Fótbolti

Sæ­dís Rún mátti þola tap gegn Arsenal og Barcelona skoraði átta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sædís Rún og liðsfélagar áttu erfitt uppdráttar í kvöld.
Sædís Rún og liðsfélagar áttu erfitt uppdráttar í kvöld. Marius Simensen/Getty Images

Sædís Rún Heiðarsdóttir spilaði allan leikinn þegar Vålerenga tapaði 4-1 fyrir Arsenal í Meistaradeild Evrópu. Þá unnu Evrópumeistarar Barcelona 9-0 sigur á Hammarby.

Sædís Rún spilaði allan leikinn í stöðu vinstri vængbakvarðar er Vålerenga vonaðist til að auka enn frekar á vandræði Arsenal en leikið var á Emirates-vellinum í Lundúnum. Ósk gestanna gekk þó ekki að upp þar sem Emily Fox kom Skyttunum yfir eftir rétt rúma mínútu.

Þegar rétt tæplega hálftími var liðinn var staðan svo orðin 2-0 eftir að Caitlin Foord tvöfaldaði forystu heimaliðsins.

Olaug Tvedten minnkaði hins vegar muninn áður en fyrri hálfleik var lokið og staðan 2-1 í hálfleik. Karina Sævik með stoðsendinguna.

Mörkin létu á sér standa í síðari hálfleik en þegar fimm mínútur voru til leiksloka gerði Mariona Caldentey út um leikinn með þriðja marki Arsenal. Að þessu sinni var það Stina Blackstenius með stoðsendinguna.

Í uppbótartíma var það svo Caldentey sem átti stoðsendinguna þegar Alessia Russo skilaði boltanum í netið, lokatölur 4-1.

Arsenal er því komið á blað í C-riðli eftir tap gegn Glódísi Perlu Viggósdóttur og stöllum hennar í Bayern München í 1. umferð. Sædís Rún og lið hennar er enn án stiga eftir tvær umferðir.

Í D-riðli vann Barcelona ótrúlegan 9-0 sigur eftir að hafa tapað 2-0 fyrir Manchester City í 1. umferð.

Hin norska Caroline Graham Hansen og Claudia Pina skoruðu báðar tvö mörk. Hin fimm mörkin skoruðu Alexia Putellas, Ewa Pajor, Esmee Brugts Mapi Léon og Fridalina Rolfo.

Bæði Barcelona og Hammarby eru með þrjú stig á meðan Man City er með sex og St. Pölten er án stiga.


Tengdar fréttir

Gló­dís Perla og stöllur sóttu sigur til Ítalíu

Bayern München lagði Juventus 2-0 á útivelli í C-riðli Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Glódís Perla Viggósdóttir bar fyrirliðaband Bayern í leiknum og stóð vaktina með prýði í miðverðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×