Sjálfstæðismenn keppast um sætin: „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 14:13 Mögulegt kjördæmaflakk Þórdísar Kolbrúnar gæti haft áhrif á möguleika annarra, meðal annars Teits Bjarnar og Jóns Gunnarssonar. Vísir/samsett Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hyggst ekki láta það trufla sig ef varaformaður flokksins sækist eftir sæti á lista í sama kjördæmi. Þá íhugar Teitur Björn Einarsson þingmaður hvort hann muni sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem hefur verið orðuð við framboð fyrir flokkinn segist ekki vera á leið í landsmálin. Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem að óbreyttu fara fram næsta mánuði. Hún segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera að íhuga það alvarlega, en hún var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Fari svo að Þórdís taki sæti á lista í Suðvesturkjördæmi er ljóst að auðveldara verður fyrir aðra að sækjast eftir oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn er annar þingmaður flokksins í kjördæminu en hann segir í samtali við fréttastofu vera „rosalega stutt“ í það að hann taki ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í fyrsta sætið. „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir,“ segir Teitur sem þó er ákveðinn í að gefa kost á sér til þingmennsku áfram. Hann muni hins vegar gera það upp við sig mjög fljótlega hvort hann muni sækjast eftir oddvitasætinu. Raða á lista á sunnudag „Það liggur núna líka fyrir að það verður kjördæmaþing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið á sunnudaginn þar sem að verður röðun á lista í fyrstu fjögur sætin,“ segir Teitur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur verið orðuð við framboð í kjördæminu en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að gefa kost á sér til Alþingis í komandi kosningum. „Ég er ánægð á mínum stað og hef ekki hugsað mér að færa mig um set eins og sakir standa,“ segir Ásthildur. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hvert kjördæmi hefur ákvörðunarvald um það hvaða leið er farin við val á lista. Almennt hefur það tíðkast í Sjálfstæðisflokknum að halda prófkjör en í ljósi þess hve skammur tími er að öllum líkindum til kosninga þykir ólíklegt að hefðbundin prófkjör fari fram í þetta sinn. Bitist um sætin í Kraganum? Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi en næstur á eftir honum á lista í síðustu kosningum var Jón Gunnarsson. Aðspurður segist Jón ekki ætla að víkja fyrir varaformanninum, fari svo að Þórdís leitist eftir sæti í Kraganum. „Hún er að skoða það eitthvað en það hefur í sjálfu sér engin áhrif á mig. Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ segir Jón. Kraginn hefur verið eitt sterkasta vígi flokksins en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þar fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Fyrir utan Bjarna og Jón eru þau Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason einnig þingmenn kjördæmisins og þykir líklegt að þau muni áfram gefa kost á sér á lista. „Nú er ljóst að þessu kjörtímabili er að ljúka og kosningar framundan. Ég fer brött inn í þá baráttu enda státum við Sjálfstæðismenn af góðri grunnstefnu og miklum árangri. Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum,“ skrifaði Bryndís á Facebook í gær. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur óskað eftir framboðum á lista í komandi alþingiskosningum. Val á framboðslista mun fara fram sunnudaginn 20. október í kjördæminu, líkt og boðað hefur verið í Norðvesturkjördæmi einnig. Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem að óbreyttu fara fram næsta mánuði. Hún segist í samtali við Morgunblaðið í dag vera að íhuga það alvarlega, en hún var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Fari svo að Þórdís taki sæti á lista í Suðvesturkjördæmi er ljóst að auðveldara verður fyrir aðra að sækjast eftir oddvitasæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn er annar þingmaður flokksins í kjördæminu en hann segir í samtali við fréttastofu vera „rosalega stutt“ í það að hann taki ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér í fyrsta sætið. „Ég las Morgunblaðið eins og aðrir,“ segir Teitur sem þó er ákveðinn í að gefa kost á sér til þingmennsku áfram. Hann muni hins vegar gera það upp við sig mjög fljótlega hvort hann muni sækjast eftir oddvitasætinu. Raða á lista á sunnudag „Það liggur núna líka fyrir að það verður kjördæmaþing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið á sunnudaginn þar sem að verður röðun á lista í fyrstu fjögur sætin,“ segir Teitur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri hefur verið orðuð við framboð í kjördæminu en í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að gefa kost á sér til Alþingis í komandi kosningum. „Ég er ánægð á mínum stað og hef ekki hugsað mér að færa mig um set eins og sakir standa,“ segir Ásthildur. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Hvert kjördæmi hefur ákvörðunarvald um það hvaða leið er farin við val á lista. Almennt hefur það tíðkast í Sjálfstæðisflokknum að halda prófkjör en í ljósi þess hve skammur tími er að öllum líkindum til kosninga þykir ólíklegt að hefðbundin prófkjör fari fram í þetta sinn. Bitist um sætin í Kraganum? Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi en næstur á eftir honum á lista í síðustu kosningum var Jón Gunnarsson. Aðspurður segist Jón ekki ætla að víkja fyrir varaformanninum, fari svo að Þórdís leitist eftir sæti í Kraganum. „Hún er að skoða það eitthvað en það hefur í sjálfu sér engin áhrif á mig. Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ segir Jón. Kraginn hefur verið eitt sterkasta vígi flokksins en Sjálfstæðisflokkurinn fékk þar fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Fyrir utan Bjarna og Jón eru þau Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason einnig þingmenn kjördæmisins og þykir líklegt að þau muni áfram gefa kost á sér á lista. „Nú er ljóst að þessu kjörtímabili er að ljúka og kosningar framundan. Ég fer brött inn í þá baráttu enda státum við Sjálfstæðismenn af góðri grunnstefnu og miklum árangri. Lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum,“ skrifaði Bryndís á Facebook í gær. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur óskað eftir framboðum á lista í komandi alþingiskosningum. Val á framboðslista mun fara fram sunnudaginn 20. október í kjördæminu, líkt og boðað hefur verið í Norðvesturkjördæmi einnig.
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira