa seiglu. Aðferðafræði Angelu Lee Duckworth byggir á því að rækta seiglu með því að mæta á staðinn, að muna að iðkun er árangursríkara en hæfileikar, og að finna tilgang og von í draumum okkar. Til að svo megi verða þarf innra líf okkar að vera í lagi, við þurfum að finnast við elskuð og verðug, sem og ytri aðstæður, við þurfum að eiga samfélag sem styður við drauma okkar og hvetur okkur áfram. Áherslan á seiglu hefur vakið mikla athygli vestanhafs, meðal annars í atvinnulífinu eins og útgáfa viðskiptafræðideild Harvard háskóla ber vitni um, en hefur ekki verið óumdeild vegna þess að velferð snýst ekki einungis um einstaklingsárangur, heldur einnig aðstæður og möguleika. Þannig hefur seigla ekki einungis með persónulega þætti að gera, heldur það samfélag og þau innviði sem unga fólkið okkar býr við. Það hafa greinarhöfundar í nýju ritgerðarsafni bent á, sem gagnrýna of mikla áherslu á einstaklinginn og þætti á borð við seiglu og vilja líta á þætti á borð við efnahagslegar aðstæður og fordóma sem draga úr getu ungs fólks til að ná árangri. Þannig er það áfellisdómur yfir samfélagi okkar í hvert sinn sem ung manneskja gefst upp á skólakerfinu, en við höfum hæsta brottfall úr framhaldsskólum í Evrópu og ástæðan eru ójöfn tækifæri ungmenna sem búa við fátækt eða standa höllum fæti félagslega. Þó Ísland sé ríkt land, er fátækt staðreynd í íslensku samfélagi og yfir 9.000 börn á Íslandi búa við efnahagslegar aðstæður sem ógna velferð þeirra og framtíð. Það hefur Hjálparstarf kirkjunnar ítrekað vakið athygli á og styður barnafjölskyldur allt árið um kring til íþróttaiðkunar, listnáms og tómstundastarfs barna og unglinga. Seigla er að fylgja draumum sínum óhrædd við að gera mistök, enda er lífið langhlaup. Grunnurinn að seiglu er trú: trú á að lífið sé þess virði að lifa því, trú á að draumar geti ræst og trú á að við séum elskuð og tilheyrum samfélagi sem styður okkur til farsældar. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun