Þetta hefur New York Times eftir barnabarni forsetans fyrrverandi, Jason Carter. Tekið er fram að í Georgíuríki megi ættingjar skila atkvæðum fyrir hönd ástvina sinna séu útfyllt.
Þann 1. október síðastliðinn varð Carter hundrað ára gamall. Þá var hann búinn að vera í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Eiginkona hans Rosalynn Carter lést þann 19. nóvember 2023.
Carter var forseti Bandaríkjanna í eitt kjörtímabil, frá 1977 til 1981, en hann bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn og hafði kosningasigur gegn sitjandi forseta Gerald Ford.
New York Post hefur eftir ættingjum Carter að það hafi gert hann talsvert spenntari að kjósa Kamölu Harris í forsetakosningunum heldur en að verða aldargamall.