Innlent

Vil­hjálmur blandar sér í bar­áttuna í Kraganum

Árni Sæberg skrifar
Vilhjálmur Bjarnason sat á þingi árin 2013 til 2017.
Vilhjálmur Bjarnason sat á þingi árin 2013 til 2017. vísir/gva

Enn bætist í fjölda þeirra sem vilja sæti ofarlega á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, gefur kost á sér í annað til fjórða sæti listans.

Þetta tilkynnir Vilhjálmur í fréttatilkynningu. Þar segir hann að hann telji rétt og eðlilegt að lífeyrisþegar eigi fulltrúa á Alþingi og það sé rétt og eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn leggi til þann fulltrúa.

Hann hafi ágæta menntun í hagfræði og skyldum greinum og hafi kennt við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, síðar viðskiptafræðideild.

„Vilhjálmur hefur áður átt sæti á Alþingi. Hann hlaut kjör í 4. sæti í prófkjöri árið 2016, en því sæti var úthlutað til annars í örlæti við röðun á framboðslista.“

Ljóst er að hörð barátta er að teiknast upp í Kraganum en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gefur kost á sér í annað sætið. 

Jón Gunnarsson hefur sagst vilja halda öðru sætinu. Bryndís Haraldsdóttir vill sömuleiðis halda sínu sæti, því þriðja og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir þriðja sætinu. 

Sjálfstæðismenn raða í efstu fjögur sætin á lista í Kraganum á fundi í Valhöll á sunnudag. 


Tengdar fréttir

Rósa sækist eftir þriðja sætinu

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×