Árni tekur við Fylki af Rúnari Valur Páll Eiríksson skrifar 17. október 2024 09:13 Árni Freyr Guðnason fyrir miðju. Björn Viðar Ásbjörnsson formaður meistaraflokksráðs, er til vinstri og Ragnar Páll Bjarnason formaður knattspyrnudeildar til hægri. Mynd/Fylkir Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum. Ljóst er að Fylkir mun spila í Lengjudeildinni næsta sumar eftir tap fyrir HK fyrir nýafstaðið landsleikjahlé. Rúnar Páll greindi frá því eftir þann leik að hann hyggðist hætta í Árbænum eftir leiktíðina. Rúnar verður að vísu ekki á hliðarlínunni í þeim tveimur leikjum sem Fylkir á eftir þar sem hann verður í leikbanni en mun þó stýra æfingum liðsins næstu tvær vikur. Árni Freyr mun taka við keflinu af Rúnari að tímabilinu loknu en aðeins er um mánuður síðan að hann skrifaði undir tveggja ára samning við ÍR. Árni hefur náð góðum árangri í neðra Breiðholti sem þjálfari liðsins undanfarin tvö ár. ÍR komst upp úr 2. deildinni undir hans stjórn sumarið 2023 og var í baráttunni um Bestu deildar sæti á sínu fyrsta tímabili í Lengjudeildinni í sumar. ÍR tapaði fyrir Keflavík í undanúrslitum umspils um Bestu deildar sæti, umspil sem Afturelding vann. Árni þekkir til í Árbænum en hann spilaði fyrir Fylki sumrin 2012 og 2013. Hann skoraði fjögur mörk í 26 leikjum í deild og bikar. „Það er mikill heiður fyrir mig að snúa aftur til Fylkis og að fá nú tækifæri til að þjálfa Fylkisliðið. Mitt mat er að það sé mjög mikið spunnið í liðið og með vinnusemi og metnað að leiðarljósi er ég sannfærður um að við munum skila góðri frammistöðu í framtíðinni. Hér í Árbænum eru aðstæður til fyrirmyndar og ég hlakka til að hefja störf fyrir Fylki,“ er haft eftir Árna í tilkynningu Fylkis. Líklegt þykir að Jóhann Birnir Guðmundsson, sem stýrði ÍR ásamt Árna, taki við keflinu í Breiðholti. Fylkir Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ljóst er að Fylkir mun spila í Lengjudeildinni næsta sumar eftir tap fyrir HK fyrir nýafstaðið landsleikjahlé. Rúnar Páll greindi frá því eftir þann leik að hann hyggðist hætta í Árbænum eftir leiktíðina. Rúnar verður að vísu ekki á hliðarlínunni í þeim tveimur leikjum sem Fylkir á eftir þar sem hann verður í leikbanni en mun þó stýra æfingum liðsins næstu tvær vikur. Árni Freyr mun taka við keflinu af Rúnari að tímabilinu loknu en aðeins er um mánuður síðan að hann skrifaði undir tveggja ára samning við ÍR. Árni hefur náð góðum árangri í neðra Breiðholti sem þjálfari liðsins undanfarin tvö ár. ÍR komst upp úr 2. deildinni undir hans stjórn sumarið 2023 og var í baráttunni um Bestu deildar sæti á sínu fyrsta tímabili í Lengjudeildinni í sumar. ÍR tapaði fyrir Keflavík í undanúrslitum umspils um Bestu deildar sæti, umspil sem Afturelding vann. Árni þekkir til í Árbænum en hann spilaði fyrir Fylki sumrin 2012 og 2013. Hann skoraði fjögur mörk í 26 leikjum í deild og bikar. „Það er mikill heiður fyrir mig að snúa aftur til Fylkis og að fá nú tækifæri til að þjálfa Fylkisliðið. Mitt mat er að það sé mjög mikið spunnið í liðið og með vinnusemi og metnað að leiðarljósi er ég sannfærður um að við munum skila góðri frammistöðu í framtíðinni. Hér í Árbænum eru aðstæður til fyrirmyndar og ég hlakka til að hefja störf fyrir Fylki,“ er haft eftir Árna í tilkynningu Fylkis. Líklegt þykir að Jóhann Birnir Guðmundsson, sem stýrði ÍR ásamt Árna, taki við keflinu í Breiðholti.
Fylkir Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira