Handbolti

Guð­jón og Elliði fögnuðu á­fram eftir Ís­lands­för

Sindri Sverrisson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson á hliðarlínunni í Kaplakrika í vikunni.
Guðjón Valur Sigurðsson á hliðarlínunni í Kaplakrika í vikunni. vísir/Anton

Eftir sigurinn örugga gegn FH-ingum í Kaplakrika á þriðjudag unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach tveggja marka sigur á Eisenach, 34-32, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö af mörkum Gummersbach í leiknum en Teitur Örn Einarsson var sem fyrr frá keppni vegna meiðsla.

Gummersbach heldur því áfram að gera góða hluti í þýsku deildinni en liðið er með tíu stig eftir átta leiki, og situr sem stendur í 5. sæti. Eisenach er í 13. sæti.

Í dönsku úrvalsdeildinni skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson þrjú mörk í 29-28 heimasigri Bjerringbro/Silkeborg gegn Nordsjælland. 

Nordsjælland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en heimamenn komust yfir þegar ein og hálf mínúta var eftir, 28-27.

 Rasmus Lauge var markahæstur hjá Bjerringbro/Silkeborg með átta mörk og Patrick Boldsen skoraði fimm, en Guðmundur Bragi var þriðji markahæstur í liðinu með sín þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×