Lífið

Sjarmerandi í­búð lista­fólks í mið­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1907 og hefur verið mikið endurnýjað síðastliðin ár.
Húsið var byggt árið 1907 og hefur verið mikið endurnýjað síðastliðin ár.

Við Lindargötu í miðbæ Reykjavíkur er að finna sjarmerandi íbúð á fyrstu hæð í reisulegu timburhúsi sem var byggt árið 1907. Ásett verð 74,9 milljónir.

Um er að ræða 80 fermetra með sérinngangi sem skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi.

Eignin er í eigu hjónanna, Ólafar Sigþórsdóttur vöruhönnuðar og Vals Hreggviðssonar myndlistamanns, sem hafa innréttað heimilið á afar heillandi máta.

Eldhúsið er stúkað af, búið fallegri L-laga innréttingu í mosagrænum lit, og notalegum borðkrók. 

Stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og vbjörtu rými með aukinni lofthæð og frönskum gluggum. Á veggjum má sjá fjöldann allan af listaverkum sem gefur heimilinu mikinn karakter.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.