Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti náð hámarki á þessum áratug Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 15:33 Sólarorkuver í Ordos í Kína. Kínverjar stóðu fyrir sextíu prósentum af viðbótarframleiðslu á grænni orku í heiminum í fyrra. Vísir/EPA Aukin framleiðsla endurnýjanlegrar orku í heiminum gæti orðið til þess að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki sínu fyrir lok áratugsins. Stríðsátök sem olíuríki eru aðilar að í Miðausturlöndum og Rússlandi eru þó sögð skapa mikla óvissu. Mannkynið horfir fram á rafmagnsöld þegar það hristir af sér jarðefnaeldsneytisfíkn sína á næstu áratugum. Í árlegri skýrslu um horfur í orkumálum heimsins sem Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf út í dag kemur fram að hægt sé að mæta áframhaldandi vexti í eftirspurn eftir orku með vistvænni orku að öllu leyti. Í þeim heimi gæti offramboð af olíu og jarðgasi leitt til lækkandi orkuverðs sem gæti gert ríkjum kleift að setja aukið fjármagn í græna orku. Aldrei hefur framleiðsla á grænni orku aukist jafnmikið á einu ári og í fyrra samkvæmt skýrslunni en þá bættust við um 560 gígavött af framleiðslugetu á vistvænu rafmagni. Talið er að fjáfestingar í hreinni orku nemi um tveimur billjónum dollara á þessu ári, nánast tvöfalt meira en í jarðefnaeldsneyti, að því er kemur fram í frétt Reuters af skýrslunni. Heil sextíu prósent af viðbótinni í endurnýjanlegri orku kom frá Kína. Útlit er fyrir að sólarorkuframleiðsla Kínverja verði meiri en sem nemur allri núverandi eftirspurn eftir rafmagni í Bandaríkjunum fyrir árið 2030. Mannkynið getur ekki látið bensíndæluna ganga áfram ef hún ætlar að leysa loftslagsvandann.Vísir/EPA Bruni jarðefnaeldsneytis áfram mikill í fyrirsjáanlegri framtíð Þrátt fyrir metvöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum er ljóst að mannkynið mun lengi enn halda áfram að spúa gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloft jarðar með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vöxturinn hefur enda ekki haldið í við vaxandi eftirspurn í Indlandi, Suðaustur-Asíu og víðar. Þannig gerir IEA nú ráð fyrir að það dragi hægar úr bruna á kolum en áður var talið. Þrír fjórðu hluti orkuframleiðslunnar komi því frá jarðefnaeldsneyti árið 2030. Hlutfallið er nú áttatíu prósent en IEA spáði því í síðustu skýrslu sinni að það yrði komið niður í 73 prósent fyrir lok áratugsins. Miðað við núverandi stefnu ríkisstjórna heims gæti eftirspurn eftir olíu náð hámarki rétt fyrir 2030. Fyrir árið 2035 gæti hún verið komin í svipað horf og nú, fyrst og fremst vegna fjölgunar rafbíla í umferð. Eftirspurn eftir kolum og gasi ætti einnig að ná hámarki fyrir lok áratugsins og lækka síðan eftir það. Til þess að stöðva enn frekari hnattræna hlýnun þarf mannkynið að hætta öllum bruna á jarðefnaeldsneyti. Þar sem koltvísýringur lifir í aldir í lofthjúpi jarðar eykur bruni á hverri einustu olíutunnu og kolamola vandann enn frekar. Óvissa vegna átaka og kosninga Átök og spenna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Íranir gætu blandast enn frekar inn í stríðsátök við Ísrael og í Rússlandi sem háir enn innrásarstríð í Úkraínu getur sett strik í reikninginn fyrir horfur í orkumálum á næstunni. Orkumálastofnunin telur verulega hættu á að flæði olíu gæti raskast skyndilega vegna stríðsátökanna í Miðausturlöndum. Það sýni mikilvægæi þess að hraða fjárfestingum í hreinni og öruggari orkugjöfum. Þá eru kosningar í ríkjum þar sem um helmingur orkueftirspurnar heimsins er í ár, þar á meðal í Bandaríkjunum. Því gætu orðið verulegar breytingar á orku- og loftslagsstefnu ríkja sem geta ein og sér haft gríðarleg áhrif á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti og þar með loftslag jarðar. Orkumál Loftslagsmál Bensín og olía Vistvænir bílar Bílar Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07 Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira
Mannkynið horfir fram á rafmagnsöld þegar það hristir af sér jarðefnaeldsneytisfíkn sína á næstu áratugum. Í árlegri skýrslu um horfur í orkumálum heimsins sem Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf út í dag kemur fram að hægt sé að mæta áframhaldandi vexti í eftirspurn eftir orku með vistvænni orku að öllu leyti. Í þeim heimi gæti offramboð af olíu og jarðgasi leitt til lækkandi orkuverðs sem gæti gert ríkjum kleift að setja aukið fjármagn í græna orku. Aldrei hefur framleiðsla á grænni orku aukist jafnmikið á einu ári og í fyrra samkvæmt skýrslunni en þá bættust við um 560 gígavött af framleiðslugetu á vistvænu rafmagni. Talið er að fjáfestingar í hreinni orku nemi um tveimur billjónum dollara á þessu ári, nánast tvöfalt meira en í jarðefnaeldsneyti, að því er kemur fram í frétt Reuters af skýrslunni. Heil sextíu prósent af viðbótinni í endurnýjanlegri orku kom frá Kína. Útlit er fyrir að sólarorkuframleiðsla Kínverja verði meiri en sem nemur allri núverandi eftirspurn eftir rafmagni í Bandaríkjunum fyrir árið 2030. Mannkynið getur ekki látið bensíndæluna ganga áfram ef hún ætlar að leysa loftslagsvandann.Vísir/EPA Bruni jarðefnaeldsneytis áfram mikill í fyrirsjáanlegri framtíð Þrátt fyrir metvöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum er ljóst að mannkynið mun lengi enn halda áfram að spúa gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloft jarðar með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vöxturinn hefur enda ekki haldið í við vaxandi eftirspurn í Indlandi, Suðaustur-Asíu og víðar. Þannig gerir IEA nú ráð fyrir að það dragi hægar úr bruna á kolum en áður var talið. Þrír fjórðu hluti orkuframleiðslunnar komi því frá jarðefnaeldsneyti árið 2030. Hlutfallið er nú áttatíu prósent en IEA spáði því í síðustu skýrslu sinni að það yrði komið niður í 73 prósent fyrir lok áratugsins. Miðað við núverandi stefnu ríkisstjórna heims gæti eftirspurn eftir olíu náð hámarki rétt fyrir 2030. Fyrir árið 2035 gæti hún verið komin í svipað horf og nú, fyrst og fremst vegna fjölgunar rafbíla í umferð. Eftirspurn eftir kolum og gasi ætti einnig að ná hámarki fyrir lok áratugsins og lækka síðan eftir það. Til þess að stöðva enn frekari hnattræna hlýnun þarf mannkynið að hætta öllum bruna á jarðefnaeldsneyti. Þar sem koltvísýringur lifir í aldir í lofthjúpi jarðar eykur bruni á hverri einustu olíutunnu og kolamola vandann enn frekar. Óvissa vegna átaka og kosninga Átök og spenna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Íranir gætu blandast enn frekar inn í stríðsátök við Ísrael og í Rússlandi sem háir enn innrásarstríð í Úkraínu getur sett strik í reikninginn fyrir horfur í orkumálum á næstunni. Orkumálastofnunin telur verulega hættu á að flæði olíu gæti raskast skyndilega vegna stríðsátökanna í Miðausturlöndum. Það sýni mikilvægæi þess að hraða fjárfestingum í hreinni og öruggari orkugjöfum. Þá eru kosningar í ríkjum þar sem um helmingur orkueftirspurnar heimsins er í ár, þar á meðal í Bandaríkjunum. Því gætu orðið verulegar breytingar á orku- og loftslagsstefnu ríkja sem geta ein og sér haft gríðarleg áhrif á eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti og þar með loftslag jarðar.
Orkumál Loftslagsmál Bensín og olía Vistvænir bílar Bílar Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07 Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira
Þreföldun á endurnýjanlegri orkuframleiðslu innan seilingar Alþjóðlegt markmið um að þrefalda framleiðslugetu endurnýjanlegrar orku er innan seilingar, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Orkuframleiðslan dragi þó ekki ein og sér úr losun gróðurhúsalofttegunda sem ógnar loftslagi jarðar. 24. september 2024 12:07
Vöxtur endurnýjanlegrar orku kom í veg fyrir enn meiri aukningu í losun Heimsbyggðin hélt áfram að auka losun á gróðurhúsalofttegundum vegna orkuframleiðslu í fyrra og hefur hún aldrei verið meiri. Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segir að losunin hefði aukist þrefalt meira ef ekki væri fyrir vöxt í endurnýjanlegum orkugjöfum. 2. mars 2023 10:12