Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 07:31 Biden er nú staddur í Berlín þar sem hann mun funda með leiðtogum Evrópu. AP/Michael Kappeler Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. Sinwar var sá sem lagði á ráðin um árásir Hamas þann 7. október í fyrra og óskaði Biden Ísraelsmönnum til hamingju með að hafa fellt hann. Hendur Sinwar hefðu verið baðaðar blóði; blóði Bandaríkjamanna, Ísraela og annarra. Biden tjáði sig um málið í Þýskalandi, þar sem hann mun funda með ráðamönnum í Evrópu, og sagðist nú eygja von um vopnahlé. Þá sagðist hann myndu senda utanríkisráðherrann Antony Blinken til Ísrael til að ræða þau mál á næstu fjórum eða fimm dögum. Blinken ræddi við ráðamenn í Katar og Sádi Arabíu í gær um leiðir til að binda enda á átökin í Mið-Austurlöndum. Yahya Sinwar, the leader of Hamas, was responsible for the killing of thousands of innocent people, including the victims of October 7 and hostages killed in Gaza. He had American blood on his hands.Because of his death, the United States, Israel, and the entire world are… pic.twitter.com/baCM0SFYDT— Vice President Kamala Harris (@VP) October 17, 2024 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafa einnig kallað eftir vopnahléi. „Hamas hafa verið eyðilögð og forystu þeirra útrýmt,“ sagði Harris í gær. „Þetta augnablik veitir okkur tækifæri til að binda loksins enda á stríðið á Gasa.“ Yfirvöld í Íran segja drápið á Sinwar hins vegar munu styrkja andstöðuna gegn Ísrael og verða innblástur komandi kynslóða. Talsmenn Hezbollah sögðu um að ræða stigmögnun átaka þeirra við Ísrael. Leiðtogar Hamas hafa ekki tjáð sig um tíðindinn enn sem komið er. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Sinwar var sá sem lagði á ráðin um árásir Hamas þann 7. október í fyrra og óskaði Biden Ísraelsmönnum til hamingju með að hafa fellt hann. Hendur Sinwar hefðu verið baðaðar blóði; blóði Bandaríkjamanna, Ísraela og annarra. Biden tjáði sig um málið í Þýskalandi, þar sem hann mun funda með ráðamönnum í Evrópu, og sagðist nú eygja von um vopnahlé. Þá sagðist hann myndu senda utanríkisráðherrann Antony Blinken til Ísrael til að ræða þau mál á næstu fjórum eða fimm dögum. Blinken ræddi við ráðamenn í Katar og Sádi Arabíu í gær um leiðir til að binda enda á átökin í Mið-Austurlöndum. Yahya Sinwar, the leader of Hamas, was responsible for the killing of thousands of innocent people, including the victims of October 7 and hostages killed in Gaza. He had American blood on his hands.Because of his death, the United States, Israel, and the entire world are… pic.twitter.com/baCM0SFYDT— Vice President Kamala Harris (@VP) October 17, 2024 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hafa einnig kallað eftir vopnahléi. „Hamas hafa verið eyðilögð og forystu þeirra útrýmt,“ sagði Harris í gær. „Þetta augnablik veitir okkur tækifæri til að binda loksins enda á stríðið á Gasa.“ Yfirvöld í Íran segja drápið á Sinwar hins vegar munu styrkja andstöðuna gegn Ísrael og verða innblástur komandi kynslóða. Talsmenn Hezbollah sögðu um að ræða stigmögnun átaka þeirra við Ísrael. Leiðtogar Hamas hafa ekki tjáð sig um tíðindinn enn sem komið er.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira