Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2024 13:21 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. Ólafur bendir á að flokkarnir hafi í aðdraganda ákvörðunarinnar og um langt skeið verið að mælast illa í skoðanakönnunum. „Sigurður Ingi sagðist vilja halda áfram og að hann hefði talið líkur á því að efnahagurinn færi batnandi og að stjórnarflokkarnir myndu þá njóta þess,“ segir Ólafur sem bendir á að tónninn hjá Svandísi Svavarsdóttur, formanni VG hafi verið öllu harðari. „Vinstri græn höfðu lýst því yfir að þau vildu kosningar í vor og að þau vildu ekki halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi. Það er nú það sem mönnum hefur sýnst að væri helsta ráðið fyrir Vinstri græn að reyna að endurnýja þá ímynd að þeir séu alvöru vinstri sósíalistaflokkur. Það hentar þeim ágætlega að vera í svolitlum slag við Sjálfstæðisflokkinn upp á það að gera,“ segir Ólafur. Líkt og greint hefur verið frá, lagði Bjarni það til á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja áfram fram að kosningum en á þessari stundu er óljóst hvernig sú hugmynd leggst í formenn VG og Framsóknar. Enn opin spurning hvað Svandís vill gera „Já það er ljóst að þessi einhliða ákvörðun Bjarna kom Svandísi og Sigurði á óvart og þau eru greinilega ekki ánægð með hana. Hins vegar er það að ýmsu leyti þægilegast að stjórnin sitji bara áfram, fram að kosningum og mér hefur nú heyrst að Sigurður Ingi sé að minnsta kosti tilbúinn í það en það en það er hins vegar opin spurning hvað Svandís vill gera.“ En hvaða aðrir kostir eru í stöðunni? Ef við gefum okkur þá sviðsmynd að Svandís segði nei, hvað yrði þá í boði? „Það er náttúrulega hugsanlegt að það verði mynduð minnihlutastjórn eða til dæmis stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram að kosningum, stundum hefur það verið, til að mynda gerðist það árið 1979 þegar vinstri stjórn sprakk. […] En þá myndaði Alþýðuflokkurinn minnihlutastjórn. Það tók eina tvo mánuði að mynda ríkisstjórn áður en stjórn Gunnars Thoroddsen var mynduð og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sat þann tíma.“ Gæti dregið til meiriháttar tíðinda í íslenskum stjórnmálum Ólafur telur að það sé ekki ráðlegt að bera fram spádóma um næstu skref en segist þó telja að líklegast sé að það verði kosið 30. nóvember. „Þetta verður mjög spennandi. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við kannanir þá verða þetta meiriháttar tíðindi í íslenskum stjórnmálum en hins vegar getur margt breyst á þessum sex vikum sem eru til kosninga. Fylgið getur breyst verulega á þeim tíma.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. 14. október 2024 10:31 Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. 14. október 2024 12:26 Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Ólafur bendir á að flokkarnir hafi í aðdraganda ákvörðunarinnar og um langt skeið verið að mælast illa í skoðanakönnunum. „Sigurður Ingi sagðist vilja halda áfram og að hann hefði talið líkur á því að efnahagurinn færi batnandi og að stjórnarflokkarnir myndu þá njóta þess,“ segir Ólafur sem bendir á að tónninn hjá Svandísi Svavarsdóttur, formanni VG hafi verið öllu harðari. „Vinstri græn höfðu lýst því yfir að þau vildu kosningar í vor og að þau vildu ekki halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi. Það er nú það sem mönnum hefur sýnst að væri helsta ráðið fyrir Vinstri græn að reyna að endurnýja þá ímynd að þeir séu alvöru vinstri sósíalistaflokkur. Það hentar þeim ágætlega að vera í svolitlum slag við Sjálfstæðisflokkinn upp á það að gera,“ segir Ólafur. Líkt og greint hefur verið frá, lagði Bjarni það til á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja áfram fram að kosningum en á þessari stundu er óljóst hvernig sú hugmynd leggst í formenn VG og Framsóknar. Enn opin spurning hvað Svandís vill gera „Já það er ljóst að þessi einhliða ákvörðun Bjarna kom Svandísi og Sigurði á óvart og þau eru greinilega ekki ánægð með hana. Hins vegar er það að ýmsu leyti þægilegast að stjórnin sitji bara áfram, fram að kosningum og mér hefur nú heyrst að Sigurður Ingi sé að minnsta kosti tilbúinn í það en það en það er hins vegar opin spurning hvað Svandís vill gera.“ En hvaða aðrir kostir eru í stöðunni? Ef við gefum okkur þá sviðsmynd að Svandís segði nei, hvað yrði þá í boði? „Það er náttúrulega hugsanlegt að það verði mynduð minnihlutastjórn eða til dæmis stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram að kosningum, stundum hefur það verið, til að mynda gerðist það árið 1979 þegar vinstri stjórn sprakk. […] En þá myndaði Alþýðuflokkurinn minnihlutastjórn. Það tók eina tvo mánuði að mynda ríkisstjórn áður en stjórn Gunnars Thoroddsen var mynduð og minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sat þann tíma.“ Gæti dregið til meiriháttar tíðinda í íslenskum stjórnmálum Ólafur telur að það sé ekki ráðlegt að bera fram spádóma um næstu skref en segist þó telja að líklegast sé að það verði kosið 30. nóvember. „Þetta verður mjög spennandi. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við kannanir þá verða þetta meiriháttar tíðindi í íslenskum stjórnmálum en hins vegar getur margt breyst á þessum sex vikum sem eru til kosninga. Fylgið getur breyst verulega á þeim tíma.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. 14. október 2024 10:31 Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. 14. október 2024 12:26 Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
„Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. 14. október 2024 10:31
Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. 14. október 2024 12:26
Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. 14. október 2024 12:58