Liberty vann 80-77 sigur á Minnesota Lynx í þriðja leiknum í úrslitaeinvígi WNBA deildarinnar í körfubolta en leikurinn fór fram í Minneapolis í nótt.
Hetja gestanna var Sabrina Ionescu sem skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndum leiksins. Ionescu tók skotið af mjög löngu færi eins og má sjá hér fyrir neðan.
ONE OF THE BIGGEST SHOTS IN LIBERTY FINALS HISTORY FROM SABRINA IONESCU 😱🔥
— WNBA (@WNBA) October 17, 2024
The Liberty takes Game 3! #WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/Whv0AMnNl9
Lynx vann fyrsta leikinn í framlengingu en Liberty svaraði með fjórtán stiga sigri í leik tvö. Lynx var komið tíu stigum eftir fyrsta leikhlutann í nótt en gestirnir frá New Tork unnu sig inn í leikinn og tryggðu sér sigur.
Breanna Stewart var atkvæðamest hjá Liberty með 30 stig, 11 fráköst og 4 varin skot en hún hitti úr öllum tíu vítaskotum sínum.
Ionescu var með 13 stig og 6 stoðsendingar en þær Leonie Fiebich og Jonquel Jones skoruðu einnig 13 stig.
Napheesa Collier var að venju í fararbroddi hjá Lynx með 22 stig, 9 fráköst og 5 stolna bolta en Kayla McBride skoraði 19 stig.
New York Liberty hefur þrisvar áður komist í úrslitaeinvígið en alltaf tapað. Hinni áströlsku Sandy Brondello hefur tekist að setja saman öflugt lið sem er einum sigri frá því að færa New York borg fyrsta körfuboltatitil sinn í NBA eða WNBA síðan New York Knicks vann árið 1973.
Breanna Stewart dropped a 30-ball to power the Liberty to a clutch Game 3 win 🔥
— WNBA (@WNBA) October 17, 2024
30 PTS | 11 REB | 4 BLK#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/UFgGkhWeT7