Fótbolti

Jón Dagur út í hálf­leik en upp um þrjú sæti

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson spilaði aðeins fyrri hálfleik í kvöld.
Jón Dagur Þorsteinsson spilaði aðeins fyrri hálfleik í kvöld. Getty/Soeren Stache

Eftir flotta frammistöðu með landsliðinu gegn Wales var Jón Dagur Þorsteinsson mættur í slaginn með Herthu Berlín í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Braunschweig í þýsku B-deildinni í fótbolta.

Jón Dagur hafði unnið sig inn í byrjunarlið Herthu og byrjað síðustu tvo leikina fyrir landsleikjahléið, og hann var áfram á sínum stað í byrjunarliðinu í kvöld.

Jón Dagur lék þó aðeins fyrri hálfleikinn og var Hertha 1-0 undir eftir hann. Snemma í seinni hálfleik var Lennart Grill, markvörður Braunschweig, hins vegar rekinn af velli og heimamenn jöfnuðu metin úr vítaspyrnu.

Þeir fengu svo annað víti eftir 70 mínútna leik og enduðu á að vinna 3-1 sigur.

Þar með komst Hertha Berlín upp um þrjú sæti og í 6. sæti með 14 stig, eftir níu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×