Rósa sækist eftir þriðja sætinu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. október 2024 12:44 Rósa hefur verið í bæjarpólitík um árabil en ætlar nú í landsmálin. Aðsend Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. Rósa hættir sem bæjarstjóri um áramótin þegar Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins í Hafnafirði tekur við sem bæjarstjóri í samræmi við samkomulag sem gert var í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga. „Eftir að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði í rúm 10 ár og átt þannig þátt í því að koma flokknum í meirihluta í bæjarstjórn eftir langt hlé, vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja Sjálfstæðisflokknum glæsilegan árangur í komandi kosningum,“ segir Rósa. Hún segist telja að reynsla hennar sem bæjarfulltrúi í 18 ár, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í rúm 6 ár, muni nýtast vel í landsmálunum. „Mín störf sýna að ég hef fylgt grundvallarhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar af einurð sem birtist meðal annars í ábyrgri fjármálastjórn, frelsi til athafna, skattalækkunum, skilningi á því að velferð sé ekki tryggð nema með öflugu atvinnulífi og virðingu fyrir skattfé almennings.“ Slegist um sætin í Suðvestur Keppst verður um sætin á lista flokksins í kjördæminu. Þegar hafa þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Jón Gunnarsson gefið út að þau sækist eftir 2. sæti og er gert ráð fyrir að Bjarni Benediktsson muni leiða listann í kjördæminu eins og hann hefur gert síðustu ár. Óli Björn Kárason ætlar ekki fram í þetta sinn en hann var í 4. sæti á lista í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Bæjarstjórinn íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína til að taka sæti á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember. 16. október 2024 13:25 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Rósa hættir sem bæjarstjóri um áramótin þegar Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins í Hafnafirði tekur við sem bæjarstjóri í samræmi við samkomulag sem gert var í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga. „Eftir að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði í rúm 10 ár og átt þannig þátt í því að koma flokknum í meirihluta í bæjarstjórn eftir langt hlé, vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja Sjálfstæðisflokknum glæsilegan árangur í komandi kosningum,“ segir Rósa. Hún segist telja að reynsla hennar sem bæjarfulltrúi í 18 ár, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í rúm 6 ár, muni nýtast vel í landsmálunum. „Mín störf sýna að ég hef fylgt grundvallarhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar af einurð sem birtist meðal annars í ábyrgri fjármálastjórn, frelsi til athafna, skattalækkunum, skilningi á því að velferð sé ekki tryggð nema með öflugu atvinnulífi og virðingu fyrir skattfé almennings.“ Slegist um sætin í Suðvestur Keppst verður um sætin á lista flokksins í kjördæminu. Þegar hafa þau Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Jón Gunnarsson gefið út að þau sækist eftir 2. sæti og er gert ráð fyrir að Bjarni Benediktsson muni leiða listann í kjördæminu eins og hann hefur gert síðustu ár. Óli Björn Kárason ætlar ekki fram í þetta sinn en hann var í 4. sæti á lista í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Bæjarstjórinn íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína til að taka sæti á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember. 16. október 2024 13:25 Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Bæjarstjórinn íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, íhugar alvarlega að bjóða fram krafta sína til að taka sæti á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember. 16. október 2024 13:25
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13
Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16. október 2024 15:20