Sport

Kynntu nýtt merki KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér má sjá dæmi um hvernig KR-ingar nota merkið sitt á körfuboltabúning félagsins.
Hér má sjá dæmi um hvernig KR-ingar nota merkið sitt á körfuboltabúning félagsins. merki.kr.is

KR-ingar héldu upp á 125 ára afmælið sitt í ár með því að endurskoða merkið og heildarásýnd félagsins.

Við hönnun á nýrri útgáfu af merki KR var horft í upprunann og sígildum eiginleikum eldri merkja gert hátt undir höfði.

Nýja útgáfa merkisins fær líka nýja glæsilega heimasíðu þar sem farið er yfir sögu merkisins.

Merkið hefur breyst oft á þessum 125 árum og margar útgáfur litið dagsins ljós.

Óljósar heimildir eru fyrir því hvenær merki KR varð til en margt bendir til að fyrsta útgáfa þess hafi verið teiknuð af Tryggva Magnússyni í kringum 1920.

Merkið var notað í skjaldarformi á búningum en hringlaga í öðru efni. Í gegnum árin hefur það verið notað í hinum ýmsu útgáfum en þekktust er líklega útgáfan sem var endurteiknuð fyrir 80 ára afmæli KR af Sigurþóri Jakobssyni. Sú útgáfa hefur, ásamt öðrum, verið í notkun síðustu ár.

Það eru ekki miklar breytingar á þessu nýja merki KR en það er búið að hreina línur og auðvelda félaginu að nota það á alls konar varning.

Eins og sést á heimasíðunni eru komnar margar hugmyndir fram um það hvernig má nota nýja KR merkið á varning eins og peysur, boli og annað.

Verkefnið var unnið af @brandenburgers og @toggibla í góðu samstarfi við aðalstjórn KR.

Munir á merki KR 2024 og merki KR 1966 er ekki mikill.merki.kr.is
KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×