Play í frjálsu falli Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 11:49 Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Vísir/Einar Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. Play tilkynnti í fyrradag að félagið myndi ráðast í umfangsmiklar breytingar og draga verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma yrði aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi muni fækka, og sótt verði um flugrekstrarleyfi erlendis. Allt niður í eina krónu Tilkynning félagsins virðist hafa farið öfugt ofan í fjárfesta. Í gær lækkaði gengi félagsins um 28,13 prósent og lækkunin hefur haldið áfram í dag. Það sem af er degi hefur gengið lækkað um 26,09 prósent og fór lægst niður í eina krónu. Það var verðið í langsamlega stærstu viðskiptum dagsins en 71.651.440 hlutir voru seldir og keyptir klukkan 11 fyrir eina krónu á hlut. Í almennu hlutafjárútboði í apríl síðastliðnum kostaði hver hlutur í Play 4,5 krónur. Fjögur félög koma til greina Athygli vekur að aðeins fjögur félög koma til greina sem seljandi í viðskiptunum, allavega ef miðað er við nýjasta lista Kauphallarinnar, sem gefinn var út í lok september. Samkvæmt listanum á Birta lífeyrissjóður um 190 milljónir hluta, Stoðir hf. 110 milljónir hluta, Fea ehf., félags Elíasar Skúla Skúlasonar, 101 milljón og Leika fjárfestingar ehf., sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, stýrir, um 93,5 milljónir hluta. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18 Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Play tilkynnti í fyrradag að félagið myndi ráðast í umfangsmiklar breytingar og draga verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma yrði aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi muni fækka, og sótt verði um flugrekstrarleyfi erlendis. Allt niður í eina krónu Tilkynning félagsins virðist hafa farið öfugt ofan í fjárfesta. Í gær lækkaði gengi félagsins um 28,13 prósent og lækkunin hefur haldið áfram í dag. Það sem af er degi hefur gengið lækkað um 26,09 prósent og fór lægst niður í eina krónu. Það var verðið í langsamlega stærstu viðskiptum dagsins en 71.651.440 hlutir voru seldir og keyptir klukkan 11 fyrir eina krónu á hlut. Í almennu hlutafjárútboði í apríl síðastliðnum kostaði hver hlutur í Play 4,5 krónur. Fjögur félög koma til greina Athygli vekur að aðeins fjögur félög koma til greina sem seljandi í viðskiptunum, allavega ef miðað er við nýjasta lista Kauphallarinnar, sem gefinn var út í lok september. Samkvæmt listanum á Birta lífeyrissjóður um 190 milljónir hluta, Stoðir hf. 110 milljónir hluta, Fea ehf., félags Elíasar Skúla Skúlasonar, 101 milljón og Leika fjárfestingar ehf., sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, stýrir, um 93,5 milljónir hluta.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18 Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18
Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57