Innlent

Halla Hrund gengin til liðs við Fram­sókn og tekur sæti for­mannsins

Árni Sæberg skrifar
Halla Hrund Logadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson verða í efstu tveimur sætunum á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Halla Hrund Logadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson verða í efstu tveimur sætunum á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm/Arnar

Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og fráfarandi orkumálastjóri, hefur tilkynnt að hún sé gengin til liðs við Framsóknarflokkinn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, leggur sjálfan sig að veði og leggur til við kjörstjórn að Halla Hrund fái oddvitasætið í Suðurkjördæmi.

Þetta segir í færslum þeirra Höllu Hrundar og Sigurðar Inga á Facebook. Sigurður Ingi segir að þegar horft er á skoðanakannanir eigi Framsókn á brattann að sækja. Staða flokksins í Suðurkjördæmi sé sú að enginn kjördæmakjörinn þingmaður Framsóknar næði inn á þing ef kosið væri nú. Það væri ekki aðeins slæmt fyrir flokkinn heldur er sé það einlæg trú hans að það séu hagsmunir kjördæmisins og þjóðarinnar að Framsókn eigi sterka rödd á þjóðþinginu.

„Ég hef því tekið ákvörðun um að leggja til við kjörstjórn Framsóknar í Suðurkjördæmi að Halla Hrund Logadóttir, starfandi orkumálastjóri, verði í fyrsta sæti á lista Framsóknar fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember. Sjálfur býð ég mig fram í annað sæti. Með þessari tillögu legg ég sjálfan mig undir. Enda lít ég svo á að sá formaður sem ekki leggur sjálfan sig að veði fyrir flokkinn sinn sé ekki sannur leiðtogi.“

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×