„Loksins er lokið lengsta dauðastríði nokkurrar ríkisstjórnar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 11:22 Formaður Miðsflokksins mun ekki sakna ríkisstjórnarinnar sem lýkur störfum í dag. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra tilkynnti um þingrof og kosningar á þingi í dag. Formaður Miðflokksins sagði dauðastríði ríkisstjórnarinnar loks lokið og formenn annarra stjórnarandstöðuflokka sögðu kosningarnar tækifæri til breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði erindi ríkisstjórnarinnar lokið og formaður Vinstri grænna sagði hann óhæfan til að leiða ríkisstjórn. Birgir Ármannsson forseti þingsins setti fundinn og deildi þingskjölum. Að því loknu setti hann á dagskrá eina málið sem var á dagskrá. Þingrof og kosningar þann 30. nóvember. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra las þá upp yfirlýsingu frá forseta Íslands þar sem sagði forsetann hafa samþykkt tillögu hans um að flýta kosningum og rjúfa þing 30. nóvember og kosningar fari fram sama dag. „Kæri forseti, komið er að leiðarlokum sögulegs stjórnarsamstarfs,“ sagði Bjarni Benediktsson og að nú væri að ljúka störfum langlífasta þriggja flokka stjórn í sögu Íslands. Stjórnin hefði unnið saman að því að tryggja framfarir og hag fjölskyldna og heimila. Bjarni segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna geta gengið stolta frá borði en að samstarfið hafi verið komið að endastöð.Vísir/Vilhelm Stjórnin hefði einnig tekist á við heimsfaraldur og breytta stöðu í heiminum þar sem stríð er rekið í Evrópu, auk jarðelda sem sviptu þúsunda Íslendinga heimili sín og atvinnu. Þessum áskorunum hefði fylgt ýmiss kostnaður en hann væri stoltur af því hvernig hefði verið tekið á þessum málum í ríkisstjórninni. „Þótt ríkisstjórn geti gengið stolt frá borði var erindi hennar komin að endastöð. Ég leit svo á að ég væri að bregðast sjálfum mér mínum flokki og umfram allt landsmönnum öllum með því að þykjast geta leitt stjórninni áfram án sáttar um okkar stærstu mál,“ sagði Bjarni og nefndi orku- og útlendingamálin. Hann hafi ekki séð annan kost en að leggja málið í hendur þjóðarinnar. „Við stjórnmálamenn eigum ekki að kvarta yfir snemma búnum kosningum heldur fagna tækifærinu sem þeim fylgir,“ sagði Bjarni og að lýðræðið væri ekki sjálfsagt. Hann sagði áríðandi að vanda sig í yfirvofandi kosningum. Það þyrfti að vernda umræðuhefðina. Hann hvatti að lokum þingheim til að sameinast um þau mál sem þarf að takast á um í aðdraganda kosningar og fjárlögin sem ríkisstjórnin sem þegar hefur lagt fram. Bjarni sé óhæfur til að leiða ríkisstjórnina Svandís Svavarsdóttur formaður Vinstri grænna tók að því loknu til máls og sagði stöðuna sem upp er komin koma öllum við. Hún sagði Bjarna hafa tilkynnt sér óformlega um blaðamannafund sinn á sunnudag. Hún segir Bjarna hafa gert allar þær ráðstafanir sem fylgdu í kjölfarið án þess að ræða þær við ríkisstjórn. Hann hafi tekið þessar ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokks en ekki forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir uppnámið í pólitíkinni síðustu daga í boði formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm „Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo ekki í raun fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlegu ríkisstjórnarskipti fara fram,“ sagði Svandís. Hún segir Bjarna óhæfan til að stýra ríkisstjórn og því taki Vinstri græn ekki áfram þátt í ríkisstjórninni. Bjarni hafi slitið samstarfinu einhliða og það í fjölmiðlum. Það sé hans mat að ekki hafi verið lengur hægt að starfa saman. „Formlegs samstarfs VG við Sjálfstæðisflokkinn er lokið. Það er sögulegt og áhugavert hvað það er sem rekur forsætisráðherra til að rjúfa sjö ára samstarf einhliða og í fjölmiðlum. Líkast til eru það flokkshagsmunir og hagsmunir hans sjálfs sem foringja í kreppu sem vega þar þyngst. Það er hans mat.“ Hún segir kosningarnar eiga að snúast um heimilin í landinu og efnahagsmálin. Það séu flókið verkefni að takast á við að sameinast um fjárlagafrumvarpið sem þurfi að samþykkja en segist hafa trú á því að þingið geti gert það saman. Svandís segir Vinstri græn hafa sett sitt mark á stjórnmálin í 25 ára sögu flokksins og þau séu tilbúin til að halda áfram. Pössum ekki upp á hvort annað ef stoltið er sært Kristrún Frostadóttir tók næst til máls. Hún sagði fólkið nú fá valdið aftur í sínar hendur. „Ég hef aldrei hlakkað eins mikið til að kjósa. Það er eitthvað að gerast hérna núna og við þurfum nýtt upphaf. Það var eldri maður í Vogum á Vatnsleysuströnd sem sagði þetta við mig á einum af 32 fundum Samfylkingar í haust um húsnæðis- og kjaramál. Mér fannst þetta vel orðað,“ sagði Kristrún í ræðu sinni og að það sé tími fyrir breytingar í stjórn landsmála. Hún spurði hvað helst fyllir fólk þjóðarstolti og nefndi menningu, náttúru og framúrskarandi Íslendinga. Kristrún Frostadóttir sagði kosningarnar tækifæri til breytinga. Vísir/Vilhelm „En stoltið er sært ef við pössum ekki upp á hvert annað, ef við pössum ekki upp á samfélagið okkar og stöndum ekki undir sterkri velferð fyrir alla sem hér búa. Því það er eitthvað alveg sérstakt sem við eigum saman hér og sem bindur okkur saman. Þvert á landið, þvert á uppruna, þvert á kynslóðir.“ Hún segir það nísta í hjartað þegar stjórnvöld bregðast. „Það særir þjóðarstoltið að horfa upp á hvernig er farið með eldra fólk í landinu, sem á stutt eftir, að sitja með manneskju á spítalagangi sem er kvalin og þarf örugga öldrunarþjónustu síðasta spölinn en fær ekki nema neyðaraðstoð á bráðamóttöku, eftir alltof langa bið. Það særir þetta stolt þegar við sjáum sömu fréttirnar, ár eftir ár, af aðfluttu verkafólki sem er brotið á, án afleiðinga. Lögreglan hefur ekki bolmagn til að taka á þessu, og stjórnvöld sofa á verðinum. Það særir stoltið þegar börn og unglingar þurfa að bíða mánuði og jafnvel ár eftir nauðsynlegri greiningu og þjónustu. Þegar fólk sem glímir við fíkn fær ekki þá aðstoð sem það þarf á að halda. Þegar við finnum að velferðarkerfið okkar virkar ekki eins og það á að gera,“ sagði Kristrín og spurði hvort fólk væri stolt af því hvernig landinu hafi verið stjórnað síðustu ár. Hún segist viss um að það sé hægt að gera betur með nýrri forystu. Fæddist tilbúin Inga Sæland formaður Flokks fólksins talaði eftir það og sagði að verkin ættu að tala. Flokkur fólksins talaði fyrir þeim sem minna megin sín og að það mætti sjá á þeim tillögum sem þau hafi lagt til á þingi. Hún sagði það á ábyrgð stjórnvalda hvernig hlutirnir hafa æxlast í samfélaginu. Hún hafi stofnað flokkinn til að hjálpa fólki sama hvaða stétt það tilheyrir. Inga Sæland er tilbúin í kosningar. Aðsend „Ég fæddist tilbúin til að takast á við verkefni,“ sagði Inga að lokum. Framsókn horfi ekki um öxl Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði sjö ára samstarf ríkisstjórnarinnar komið að leiðarlokum. Framsóknarflokkurinn hafi talið að hægt væri að vinna áfram saman en að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið einhliða ákvörðun um að binda enda á það. „Þetta er niðurstaðan og við í Framsókn horfum ekki um öxl,“ sagði Ingibjörg og að flokksmenn væru fullir tilhlökkunar fyrir kosningum. Ingibjörg IsaksenDaníel Starrason Hún talaði að því loknu um mikinn árangur í heilbrigðismálum en Willum Þór Þórsson þingmaður flokksins hefur verið heilbrigðisráðherra síðustu ár. Hægt að hafna íhaldinu fyrir fullt og allt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði kosningarnar tækifæri til breytinga. Það skipti máli hver tekur við og hvernig landinu er stýrt. Hún sagði kjósendur fá tækifæri í kosningunum til að hafna íhaldinu fyrir fullt og allt. Þórhildur Sunna sagði tækifæri í kosningum til að velja mennsku, mannúð og mannréttindi. Vísir/Vilhelm „Við getum hafnað þeirri mýtu að verði stóriðjunni ekki að ósk sinni um að hér verði virkjuð hver einasta lækjarspræna ellegar slokkni ljósin á öllu landinu. Við getum hafnað þeirri heimssýn að nú þurfum við víggirðingar hringinn í kringum landið og að lögreglumenn með byssur á hverju horni til að passa okkur frá hvort öðru. Við getum hafnað ríkisstjórn sem hefur brugðist sínu hlutverki að gera allt sem í hennar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið á palestínsku þjóðinni. Þá getum við hafna því að hagsmunaaðilar í iðnaði og sjávarútvegi séu best til þess fallnir að vernda auðlindir okkar og náttúru og stjórna öllu bak við tjöldin.“ Það sé hægt þess í stað að velja mennsku, mannúð og mannréttindi. Þjóðin þurfi von Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist hafa kosið að ríkisstjórnin hefði skilið betur við en að flestum liði þó eins og þau væru að „losna undan leiðingum“. Bröltið í stjórninni hafi hvílt á þjóðinni eins og mara og ríkisstjórnin sé loks að fara frá. Það gefi kost á að velja nýtt upphaf, kjarkmikla forystu sem þori að fara í verkin. Hún sagði Viðreisn flokk sem tali fyrir raunverulegum aðgerðum sem hafi áhrif á venjulegt fólk. „Það er ekkert náttúrulögmál eða óbreytanlegu fasti að fólk sjái ekki fram á að koma sér þaki yfir höfuðið sama hvað það leggur á sig. Eða sjá um mánaðarlaunin fuðra upp á verðbólgubáli í þessum nöturlega krónu veruleika. Það er heldur engin óbreytanlegu fasti að það sé einungis á færi þeirra efnameiri að hugsa að andlegri heilsu, sama hvaða leggur á sig. Eða fá sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Hún á ekki að vera eingöngu fyrir frekar ríka eða vel stæða.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir talaði um tækifæri til breytinga eins og formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín sögðu mörg þeirra vandamál sem steðja að þjóðinni heimatilbúin. Viðreisn vilji takast á við þau með nýjum leiðum. Hún sagði íslensku þjóðina nú þurfa von og að Viðreisn vilji bjóða upp á það sem valkost. „Við stígum sterk og keik inn í kosningabaráttu og við heitum því að hrista upp í plássföstum kreddum um að okkur farnist best ef við gerum sem minnst og breytum helst bara akkúrat engu það sem íslensk þjóð þarf núna, virðulegur forseti, er von.“ Vonlaus ríkisstjórn sem verður ekki saknað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tók síðastur formanna til máls og sagði loksins lokið lengsta dauðastríði ríkisstjórnar á Íslandi. Það hafi varað í allt of mörg ár. „Þetta var vonlaus ríkisstjórn og hennar verður ekki saknað,“ sagði Sigmundur. Það hafi verið talað um ósætti en samstaðan hafi verið verri. Þau hafi náð saman um mál sem hafi verið til óþurftar. Það hefði mátt nýta tímann betur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir næstu ríkisstjórn ákvarða framhald framtíðar Íslands. Vísir/Vilhelm Hann segir ríkisstjórnina hafa átt að taka á þremur málum, útlendingamálum, efnahagsmálum og orkumálum en það hafi verið ljóst frá næstum fyrsta degi að það væri ekki að fara að gerast. Það sé á sama tíma ótrúlegt hversu miklu stjórnin eyddi í þessa málaflokka án þess að ná markverðum árangri. Sigmundur sagði einstakt tækifæri í kosningunum til að breyta stjórnarfarinu í landinu. Niðurstöðurnar muni hafa áhrif á alla framtíð Íslands. „Næsta ríkisstjórn þarf að verja þjóðina og landið,“ sagði Sigmundur að lokum. Að því loknu var fundi slitið. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Píratar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þingrof og kosningar á dagskrá þingsins Þingfundur hefst klukkan 10.30 í dag. Á dagskrá fundarins er tilkynning forsætisráðherra um þingrof og alþingiskosningar þann 30. nóvember. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan. 17. október 2024 09:56 Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Birgir Ármannsson forseti þingsins setti fundinn og deildi þingskjölum. Að því loknu setti hann á dagskrá eina málið sem var á dagskrá. Þingrof og kosningar þann 30. nóvember. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra las þá upp yfirlýsingu frá forseta Íslands þar sem sagði forsetann hafa samþykkt tillögu hans um að flýta kosningum og rjúfa þing 30. nóvember og kosningar fari fram sama dag. „Kæri forseti, komið er að leiðarlokum sögulegs stjórnarsamstarfs,“ sagði Bjarni Benediktsson og að nú væri að ljúka störfum langlífasta þriggja flokka stjórn í sögu Íslands. Stjórnin hefði unnið saman að því að tryggja framfarir og hag fjölskyldna og heimila. Bjarni segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna geta gengið stolta frá borði en að samstarfið hafi verið komið að endastöð.Vísir/Vilhelm Stjórnin hefði einnig tekist á við heimsfaraldur og breytta stöðu í heiminum þar sem stríð er rekið í Evrópu, auk jarðelda sem sviptu þúsunda Íslendinga heimili sín og atvinnu. Þessum áskorunum hefði fylgt ýmiss kostnaður en hann væri stoltur af því hvernig hefði verið tekið á þessum málum í ríkisstjórninni. „Þótt ríkisstjórn geti gengið stolt frá borði var erindi hennar komin að endastöð. Ég leit svo á að ég væri að bregðast sjálfum mér mínum flokki og umfram allt landsmönnum öllum með því að þykjast geta leitt stjórninni áfram án sáttar um okkar stærstu mál,“ sagði Bjarni og nefndi orku- og útlendingamálin. Hann hafi ekki séð annan kost en að leggja málið í hendur þjóðarinnar. „Við stjórnmálamenn eigum ekki að kvarta yfir snemma búnum kosningum heldur fagna tækifærinu sem þeim fylgir,“ sagði Bjarni og að lýðræðið væri ekki sjálfsagt. Hann sagði áríðandi að vanda sig í yfirvofandi kosningum. Það þyrfti að vernda umræðuhefðina. Hann hvatti að lokum þingheim til að sameinast um þau mál sem þarf að takast á um í aðdraganda kosningar og fjárlögin sem ríkisstjórnin sem þegar hefur lagt fram. Bjarni sé óhæfur til að leiða ríkisstjórnina Svandís Svavarsdóttur formaður Vinstri grænna tók að því loknu til máls og sagði stöðuna sem upp er komin koma öllum við. Hún sagði Bjarna hafa tilkynnt sér óformlega um blaðamannafund sinn á sunnudag. Hún segir Bjarna hafa gert allar þær ráðstafanir sem fylgdu í kjölfarið án þess að ræða þær við ríkisstjórn. Hann hafi tekið þessar ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokks en ekki forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segir uppnámið í pólitíkinni síðustu daga í boði formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm „Það uppnám og vandræðagangur sem á eftir fylgdi er afleiðing þess að forsætisráðherra hafði ekki undirbúið neitt og tók í raun ákvörðun og ákvarðanir sem formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki sem forsætisráðherra. Formsatriðum verður svo ekki í raun fullnægt fyrr en á ríkisráðsfundi síðar í dag þar sem hin lögformlegu ríkisstjórnarskipti fara fram,“ sagði Svandís. Hún segir Bjarna óhæfan til að stýra ríkisstjórn og því taki Vinstri græn ekki áfram þátt í ríkisstjórninni. Bjarni hafi slitið samstarfinu einhliða og það í fjölmiðlum. Það sé hans mat að ekki hafi verið lengur hægt að starfa saman. „Formlegs samstarfs VG við Sjálfstæðisflokkinn er lokið. Það er sögulegt og áhugavert hvað það er sem rekur forsætisráðherra til að rjúfa sjö ára samstarf einhliða og í fjölmiðlum. Líkast til eru það flokkshagsmunir og hagsmunir hans sjálfs sem foringja í kreppu sem vega þar þyngst. Það er hans mat.“ Hún segir kosningarnar eiga að snúast um heimilin í landinu og efnahagsmálin. Það séu flókið verkefni að takast á við að sameinast um fjárlagafrumvarpið sem þurfi að samþykkja en segist hafa trú á því að þingið geti gert það saman. Svandís segir Vinstri græn hafa sett sitt mark á stjórnmálin í 25 ára sögu flokksins og þau séu tilbúin til að halda áfram. Pössum ekki upp á hvort annað ef stoltið er sært Kristrún Frostadóttir tók næst til máls. Hún sagði fólkið nú fá valdið aftur í sínar hendur. „Ég hef aldrei hlakkað eins mikið til að kjósa. Það er eitthvað að gerast hérna núna og við þurfum nýtt upphaf. Það var eldri maður í Vogum á Vatnsleysuströnd sem sagði þetta við mig á einum af 32 fundum Samfylkingar í haust um húsnæðis- og kjaramál. Mér fannst þetta vel orðað,“ sagði Kristrún í ræðu sinni og að það sé tími fyrir breytingar í stjórn landsmála. Hún spurði hvað helst fyllir fólk þjóðarstolti og nefndi menningu, náttúru og framúrskarandi Íslendinga. Kristrún Frostadóttir sagði kosningarnar tækifæri til breytinga. Vísir/Vilhelm „En stoltið er sært ef við pössum ekki upp á hvert annað, ef við pössum ekki upp á samfélagið okkar og stöndum ekki undir sterkri velferð fyrir alla sem hér búa. Því það er eitthvað alveg sérstakt sem við eigum saman hér og sem bindur okkur saman. Þvert á landið, þvert á uppruna, þvert á kynslóðir.“ Hún segir það nísta í hjartað þegar stjórnvöld bregðast. „Það særir þjóðarstoltið að horfa upp á hvernig er farið með eldra fólk í landinu, sem á stutt eftir, að sitja með manneskju á spítalagangi sem er kvalin og þarf örugga öldrunarþjónustu síðasta spölinn en fær ekki nema neyðaraðstoð á bráðamóttöku, eftir alltof langa bið. Það særir þetta stolt þegar við sjáum sömu fréttirnar, ár eftir ár, af aðfluttu verkafólki sem er brotið á, án afleiðinga. Lögreglan hefur ekki bolmagn til að taka á þessu, og stjórnvöld sofa á verðinum. Það særir stoltið þegar börn og unglingar þurfa að bíða mánuði og jafnvel ár eftir nauðsynlegri greiningu og þjónustu. Þegar fólk sem glímir við fíkn fær ekki þá aðstoð sem það þarf á að halda. Þegar við finnum að velferðarkerfið okkar virkar ekki eins og það á að gera,“ sagði Kristrín og spurði hvort fólk væri stolt af því hvernig landinu hafi verið stjórnað síðustu ár. Hún segist viss um að það sé hægt að gera betur með nýrri forystu. Fæddist tilbúin Inga Sæland formaður Flokks fólksins talaði eftir það og sagði að verkin ættu að tala. Flokkur fólksins talaði fyrir þeim sem minna megin sín og að það mætti sjá á þeim tillögum sem þau hafi lagt til á þingi. Hún sagði það á ábyrgð stjórnvalda hvernig hlutirnir hafa æxlast í samfélaginu. Hún hafi stofnað flokkinn til að hjálpa fólki sama hvaða stétt það tilheyrir. Inga Sæland er tilbúin í kosningar. Aðsend „Ég fæddist tilbúin til að takast á við verkefni,“ sagði Inga að lokum. Framsókn horfi ekki um öxl Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði sjö ára samstarf ríkisstjórnarinnar komið að leiðarlokum. Framsóknarflokkurinn hafi talið að hægt væri að vinna áfram saman en að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tekið einhliða ákvörðun um að binda enda á það. „Þetta er niðurstaðan og við í Framsókn horfum ekki um öxl,“ sagði Ingibjörg og að flokksmenn væru fullir tilhlökkunar fyrir kosningum. Ingibjörg IsaksenDaníel Starrason Hún talaði að því loknu um mikinn árangur í heilbrigðismálum en Willum Þór Þórsson þingmaður flokksins hefur verið heilbrigðisráðherra síðustu ár. Hægt að hafna íhaldinu fyrir fullt og allt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði kosningarnar tækifæri til breytinga. Það skipti máli hver tekur við og hvernig landinu er stýrt. Hún sagði kjósendur fá tækifæri í kosningunum til að hafna íhaldinu fyrir fullt og allt. Þórhildur Sunna sagði tækifæri í kosningum til að velja mennsku, mannúð og mannréttindi. Vísir/Vilhelm „Við getum hafnað þeirri mýtu að verði stóriðjunni ekki að ósk sinni um að hér verði virkjuð hver einasta lækjarspræna ellegar slokkni ljósin á öllu landinu. Við getum hafnað þeirri heimssýn að nú þurfum við víggirðingar hringinn í kringum landið og að lögreglumenn með byssur á hverju horni til að passa okkur frá hvort öðru. Við getum hafnað ríkisstjórn sem hefur brugðist sínu hlutverki að gera allt sem í hennar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorðið á palestínsku þjóðinni. Þá getum við hafna því að hagsmunaaðilar í iðnaði og sjávarútvegi séu best til þess fallnir að vernda auðlindir okkar og náttúru og stjórna öllu bak við tjöldin.“ Það sé hægt þess í stað að velja mennsku, mannúð og mannréttindi. Þjóðin þurfi von Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist hafa kosið að ríkisstjórnin hefði skilið betur við en að flestum liði þó eins og þau væru að „losna undan leiðingum“. Bröltið í stjórninni hafi hvílt á þjóðinni eins og mara og ríkisstjórnin sé loks að fara frá. Það gefi kost á að velja nýtt upphaf, kjarkmikla forystu sem þori að fara í verkin. Hún sagði Viðreisn flokk sem tali fyrir raunverulegum aðgerðum sem hafi áhrif á venjulegt fólk. „Það er ekkert náttúrulögmál eða óbreytanlegu fasti að fólk sjái ekki fram á að koma sér þaki yfir höfuðið sama hvað það leggur á sig. Eða sjá um mánaðarlaunin fuðra upp á verðbólgubáli í þessum nöturlega krónu veruleika. Það er heldur engin óbreytanlegu fasti að það sé einungis á færi þeirra efnameiri að hugsa að andlegri heilsu, sama hvaða leggur á sig. Eða fá sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Hún á ekki að vera eingöngu fyrir frekar ríka eða vel stæða.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir talaði um tækifæri til breytinga eins og formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín sögðu mörg þeirra vandamál sem steðja að þjóðinni heimatilbúin. Viðreisn vilji takast á við þau með nýjum leiðum. Hún sagði íslensku þjóðina nú þurfa von og að Viðreisn vilji bjóða upp á það sem valkost. „Við stígum sterk og keik inn í kosningabaráttu og við heitum því að hrista upp í plássföstum kreddum um að okkur farnist best ef við gerum sem minnst og breytum helst bara akkúrat engu það sem íslensk þjóð þarf núna, virðulegur forseti, er von.“ Vonlaus ríkisstjórn sem verður ekki saknað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tók síðastur formanna til máls og sagði loksins lokið lengsta dauðastríði ríkisstjórnar á Íslandi. Það hafi varað í allt of mörg ár. „Þetta var vonlaus ríkisstjórn og hennar verður ekki saknað,“ sagði Sigmundur. Það hafi verið talað um ósætti en samstaðan hafi verið verri. Þau hafi náð saman um mál sem hafi verið til óþurftar. Það hefði mátt nýta tímann betur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir næstu ríkisstjórn ákvarða framhald framtíðar Íslands. Vísir/Vilhelm Hann segir ríkisstjórnina hafa átt að taka á þremur málum, útlendingamálum, efnahagsmálum og orkumálum en það hafi verið ljóst frá næstum fyrsta degi að það væri ekki að fara að gerast. Það sé á sama tíma ótrúlegt hversu miklu stjórnin eyddi í þessa málaflokka án þess að ná markverðum árangri. Sigmundur sagði einstakt tækifæri í kosningunum til að breyta stjórnarfarinu í landinu. Niðurstöðurnar muni hafa áhrif á alla framtíð Íslands. „Næsta ríkisstjórn þarf að verja þjóðina og landið,“ sagði Sigmundur að lokum. Að því loknu var fundi slitið.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Píratar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þingrof og kosningar á dagskrá þingsins Þingfundur hefst klukkan 10.30 í dag. Á dagskrá fundarins er tilkynning forsætisráðherra um þingrof og alþingiskosningar þann 30. nóvember. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan. 17. október 2024 09:56 Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11 Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Þingrof og kosningar á dagskrá þingsins Þingfundur hefst klukkan 10.30 í dag. Á dagskrá fundarins er tilkynning forsætisráðherra um þingrof og alþingiskosningar þann 30. nóvember. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan. 17. október 2024 09:56
Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. 16. október 2024 21:11
Getur ekki orða bundist yfir útspili Vinstri grænna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segist ekki geta orða bundist þegar kemur að Vinstri grænum og pólitísku inntaki flokksins. 15. október 2024 21:46