Aron aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2024 19:46 Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur að því er virðist ákveðið að snúa aftur til Veszprém. Getty/Tom Weller Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, mun yfirgefa FH og spila með ungverska stórliðinu Veszprém á nýjan leik, út yfirstandandi leiktíð. Frá þessu er greint á vefmiðlinum Balkan Handball og Handball Planet vísar í þá frétt og bendir á að um stórtíðindi sé að ræða. Aron sneri aftur til FH, uppeldisfélags síns, úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor. Nú virðist þessi 34 ára handboltastjarna hafa ákveðið að snúa aftur í atvinnumennsku, og það til félagsins sem hann kvaddi með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Aron var á þeim tíma sagður hafa neitað að mæta á æfingu hjá Veszprém, í aðdraganda þess að hann fór til Barcelona. Hann hafi síðan sent símaskilaboð um að hann væri hættur og farinn til Íslands. Í kjölfarið varð fjandinn laus og Veszprém hótaði því að fara í mál við Aron sem hefði getað leitt til þess að hann yrði í tveggja ára banni. Sagðist hafa verið rekinn síðast Aron sagði hins vegar frá því að það hefði verið kolrangt að hann hefði aðeins sent ein skilaboð. Hann hefði verið að glíma við ákveðin persónuleg vandamál sem hann hefði þurft að takast á við, og átt gott spjall við þjálfara Veszprém. „Félagið vissi á þessum tímapunkti hvernig málum háttaði hjá mér,“ sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið haustið 2017, og bætti við: „Þjálfarinn bað mig eftir þennan fund að segja sér hvað ég ætlaði að gera. Ég sendi honum sms-skeyti deginum eftir þar sem ég lét hann vita að ég ætlaði ekki að mæta á þessa fyrstu æfingu. Seinni partinn þennan dag er ég svo bara rekinn opinberlega frá félaginu. Ég fékk enga viðvörun heldur las ég bara um þetta í fjölmiðlum. Ég fékk algjört sjokk þegar ég sá þetta og þessi viðbrögð þeirra komu mér algjörlega í opna skjöldu og ég varð reiður.“ Eftir tímann hjá Veszprém lék Aron með Barcelona í fjögur ár og svo með Aalborg í Danmörku í tvö ár áður en hann kom heim í Hafnarfjörðinn til FH. Hann varð ungverskur meistari í tvígang með Veszprém og vann einnig ungverska bikarinn tvisvar sem og suð-austur deild Evrópu sem þá var spilað í. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn Bjarka Má Elísson sem fyrr í kvöld skoraði fjögur mörk fyrir liðið í sigri gegn Fredericia í Meistaradeild Evrópu. Aron vildi ekki tjá sig um málið við Vísi að svo stöddu. Ungverski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Frá þessu er greint á vefmiðlinum Balkan Handball og Handball Planet vísar í þá frétt og bendir á að um stórtíðindi sé að ræða. Aron sneri aftur til FH, uppeldisfélags síns, úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og varð Íslandsmeistari með liðinu í vor. Nú virðist þessi 34 ára handboltastjarna hafa ákveðið að snúa aftur í atvinnumennsku, og það til félagsins sem hann kvaddi með frekar stormasömum hætti árið 2017, þegar hann gekk í raðir Barcelona eftir tvö ár í Ungverjalandi. Aron var á þeim tíma sagður hafa neitað að mæta á æfingu hjá Veszprém, í aðdraganda þess að hann fór til Barcelona. Hann hafi síðan sent símaskilaboð um að hann væri hættur og farinn til Íslands. Í kjölfarið varð fjandinn laus og Veszprém hótaði því að fara í mál við Aron sem hefði getað leitt til þess að hann yrði í tveggja ára banni. Sagðist hafa verið rekinn síðast Aron sagði hins vegar frá því að það hefði verið kolrangt að hann hefði aðeins sent ein skilaboð. Hann hefði verið að glíma við ákveðin persónuleg vandamál sem hann hefði þurft að takast á við, og átt gott spjall við þjálfara Veszprém. „Félagið vissi á þessum tímapunkti hvernig málum háttaði hjá mér,“ sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið haustið 2017, og bætti við: „Þjálfarinn bað mig eftir þennan fund að segja sér hvað ég ætlaði að gera. Ég sendi honum sms-skeyti deginum eftir þar sem ég lét hann vita að ég ætlaði ekki að mæta á þessa fyrstu æfingu. Seinni partinn þennan dag er ég svo bara rekinn opinberlega frá félaginu. Ég fékk enga viðvörun heldur las ég bara um þetta í fjölmiðlum. Ég fékk algjört sjokk þegar ég sá þetta og þessi viðbrögð þeirra komu mér algjörlega í opna skjöldu og ég varð reiður.“ Eftir tímann hjá Veszprém lék Aron með Barcelona í fjögur ár og svo með Aalborg í Danmörku í tvö ár áður en hann kom heim í Hafnarfjörðinn til FH. Hann varð ungverskur meistari í tvígang með Veszprém og vann einnig ungverska bikarinn tvisvar sem og suð-austur deild Evrópu sem þá var spilað í. Hjá Veszprém hittir Aron fyrir vin sinn Bjarka Má Elísson sem fyrr í kvöld skoraði fjögur mörk fyrir liðið í sigri gegn Fredericia í Meistaradeild Evrópu. Aron vildi ekki tjá sig um málið við Vísi að svo stöddu.
Ungverski handboltinn Olís-deild karla FH Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira