„Við vorum bara niðurlægðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. október 2024 23:36 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn og þótti leiðinlegt að liðið hafi ekki geta veitt þeim meiri skemmtun. Vísir / Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, upplifði sig niðurlægðan í Kaplakrika í kvöld þegar Gummersbach gjörsigraði heimamenn með nítján mörkum, 40-21. Hann telur tapið ekki marka heimsendi en segir unga leikmenn liðsins eiga mikla vinnu framundan. „Þetta var mjög vont. Við vorum bara niðurlægðir. Töpuðum fyrir frábæru liði sem sýndi þessu verkefni svakalega virðingu, hvernig þeir nálguðust leikinn og kláruðu leikinn, mikið hrós á þá. En að sama skapi jafn leiðinlegt hvernig við féllum í sundur og brotnuðum saman,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Fyrir leik hafði hann hins vegar vonast til þess að geta veitt Gummersbach meiri samkeppni. „Maður hafði allavega einhverja trú fyrir leik að það væri ekki [stórt tap í vændum] en það molnar svolítið undan þessu. Aron [Pálmarsson] dettur út inni í klefa, var með í gær og átti að spila, ætlaði að spila og reyndi allt sem hann gat til að spila. Svo verður þetta bara einn af öðrum, Ólafur [Gústafsson] dettur út og Ásbjörn [Friðriksson] dettur út. Liðið grípur þetta ekki nógu vel, við föllum saman.“ Þeir þrír sem þjálfarinn taldi upp eru leikmenn sem liðið mátti alls ekki við að missa. „Já þetta var stór biti og mikil reynsla [sem við missum úr liðinu]. En að sama skapi eigum við unga leikmenn sem stefna langt og ætla sér að verða atvinnumenn. Þeir fengu hér að sjá atvinnumannalið í dag og já, það er mikil vinna framundan. Þeir sjá hvað þarf til líkamlega, hvernig þeir sækja á og vinna menn og hvað þeir eru miskunnarlausir í öllum sínum árásum. Þetta er enginn heimsendir en ofboðslega leiðinlegt hvernig fór í kvöld.“ Stóðu ekki við sitt eins og aðrir sem komu að leiknum Þrátt fyrir slæmt tap var ánægjulegt að upplifa Evrópudeildarleik, hvað þá tvo, í Kaplakrika sem var stútfullur af fólki í allt kvöld. „Svekkjandi fyrir okkur alla og allt okkar fólk, ég vil nota tækifærið þrátt fyrir þessa útreið og þakka fólkinu sem fjölmennti og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem bjuggu til þennan stórkostlega dag. Því miður náðum við ekki að standa undir okkar.“ Þá er ekki úr vegi að bæta áhorfendum þetta upp næsta þriðjudag, þegar Savehof heimsækir FH í Evrópudeildinni. „Það er ekkert öðruvísi en Grótta fyrst á föstudaginn,“ sagði Sigursteinn að lokum. Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Þetta var mjög vont. Við vorum bara niðurlægðir. Töpuðum fyrir frábæru liði sem sýndi þessu verkefni svakalega virðingu, hvernig þeir nálguðust leikinn og kláruðu leikinn, mikið hrós á þá. En að sama skapi jafn leiðinlegt hvernig við féllum í sundur og brotnuðum saman,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Fyrir leik hafði hann hins vegar vonast til þess að geta veitt Gummersbach meiri samkeppni. „Maður hafði allavega einhverja trú fyrir leik að það væri ekki [stórt tap í vændum] en það molnar svolítið undan þessu. Aron [Pálmarsson] dettur út inni í klefa, var með í gær og átti að spila, ætlaði að spila og reyndi allt sem hann gat til að spila. Svo verður þetta bara einn af öðrum, Ólafur [Gústafsson] dettur út og Ásbjörn [Friðriksson] dettur út. Liðið grípur þetta ekki nógu vel, við föllum saman.“ Þeir þrír sem þjálfarinn taldi upp eru leikmenn sem liðið mátti alls ekki við að missa. „Já þetta var stór biti og mikil reynsla [sem við missum úr liðinu]. En að sama skapi eigum við unga leikmenn sem stefna langt og ætla sér að verða atvinnumenn. Þeir fengu hér að sjá atvinnumannalið í dag og já, það er mikil vinna framundan. Þeir sjá hvað þarf til líkamlega, hvernig þeir sækja á og vinna menn og hvað þeir eru miskunnarlausir í öllum sínum árásum. Þetta er enginn heimsendir en ofboðslega leiðinlegt hvernig fór í kvöld.“ Stóðu ekki við sitt eins og aðrir sem komu að leiknum Þrátt fyrir slæmt tap var ánægjulegt að upplifa Evrópudeildarleik, hvað þá tvo, í Kaplakrika sem var stútfullur af fólki í allt kvöld. „Svekkjandi fyrir okkur alla og allt okkar fólk, ég vil nota tækifærið þrátt fyrir þessa útreið og þakka fólkinu sem fjölmennti og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem bjuggu til þennan stórkostlega dag. Því miður náðum við ekki að standa undir okkar.“ Þá er ekki úr vegi að bæta áhorfendum þetta upp næsta þriðjudag, þegar Savehof heimsækir FH í Evrópudeildinni. „Það er ekkert öðruvísi en Grótta fyrst á föstudaginn,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira