Martin fékk óvænt símtal á fæðingardeildinni Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2024 07:31 Martin í landsleik með Íslandi gegn Tyrklandi Vísir/Getty Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Alba Berlín, birtist í skemmtilegu innslagi hjá Dyn Basketball þar sem að hann upplýsti hvert væri þekktasta nafnið í símaskránni hjá honum og kom í ljós að það er fyrrverandi NBA leikmaður Tony Parker sem varð fjórfaldur NBA meistari á sínum ferli. Innslagið birtist í tengslum við Evrópudeildina í körfubolta þar sem að Martin, með liði sínu Alba Berlín, hefur nýlokið að etja kappi við franska liðið ASVEL sem Tony Parker er meirihluta eigandi í. Martin reyndist liði ASVEL Þrándur í götu í gær en hann setti niður tuttugu og eitt stig í fimm stiga sigri Alba Berlín, 84-79, og var stigahæsti leikmaður Alba Berlín. Í innslagi Dyn Basketball segir Martin frá því að Parker hafi ítrekað reynt að fá hann til liðs við ASVEL. Eitt símtalanna frá Parker kom árið 2018 þegar að Martin var á fæðingardeildinni með unnustu sinni, Önnu Maríu Bjarnadóttir og hafði orðið faðir í fyrsta sinn. Tony Parker gerði garðinn frægan með liði San Antonio Spurs í NBA deildinni.Vísir/Getty „Parker hefur reynt að fá mig til liðs við ASVEL þrisvar eða fjórum sinnum. Þegar að ég varð faðir í fyrsta skipti var Tony Parker fyrstur til þess að hringja í mig. Svona fimm til tíu mínútum eftir að sonur minn fæddist var ég að ræða við Tony Parker í símann og um leið að halda á syni mínum í fyrsta skipti á sama tíma. Parker lék allan sinn NBA feril með liði San Antonio Spurs og varð fjórum sinnum NBA meistari. Þá var hann sex sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar. „Hann er einn af mínum eftirlætis körfuboltamönnum. Þetta var súrealísk stund. Að halda á syni mínum og ræða við Tony Parker í símann þar sem að hann sagðist vera aðdáandi minn. Það var mjög erfið ákvörðun að ganga ekki til liðs við ASVEL en þetta var sama ár og ég gekk til liðs við Alba Berlín í fyrsta sinn árið 2018. Ég get því ekki sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Dyn Basketball (@dynbasketball) Hér fyrir neðan má sjá samantekt frá leik Alba Berlín og ASVEL í Evrópudeildinni á dögunum. Var um að ræða fyrsta sigur Berlínarmanna í deildinni á yfirstandandi tímabili. Liðið tekur á móti tyrkneska liðinu Fenerbache í kvöld. Evrópudeildin í körfubolta karla NBA Körfubolti Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Innslagið birtist í tengslum við Evrópudeildina í körfubolta þar sem að Martin, með liði sínu Alba Berlín, hefur nýlokið að etja kappi við franska liðið ASVEL sem Tony Parker er meirihluta eigandi í. Martin reyndist liði ASVEL Þrándur í götu í gær en hann setti niður tuttugu og eitt stig í fimm stiga sigri Alba Berlín, 84-79, og var stigahæsti leikmaður Alba Berlín. Í innslagi Dyn Basketball segir Martin frá því að Parker hafi ítrekað reynt að fá hann til liðs við ASVEL. Eitt símtalanna frá Parker kom árið 2018 þegar að Martin var á fæðingardeildinni með unnustu sinni, Önnu Maríu Bjarnadóttir og hafði orðið faðir í fyrsta sinn. Tony Parker gerði garðinn frægan með liði San Antonio Spurs í NBA deildinni.Vísir/Getty „Parker hefur reynt að fá mig til liðs við ASVEL þrisvar eða fjórum sinnum. Þegar að ég varð faðir í fyrsta skipti var Tony Parker fyrstur til þess að hringja í mig. Svona fimm til tíu mínútum eftir að sonur minn fæddist var ég að ræða við Tony Parker í símann og um leið að halda á syni mínum í fyrsta skipti á sama tíma. Parker lék allan sinn NBA feril með liði San Antonio Spurs og varð fjórum sinnum NBA meistari. Þá var hann sex sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar. „Hann er einn af mínum eftirlætis körfuboltamönnum. Þetta var súrealísk stund. Að halda á syni mínum og ræða við Tony Parker í símann þar sem að hann sagðist vera aðdáandi minn. Það var mjög erfið ákvörðun að ganga ekki til liðs við ASVEL en þetta var sama ár og ég gekk til liðs við Alba Berlín í fyrsta sinn árið 2018. Ég get því ekki sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun hjá mér. View this post on Instagram A post shared by Dyn Basketball (@dynbasketball) Hér fyrir neðan má sjá samantekt frá leik Alba Berlín og ASVEL í Evrópudeildinni á dögunum. Var um að ræða fyrsta sigur Berlínarmanna í deildinni á yfirstandandi tímabili. Liðið tekur á móti tyrkneska liðinu Fenerbache í kvöld.
Evrópudeildin í körfubolta karla NBA Körfubolti Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira