„Við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2024 14:57 Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins segir skynsamlegast að klára fjárlögin. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfinu augljóslega lokið. Það þurfi að klára lykilmál eins og fjárlög en það séu kosningar framunda. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn. Það skipti mestu máli að vextir halda áfram að lækka og koma efnahagsmálunum í lag. Lilja ræddi við fréttamann að loknum þingflokksfundi. Hún segir ákvörðun Bjarna ekki koma sér á óvart heldur kannski frekar hvernig það var gert. Framsóknarflokkurinn sé flokkur ábyrgðar og þau reyni að hafa samvinnu að leiðarljósi. „Ég hefði kannski gert þetta öðruvísi ef ég hefði verið í þessari stöðu.” Hún segir þau alvön kosningum en kannanir bendi til þess að þau gætu þurft að hafa fyrir fylginu. Hún segist sannfærð um að flokkurinn komi vel út úr þessum kosningum. Hvort ríkisstjórnin nái að starfa áfram fram að kosningum segir Lilja mikilvægast að klára þau mál sem þarf að klára. Hún segir farsælast að láta hlutina ganga upp og klára það sem klára þarf. „Þjóðin á það skilið að landinu sé stýrt og við tökum að sjálfstöðu þátt í því,“ segir Lilja. Formennirnir muni tala saman um það hvernig framhaldið verður. Hún sé ekki mikið fyrir dramatík og hennar tilfinning sé að kjósendum líði þannig líka. „Fyrst að forsætisráðherra og hans flokkur treysti sér ekki til þess að klára þetta, það liggur fyrir,“ segir Lilja. Ekki staðan sem hún vildi sjá Hvað gerist næst verði að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn sé samvinnuflokkur sem setji heimilin fyrst og hún vilji ekki tefla því í tvísýnu. Hún hafi ekki endilega viljað þessa stöðu en þau vinni úr henni. „Ég tel að það sé skynsamlegast að flokkarnir komi sér saman um það hvernig fjárlögin verði kláruð svo það verði engir lausar endar þar. Það er hægt að gera það hratt og örugglega,“ segir Lilja. Þá eigi að reyna að kjósa sem fyrst. Boltinn sé hjá kjósendum. Flokkarnir þurfi nýtt umboð til að halda þeim verkefnum áfram sem þeir vilji vinna að. „Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur og við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík sem er búin að vera að eiga sér stað, svo ég segi það hreint út.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Sjá meira
Hún segir ákvörðun Bjarna ekki koma sér á óvart heldur kannski frekar hvernig það var gert. Framsóknarflokkurinn sé flokkur ábyrgðar og þau reyni að hafa samvinnu að leiðarljósi. „Ég hefði kannski gert þetta öðruvísi ef ég hefði verið í þessari stöðu.” Hún segir þau alvön kosningum en kannanir bendi til þess að þau gætu þurft að hafa fyrir fylginu. Hún segist sannfærð um að flokkurinn komi vel út úr þessum kosningum. Hvort ríkisstjórnin nái að starfa áfram fram að kosningum segir Lilja mikilvægast að klára þau mál sem þarf að klára. Hún segir farsælast að láta hlutina ganga upp og klára það sem klára þarf. „Þjóðin á það skilið að landinu sé stýrt og við tökum að sjálfstöðu þátt í því,“ segir Lilja. Formennirnir muni tala saman um það hvernig framhaldið verður. Hún sé ekki mikið fyrir dramatík og hennar tilfinning sé að kjósendum líði þannig líka. „Fyrst að forsætisráðherra og hans flokkur treysti sér ekki til þess að klára þetta, það liggur fyrir,“ segir Lilja. Ekki staðan sem hún vildi sjá Hvað gerist næst verði að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn sé samvinnuflokkur sem setji heimilin fyrst og hún vilji ekki tefla því í tvísýnu. Hún hafi ekki endilega viljað þessa stöðu en þau vinni úr henni. „Ég tel að það sé skynsamlegast að flokkarnir komi sér saman um það hvernig fjárlögin verði kláruð svo það verði engir lausar endar þar. Það er hægt að gera það hratt og örugglega,“ segir Lilja. Þá eigi að reyna að kjósa sem fyrst. Boltinn sé hjá kjósendum. Flokkarnir þurfi nýtt umboð til að halda þeim verkefnum áfram sem þeir vilji vinna að. „Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur og við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík sem er búin að vera að eiga sér stað, svo ég segi það hreint út.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Sjá meira