Kæru kennarar Einar Þorsteinsson skrifar 14. október 2024 19:51 Frá ykkur hef ég fengið sterk viðbrögð við ummælum mínum um starfsaðstæður kennara á ráðstefnu Sambands sveitarfélaganna og nokkuð ljóst að sjónarmið mín hafa ekki komist nægilega vel á framfæri í stuttum myndbandsbúti sem fór á flug. Á myndbandið vantaði byrjunina á ræðu minni þar sem ég lagði til að á næstu fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna yrðu mannauðsmál sett formlega á dagskrá. Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum. Aðgerðir undanfarinna ára Ég nefndi líka að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum til þess að bæta starfsaðstæður ykkar hafa greinilega ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Á Íslandi er bein kennsla hvers grunnskólakennara minnst af öllum Norðurlöndunum, í leikskólunum hefur fermetrum á hvert barn verið fjölgað sem og undirbúningstímum fjölgað og vinnuvikan stytt úr 40 í 36 klukkustundir. Þessar aðgerðir höfðu það að markmiði að lækka veikindahlutfallið og stórbæta aðstæður en þróunin er í öfuga átt. Samkvæmt nýrri könnun sér fjórðungur kennara ekki fyrir sér að endast í starfinu. Eitthvað er að. Breyttur veruleiki skólakerfisins Í tali mínu á ráðstefnu sveitarfélaganna um málefni ykkar þótti mér mikilvægt að draga þessi atriði fram því við, vinnuveitendur ykkar, þurfum að horfa á kerfið í heild þegar við bregðumst við, mótum stefnu og ráðumst í aðgerðir. Ég nefndi líka sérstaklega að við yrðum að búa þannig um skólastarfið að kennarar væru „hamingjusamir í starfi og liði vel“ og ágætt að hnykkja á því markmiði. Starf kennarans er krefjandi en það mótast líka af því skólakerfi sem við höfum byggt upp. Enginn einn ber ábyrgð á kerfinu, enda er það afsprengi stefnumótunar ríkis, sveitarfélaga og krafna frá fræða- og kennarasamfélaginu. Einhversstaðar verður umræðan að byrja Er tímabært að staldra við og skoða forsendurnar? Skóli án aðgreiningar er að mínu áliti rétt stefna, að öll börn óháð stöðu fái sömu þjónustu og að enginn upplifi sig útundan. En ég vil ræða hvernig okkur gengur með þá stefnu og hvort betur megi fara. Ég ætla að leyfa mér að hafa ekki fullmótaða skoðun á því strax og langar að heyra í ykkur sem best þekkið til mála. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að 33% barna í leikskólum og 24% barna í grunnskólum borgarinnar eru af erlendum uppruna og þær geysimiklu breytingar sem það hefur á störf ykkar kennara. Enn eitt, fjölgun barna með greiningar og hegðunarvandamál og samskipti við foreldra sem þeim verkefnum fylgja eykur líka klárlega álagið. Þetta þekkið þið vel. En þetta vitum við foreldrar líka. Persónulega er ég ævinlega þakklátur kennurum minna þriggja barna og veit hvernig þeir – og þið – takið utan um börn náms- og félagslega og stuðlið að farsælli og hamingjusamri æsku sem leggur grunn að allri framtíð. Mannanna verk Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á íslensku menntakerfi sem varða allt í senn skipulag, gæði og þjónustu innan kerfisins og upplýsingar um stöðu og þróun hvers nemanda og skólakerfisins í heild. Ber það fyrst að nefna innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lög um miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þá eru til meðferðar frumvarp að lögum um námsgögn og frumvarp að lögum um inngildandi menntun. Það er afar mikilvægt að þessar breytingar nái fram að ganga en til þess þarf öflugt samstarf fagfólks á vettvangi, sveitarstjórna, ráðuneytis og stofnana ríkisins. Reykjavíkurborg mun leggja mikla áherslu á virkan þátt í þessari vinnu. Kæru kennarar. Það er einfaldlega mín skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að við ræðum um menntun og skólakerfið með opnum huga. Öll kerfi eru mannanna verk. Ég er reiðubúinn til samtals við ykkur og mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum en því fer fjarri. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Frá ykkur hef ég fengið sterk viðbrögð við ummælum mínum um starfsaðstæður kennara á ráðstefnu Sambands sveitarfélaganna og nokkuð ljóst að sjónarmið mín hafa ekki komist nægilega vel á framfæri í stuttum myndbandsbúti sem fór á flug. Á myndbandið vantaði byrjunina á ræðu minni þar sem ég lagði til að á næstu fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna yrðu mannauðsmál sett formlega á dagskrá. Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum. Aðgerðir undanfarinna ára Ég nefndi líka að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum til þess að bæta starfsaðstæður ykkar hafa greinilega ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Á Íslandi er bein kennsla hvers grunnskólakennara minnst af öllum Norðurlöndunum, í leikskólunum hefur fermetrum á hvert barn verið fjölgað sem og undirbúningstímum fjölgað og vinnuvikan stytt úr 40 í 36 klukkustundir. Þessar aðgerðir höfðu það að markmiði að lækka veikindahlutfallið og stórbæta aðstæður en þróunin er í öfuga átt. Samkvæmt nýrri könnun sér fjórðungur kennara ekki fyrir sér að endast í starfinu. Eitthvað er að. Breyttur veruleiki skólakerfisins Í tali mínu á ráðstefnu sveitarfélaganna um málefni ykkar þótti mér mikilvægt að draga þessi atriði fram því við, vinnuveitendur ykkar, þurfum að horfa á kerfið í heild þegar við bregðumst við, mótum stefnu og ráðumst í aðgerðir. Ég nefndi líka sérstaklega að við yrðum að búa þannig um skólastarfið að kennarar væru „hamingjusamir í starfi og liði vel“ og ágætt að hnykkja á því markmiði. Starf kennarans er krefjandi en það mótast líka af því skólakerfi sem við höfum byggt upp. Enginn einn ber ábyrgð á kerfinu, enda er það afsprengi stefnumótunar ríkis, sveitarfélaga og krafna frá fræða- og kennarasamfélaginu. Einhversstaðar verður umræðan að byrja Er tímabært að staldra við og skoða forsendurnar? Skóli án aðgreiningar er að mínu áliti rétt stefna, að öll börn óháð stöðu fái sömu þjónustu og að enginn upplifi sig útundan. En ég vil ræða hvernig okkur gengur með þá stefnu og hvort betur megi fara. Ég ætla að leyfa mér að hafa ekki fullmótaða skoðun á því strax og langar að heyra í ykkur sem best þekkið til mála. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að 33% barna í leikskólum og 24% barna í grunnskólum borgarinnar eru af erlendum uppruna og þær geysimiklu breytingar sem það hefur á störf ykkar kennara. Enn eitt, fjölgun barna með greiningar og hegðunarvandamál og samskipti við foreldra sem þeim verkefnum fylgja eykur líka klárlega álagið. Þetta þekkið þið vel. En þetta vitum við foreldrar líka. Persónulega er ég ævinlega þakklátur kennurum minna þriggja barna og veit hvernig þeir – og þið – takið utan um börn náms- og félagslega og stuðlið að farsælli og hamingjusamri æsku sem leggur grunn að allri framtíð. Mannanna verk Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á íslensku menntakerfi sem varða allt í senn skipulag, gæði og þjónustu innan kerfisins og upplýsingar um stöðu og þróun hvers nemanda og skólakerfisins í heild. Ber það fyrst að nefna innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lög um miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þá eru til meðferðar frumvarp að lögum um námsgögn og frumvarp að lögum um inngildandi menntun. Það er afar mikilvægt að þessar breytingar nái fram að ganga en til þess þarf öflugt samstarf fagfólks á vettvangi, sveitarstjórna, ráðuneytis og stofnana ríkisins. Reykjavíkurborg mun leggja mikla áherslu á virkan þátt í þessari vinnu. Kæru kennarar. Það er einfaldlega mín skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að við ræðum um menntun og skólakerfið með opnum huga. Öll kerfi eru mannanna verk. Ég er reiðubúinn til samtals við ykkur og mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum en því fer fjarri. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun