Þankar um framtíð landsins okkar Árný Björg Blandon skrifar 18. október 2024 09:01 Nú þegar kosningar eru framundan, reikar hugurinn í gegnum síðastliðinn sjö ár og jafnvel enn lengra aftur í fortíðina. Í mörg ár, hef ég horft á eftir fólki sem ég þekki flytja af landi brott vegna fjárhagsstöðu sinnar, flutt frá fjölskyldu og vinum til að finna annað land sem er ódýrara og betra að búa í.Vextirnir voru að sliga mörg þeirra og matarinnkaupin voru farin að þrengja pyngjuna um of. Jafnvel fiskurinn sem var alltaf ódýr og hollt val í matinn er orðinn fulldýr í dag. Margt af þessu fólki eru eldri borgarar, eiga mörg til dæmis ekki feita lífeyrissjóði. Það er svo víða pottur brotinn í landinu okkar og við vitum öll að ríkisstjórnin hefur ekki verið að standa vörð í kringum þau sem strita og standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Það er alveg hægt en er bara ekki gert og við skiljum þetta engan veginn. Og nú er það stóra spurningin. Ætlum við að kjósa svona stjórn yfir okkur aftur, stjórn sem er fallin í dag löngu fyrir lok kjörtímabilsins. Við hljótum að hafa vitkast. Hljótum að vilja gagngerar breytingar. Sumt fólk hefur alltaf kosið „sinn flokk“ eins og kynslóðirnar á undan þeim gerðu líka. Alveg sama hvað á undan gékk. Ég man þegar ég komst á kosningaaldur, þá setti fjölskylda mín þá pressu á mig að nú yrði ég að kjósa og „kjósa rétt“. Annars fengi ég ekki far á kjörstað. Ég, vitandi ekkert um stjórnmál, þáði farið og kaus flokkinn sem mér var sagt að kjósa. Mjög auðvelt, bara eitt strik í kladdan. En hvað var ég að kjósa yfir mig og mína þjóð? Hvað ætlum við að kjósa yfir okkur 30. nóv. 2024? Kjósum með hjartanu, því hjartað slær fyrir réttlætið. Verum vitur og forðum okkur undan stjórnun og græðgi. Kjósum ríkisstjórn sem virkar í nærkomandi framtíð. Látum kosningaloforðin ekki blekkja okkur, þau eiga það til að bregðast og verða að engu. Gleymum því ekki núna. Kjósum þannig að fólkið sem hefur flúið landið, langi til að koma aftur heim. Að börnin okkar búi við öryggi, að ofbeldi líði undir lok. Að hlúð sé að þeim sem þurfa þess. Kjósum kærleikann. Ef hann er með í för, þá fer allt vel. Höfundur vinnur við þýðingar og yfirlestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar eru framundan, reikar hugurinn í gegnum síðastliðinn sjö ár og jafnvel enn lengra aftur í fortíðina. Í mörg ár, hef ég horft á eftir fólki sem ég þekki flytja af landi brott vegna fjárhagsstöðu sinnar, flutt frá fjölskyldu og vinum til að finna annað land sem er ódýrara og betra að búa í.Vextirnir voru að sliga mörg þeirra og matarinnkaupin voru farin að þrengja pyngjuna um of. Jafnvel fiskurinn sem var alltaf ódýr og hollt val í matinn er orðinn fulldýr í dag. Margt af þessu fólki eru eldri borgarar, eiga mörg til dæmis ekki feita lífeyrissjóði. Það er svo víða pottur brotinn í landinu okkar og við vitum öll að ríkisstjórnin hefur ekki verið að standa vörð í kringum þau sem strita og standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Það er alveg hægt en er bara ekki gert og við skiljum þetta engan veginn. Og nú er það stóra spurningin. Ætlum við að kjósa svona stjórn yfir okkur aftur, stjórn sem er fallin í dag löngu fyrir lok kjörtímabilsins. Við hljótum að hafa vitkast. Hljótum að vilja gagngerar breytingar. Sumt fólk hefur alltaf kosið „sinn flokk“ eins og kynslóðirnar á undan þeim gerðu líka. Alveg sama hvað á undan gékk. Ég man þegar ég komst á kosningaaldur, þá setti fjölskylda mín þá pressu á mig að nú yrði ég að kjósa og „kjósa rétt“. Annars fengi ég ekki far á kjörstað. Ég, vitandi ekkert um stjórnmál, þáði farið og kaus flokkinn sem mér var sagt að kjósa. Mjög auðvelt, bara eitt strik í kladdan. En hvað var ég að kjósa yfir mig og mína þjóð? Hvað ætlum við að kjósa yfir okkur 30. nóv. 2024? Kjósum með hjartanu, því hjartað slær fyrir réttlætið. Verum vitur og forðum okkur undan stjórnun og græðgi. Kjósum ríkisstjórn sem virkar í nærkomandi framtíð. Látum kosningaloforðin ekki blekkja okkur, þau eiga það til að bregðast og verða að engu. Gleymum því ekki núna. Kjósum þannig að fólkið sem hefur flúið landið, langi til að koma aftur heim. Að börnin okkar búi við öryggi, að ofbeldi líði undir lok. Að hlúð sé að þeim sem þurfa þess. Kjósum kærleikann. Ef hann er með í för, þá fer allt vel. Höfundur vinnur við þýðingar og yfirlestur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun