„Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 10:31 Jóhann Berg Guðmundsson reynir skot í leiknum á móti Wales á föstudagskvöldið. Vísir/Anton Brink Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta heimaleik sínum í þessari Þjóðadeild. Síðustu tveir leikirnir verða á útivelli í næsta mánuði. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska liðsins, ræddi leikinn við Ágúst Orra Arnarson. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim á útivelli. Við töpuðum þar,“ sagði Jóhann Berg. Tyrkir vann 3-1 úti í Tyrklandi í síðasta mánuði. Hafa átt í erfiðleikum „Tyrkirnir hafa átt í erfiðleikum þegar þeir mæta hingað á Laugardalsvöllinn og vonandi getum við haldið því áfram,“ sagði Jóhann. Íslenska liðið þarf ekki að hafa miklar áhyggjur ef liðið spilar eins og í seinni hálfleiknum á móti Wales á föstudaginn. „Þú vilt alltaf spila þinn besta fótbolta eins og við gerðum í seinni hálfleik á móti Wales. Vonandi getum við tekið það inn í þennan leik og þá erum við í ansi góðum málum,“ sagði Jóhann. Jóhann haltraði af velli í Wales leiknum en er í lagi með hann? Töluvert betri en ég hélt „Já, já. Ég er töluvert betri en ég hélt. Vonandi verður bara allt í standi á morgun [í kvöld],“ sagði Jóhann. Jóhann verður með nýjan mann við hlið sér á miðjunni því Stefán Teitur Þórðarson verður í banni. „Það kemur bara maður í manns stað eins og það hefur alltaf gert í þessu liði. Þetta er hópur og við þurfum alltaf á þessum hóp að halda. Það eru alltaf menn að fara í leikbann eða meiðast. Það eru allir klárir og hver sem spilar þarna á eftir að eiga frábæran leik,“ sagði Jóhann eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jóhann Berg fyrir Tyrkjaleikinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta heimaleik sínum í þessari Þjóðadeild. Síðustu tveir leikirnir verða á útivelli í næsta mánuði. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska liðsins, ræddi leikinn við Ágúst Orra Arnarson. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim á útivelli. Við töpuðum þar,“ sagði Jóhann Berg. Tyrkir vann 3-1 úti í Tyrklandi í síðasta mánuði. Hafa átt í erfiðleikum „Tyrkirnir hafa átt í erfiðleikum þegar þeir mæta hingað á Laugardalsvöllinn og vonandi getum við haldið því áfram,“ sagði Jóhann. Íslenska liðið þarf ekki að hafa miklar áhyggjur ef liðið spilar eins og í seinni hálfleiknum á móti Wales á föstudaginn. „Þú vilt alltaf spila þinn besta fótbolta eins og við gerðum í seinni hálfleik á móti Wales. Vonandi getum við tekið það inn í þennan leik og þá erum við í ansi góðum málum,“ sagði Jóhann. Jóhann haltraði af velli í Wales leiknum en er í lagi með hann? Töluvert betri en ég hélt „Já, já. Ég er töluvert betri en ég hélt. Vonandi verður bara allt í standi á morgun [í kvöld],“ sagði Jóhann. Jóhann verður með nýjan mann við hlið sér á miðjunni því Stefán Teitur Þórðarson verður í banni. „Það kemur bara maður í manns stað eins og það hefur alltaf gert í þessu liði. Þetta er hópur og við þurfum alltaf á þessum hóp að halda. Það eru alltaf menn að fara í leikbann eða meiðast. Það eru allir klárir og hver sem spilar þarna á eftir að eiga frábæran leik,“ sagði Jóhann eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jóhann Berg fyrir Tyrkjaleikinn
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira